Fíflavín og krækiberjasnafs
10 til 15 lítrar af blómkörfum fífla
4 til 6 lítrar sjóðandi vatn
5 til 6 kíló sykur (má nota púðursykur til helminga)
10 sítrónur
6 appelsínur
2 kíló rúsínur
2 til 3 stappaðir bananar, valfrjálst en gerir vínið fyllra.
Best er að tína fíflablómin í þurru veðri, fjarlægið leggina strax. Bikarblöðin undir blómkörfunni mega fylgja með, þau krydda vínið, gera það aðeins beiskara eða rammara, aðrir vilja fjarlægja allan græna hlutann.
Skolið blómin og setjið blómkörfurnar í gerjunarílátið. Hellið 4 til 6 lítrum af sjóðandi heitu vatni yfir og hrærið reglulega í leginum næstu 2 til 3 dagana.
Kreistið safann úr ávöxtunum, appelsínum og sítrónum, geymið safann. Síið vökvann og setjið í pott ásamt söxuðum rúsínunum og smátt skornum berkinum af ávöxtunum, látið suðuna koma upp. Setjið aftur í gerjunarílátið og hrærið sykrinum saman við.
Bætið við köldu vatni upp að 24 lítrum. Hitinn á blöndunni þarf að vera um 22 til 25° C.
Hrærið Pectolose saman við blönduna, til að skerpa bragð og lit.
Bætið ger og gernæringu saman við eftir um það bil hálftíma.
Þegar gerjun er komin af stað bætið ávaxtasafanum saman við.
Geymið ílátið við stofuhita og hrærið í því kvölds og morgna.
Þegar gerjun hefur staðið yfir í 3 til 4 daga, fleytið þá yfir á annað ílát.
Látið vínið gerja út eða svo gott sem.
Víninu fleytt yfir á annan kút og gerstopp sett saman við og hrist vel.
Eftir sólarhring er nauðsynlegt að athuga hvort það sé kolsýra í víninu.
Kúturinn er hristur hressilega nokkrum sinnum á dag í nokkra daga eða þangað til „hviss“ hættir að heyrast.
Í lokin eru sett felliefni og gerjunarílátið látið standa í 2 til 3 vikur.
Eftir það er vínið sett á flöskur og er tilbúið til drykkjar eftir nokkrar vikur en batnar eftir því sem frá líður í 6 til 12 mánuði.