Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fíflavín og krækiberjasnafs
Á faglegum nótum 10. október 2014

Fíflavín og krækiberjasnafs

Höfundur: Vilmundur Hansen

10 til 15 lítrar af  blómkörfum fífla
4 til 6 lítrar sjóðandi vatn
5 til 6 kíló sykur (má nota púðursykur til helminga)
10 sítrónur
6 appelsínur
2 kíló rúsínur
2 til 3 stappaðir bananar, valfrjálst en gerir vínið fyllra.

Best er að tína fíflablómin í þurru veðri, fjarlægið leggina strax.  Bik­arblöðin undir blómkörfunni mega fylgja með, þau krydda vínið, gera það aðeins beiskara eða rammara, aðrir vilja fjarlægja allan græna hlut­ann.

Skolið blómin og setjið blómkörf­urnar í gerjunarílátið. Hellið 4 til 6 lítrum af sjóðandi heitu vatni yfir og hrærið  reglulega í leginum næstu 2 til 3 dagana.

Kreistið safann úr ávöxtunum, appelsínum og sítrónum, geymið safann. Síið vökvann og setjið í pott ásamt söxuðum rúsínunum og smátt skornum berkinum af ávöxtunum,  látið suðuna koma upp. Setjið aftur í gerjunarílátið og hrærið sykrinum saman við.

Bætið við köldu vatni upp að 24 lítrum. Hitinn á blöndunni þarf að vera um 22 til 25° C.
Hrærið Pectolose saman við blönduna, til að skerpa bragð og lit.
Bætið ger og gernæringu saman við eftir um það  bil hálftíma.
Þegar  gerjun er komin af stað bætið ávaxtasafanum saman við.
Geymið ílátið við stofuhita og hrærið í því kvölds og morgna.
Þegar gerjun hefur staðið yfir í 3 til 4 daga, fleytið þá yfir á annað ílát.
Látið vínið gerja út eða svo gott sem.  
Víninu fleytt yfir á annan kút og gerstopp sett saman við og hrist vel.
Eftir sólarhring  er nauðsynlegt að athuga hvort það sé kolsýra í víninu.
Kúturinn er hristur hressilega nokkrum sinnum á dag í nokkra daga eða þangað til „hviss“ hættir að heyrast.

 


Í lokin eru sett felliefni og gerjunarílátið látið standa í 2 til 3 vikur.
Eftir það er vínið sett á flöskur og er tilbúið til drykkjar eftir nokkrar vikur en batnar eftir því sem frá líður í 6 til 12 mánuði. 

 

Krækiberjasnafs
 
500 grömm krækiber (eða önnur ber)
750 millilítrar gin
100 grömm sykur
 
Nota má fryst ber.  Þvoið berin vel og merjið þau. Setjið berin í stóra krukku ásamt sykrinum og gininu og hristið vel.  Geymið á köldum, dimmum stað og hristið daglega í tvær vikur og síðan vikulega í tvo og hálfan mánuð.  
 
Sigtið snafsinn og hellið á hreina flösku, sem áður hefur verið skoluð vel upp sjóðandi heitu vatni og kæld.  
 
Sjálfsagt er að nýta berin til dæmis í ávaxtakökur eða desert. Ef sykurmagnið er aukið upp í 500 grömm verður til líkjör.  
 
Bláber og sólber njóta sín mjög vel í vodka.  Bæta má örlítilli vanillu í líkjörinn ef vill. 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...