Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fóðurefnagreiningar 2014
Á faglegum nótum 19. júní 2014

Fóðurefnagreiningar 2014

Höfundur: Tryggvi Eiríksson skrifar:

Heyskapur er nú fram undan og í sumum héruðum þegar hafinn. Margir bændur vilja vita hver gæði og samsetning er á gróffóðrinu sem þeir ætla að nota næsta vetur. Til upprifjunar og fyrir þá sem eru að taka heysýni í fyrsta sinn þá koma hér fáeinar upplýsingar um feril greininganna.

Hirðingarsýni eða sýni úr verkuðu heyfóðri

Fyrir þá sem ætla sér ekki að láta mæla fitusýrur og aðrar gerjunarafurðir (í votu heyi) eða vera þátttakendur í NorFor verkefninu varðandi fóðrun mjólkurkúa ættu að nota tækifærið og taka hirðingarsýni. Sé heyið forþurrkað í kringum 45-50% þurrefni er varla nokkur gerjun eða verkunartap sem hefur hagnýtt gildi og þá eru hirðingarsýni ágætur kostur. Allra best er að taka sýnið með þar til gerðum heybor sem leiðbeiningamiðstöðvar hafa útvegað. Fyrir þá sem ekki hafa tök á heyborum geta tekið visk úr múgunum áður en rúllað er, taka sýnið innan úr múgunum, því yfirborðið gæti verið eitthvað þurrara. Gengið er þvert á múgana og tekin visk hér og þar þannig að sýnið endurspegli efniviðinn. Setja strax í góðan plastpoka og loka þétt , merkja vel og setja í frysti. Stærð sýnanna fer eftir þurrkstigi, nægilegt er u.þ.b. 0,5 kg blautt hey, en um 0,3 kg fyrir þurrlegt (í rúmmáli u.þ.b. 1,5 til 3 lítrar). Merkimiðar hafa verið tiltækir hjá leiðbeiningamiðstöðvum, en fyrir þá sem ekki hafa miða tiltæka skal rifja upp helstu upplýsingar sem eiga að fylgja.

Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja:

Tökudagur á sýni: Dagsetning.

Sendandi: Nafn bónda, heimilisfang og kennitala. Einnig búsnúmer.

Netfang sendanda: Hægt að senda niðurstöður rafrænt.

Gerð sýna: Hirðingarsýni eða sýni úr verkuðu fóðri.

Auðkenni: Af hvaða túni, úr hvaða hlöðu, eða annað auðkenni fyrir sýnið.

Dagsetningar: Sláttudagur og hirðingardagur.

Sláttur: Fyrri sláttur eða seinni sláttur.

Verkunaraðferð: Þurrhey, vothey, rúllur, stórbaggar, grænfóður eða annað.

Við votheysgerð: Geta um hvort íblöndunarefni séu notuð, og hvaða efni.

Söxun: Er heyið fínsaxað, minna en 4 cm, grófsaxað (skorið) eða ósaxað.

Tegund: Skrá ríkjandi grastegundir, þarf ekki að vera mjög nákvæmt. 

Grænfóður: Tegund skal ávallt skrá (hafrar, rýgresi, kál eða annað).

Norfor: Mælingar fyrir NorFor forritið (kýr) (skrifa NorFor á blaðið)

Við hentugleika eru sýnin send til rannsóknastofunnar annað hvort við lok fyrri sláttar eða í heyskaparlok. Hægt er að senda sýnin í pósti og póstleggja þau fyrrihluta vikunnar þannig að sýnin lendi ekki í bið hjá póstinum yfir helgi. Einnig sjá leiðbeiningamiðstöðvar um að koma sýnunum til rannsóknastofunnar. Mælst er til að síðustu hirðingarsýni verði komin inn til LbhÍ fyrir 1. október, og verkuð sýni fyrir 25. október, sem þýðir að síðustu niðurstöður úr mælingatörninni liggja fyrir hjá bændum fyrri hluta nóvember.

Við hefðbundna greiningu hefur verið mælt: þurrefni, meltanleiki, útreiknað orkugildi FEm, prótein, tréni (NDF) og svo steinefni.

Verð fyrir viðbótargreiningar liggur ekki endanlega fyrir, en um samvinnu við aðra er að ræða. Munu verð birtast í heild hér í Bbl og víðar núna á næstunni.

Hvert á að senda sýnin?

Rannsóknastofu LbhÍ, Hvanneyri, 311 Borgarnes sími 4335000 (beint Hvanneyri 4335044 eða Keldnaholt 4335215).

Móttaka sýna af Norðausturlandi er í Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri sími 460-4477. Bændur geta sent sýni beint með pósti eða örum leiðum til LbhÍ, eða óskað eftir því við leiðbeiningamiðstöðvar að annast það.

Netföng: Hvanneyri rannsokn@lbhi.is, Keldnaholt, tryggvie@lbhi.is, Búgarður ghg@bugardur.is.
 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...