Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Veltuminnkun var hjá sex af tíu stærstu afurðafyrirtækjunum í mjólkuriðnaði á milli ára, mælt í bandarískum dollurum.
Veltuminnkun var hjá sex af tíu stærstu afurðafyrirtækjunum í mjólkuriðnaði á milli ára, mælt í bandarískum dollurum.
Mynd / Seges
Á faglegum nótum 14. október 2024

Fonterra að ná vopnum sínum á ný

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Hin árlega skýrsla hollenska landbúnaðarbankans Rabobank um tuttugu stærstu afurðafyrirtæki heims í mjólkuriðnaði, kom út nýverið.

Sem fyrr er margt einkar áhugavert í þessari samantekt stærsta landbúnaðarbanka heims, en á hans vegum starfa sérfræðingar á ólíkum fagsviðum í landbúnaði. Stóru tíðindin eru að svo virðist sem nýsjálenska afurðafélagið Fonterra sé nú loks á réttri leið og að ná fyrri stöðu sem eitt af sterkustu afurðafyrirtækjum í heimi. Undan þessu forna félagi hafði fjarað í mörg ár, enda hafði félagið staðið í mjög umdeildum fjárfestingum í Kína sem kostuðu á endanum milljarða að komast út úr.

Heildarumsvif jukust um 0,3%

Eftir hreint ótrúlegt gengi 20 stærstu fyrirtækja heims á næstsíðasta rekstrarári, þegar heildarvelta þeirra jókst um 8,1%, var gengið allt annað síðasta rekstrarár þegar velta þessara 20 fyrirtækja jókst ekki nema um 0,3%, mælt í Bandaríkjadölum. Skýringin á þessari miklu breytingu á milli ára skýrist, að sögn sérfræðinga Rabobank, fyrst og fremst af lækkuðu mjólkurverði en auk þess voru nokkur stórfyrirtæki í þónokkrum vanda á rekstrarárinu.

Meirihluti stórfyrirtækjanna gáfu eftir

Eitt það áhugaverðasta á þessum lista Rabobank í ár, sjá meðfylgjandi töflu, er sú staðreynd að meirihlutinn af stærstu fyrirtækjum heims í mjólkuriðnaði voru að gefa aðeins eftir, þegar horft er til heildarveltu. Þannig varð veltuminnkun hjá 6 af 10 stærstu fyrirtækjunum á milli ára, mælt í bandarískum dollurum. Þessi tekjulækkun fyrirtækjanna sex var svo umtalsverð að þrátt fyrir að hin fyrirtækin fjögur hefðu bætt við umsvif sín á milli ára, þá varð heildartekjusamdráttur meðal þessara 10 stærstu fyrirtækja. Fór heildarveltan þannig úr 187,1 milljarði dollara niður í 183,9 milljarða dollara sem er heildarsamdráttur um 1,7%.

Veltan segir ekki allt

Þrátt fyrir að veltutölur síðasta rekstrarárs líti e.t.v. ekki eins vel út og margir hefðu óskað er samt ljóst að veltan segir ekki alla söguna, enda skiluðu mörg af þessum stærstu fyrirtækjum heimsins í mjólkuriðnaði umtalsverðum hagnaði. Sum meira að segja juku hagnaðinn á milli ára, þrátt fyrir að heildartekjurnar hafi dregist saman.

Með öðrum orðum náðu sum fyrirtækin að nýta betur framleiðslu- getu sína og mögulega aukið áherslu á framlegðarhærri vörur. Það er í raun afar góður árangur ef litið er til þess hve erfiður þessi alþjóðlegi mjólkurvörumarkaður er, þar sem mörg stór alþjóðleg innkaupafyrirtæki verslunarkeðja ráða miklu.

Lactalis stækkar og stækkar

Eins og áður segir var gengi fyrirtækjanna misjafnt á síðasta rekstrarári en athygli vekur þó hve stöðugu flugi franska fyrirtækið Lactalis er á. Í fyrsta skipti í sögunni fer heildarvelta eins fyrirtækis í mjólkuriðnaði yfir 30 milljarða dollara eða um nærri 4.200 milljarða íslenskra króna! Frá fyrra rekstrarári nam veltu- aukning Lactalis 5,6% sem er ein mesta aukning 10 stærstu fyrirtækjanna á listanum. Einungis Fonterra jók veltu sína hlutfallslega meira, eða um 6,3%, en vissulega er það fyrirtæki að koma úr minni heildarveltu en Lactalis svo árangur franska risans er einstakur.

Bandaríski risinn með sætaskipti við Nestlé

Í yfirliti Rabobank sést einnig að bandaríska afurðafélagið Dairy Farmers of America (DFA), sem er samvinnufélag þarlendra bænda, hafði sætaskipti við svissneska fyrirtækið Nestlé. Skýringin var ekki mikill framgangur Nestlé, sem var þó 3,4% á milli ára, heldur mun frekar mikið tekjufall DFA en það var alls 11,4%. Skýring á þessu tekjufalli felst aðallega í því að DFA er með frekar umfangsmikla heildsölu á ómeðhöndlaðri mjólk, svo að verðbreytingar á henni koma hratt fram í heildarveltu félagsins.

Fonterra ýtir Arla og FrieslandCampina neðar

Eins og áður segir hefur Fonterra náð nokkuð sínum fyrri styrk og náði á rekstrarárinu að stinga sér fram fyrir sína helstu keppinauta á alþjóðlegum markaði, Arla og FrieslandCampina. Munurinn á þessum þremur félögum, sem öll eru samvinnufélög kúabænda, er þó lítill en öll eru þau á svipuðum markaði með mjólkurduft og osta, þó svo að áherslumunur sé vissulega til staðar á milli þeirra.

Fyrirtæki frá Mexíkó nýtt á listanum

Síðasta rekstrarár var einnig áhugavert fyrir þær sakir að nýtt fyrirtæki, mexíkóska Grupo Lala, náði inn á listann yfir 20 stærstu afurðafyrirtæki heims. Þetta fyrirtæki, sem ýtti hinu írska Glanbia út af listanum, bæði jók umsvif sín á þarlendum markaði um 6% en það sem einnig hjálpaði verulega var 11,8% styrking mexíkóska pesóans gagnvart Bandaríkjadal.

Fáar sameiningar eða uppkaup

Í skýrslunni kemur einnig fram að meðal þessara 20 fyrirtækja á lista Rabobank var lítið um sameiningar eða uppkaup á síðasta rekstrarári og er það nokkuð svipuð staða og var á næstsíðasta rekstrarári. Hins vegar benda sérfræðingar Rabobank á það að margt bendi nú til þess að mörg fyrirtæki séu í startholunum til að kaupa upp eða sameinast. Auk þess hafi mörg fyrirtæki þegar tilkynnt að þau ætli að selja frá sér hluta af núverandi framleiðslu til að sérhæfa enn frekar aðra framleiðslu. Það á við um sölu á ísstarfsemi Unilever, fyrirhuguð sala Fonterra á hluta af starfsemi sinni á neytendamarkaði sem og fyrirhuguð sala General Mills á Yoplait jógúrtfyrirtækinu.

Þessar mögulegu breytingar á eignarhaldi fyrirtækja á lista Rabobank undirstrika þá breytingu sem á sér stað nú um stundir þar sem fleiri og fleiri fyrirtæki eru nú að einbeita sér frekar að kjarnastarfsemi sinni og losa sig við ónauðsynlegar rekstrareiningar til að hámarka framtíðarvöxt og arðsemi.

Heimild: RaboReseach 2024, Global Dairy Top 20

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...