Frumniðurstöður heyefnagreininga 2024
Á faglegum nótum 14. nóvember 2024

Frumniðurstöður heyefnagreininga 2024

Höfundur: Baldur Örn Samúelsson, ráðunautur í jarðrækt hjá RML.

Hér eru birtar fyrstu niðurstöður heyefnagreininga 2024. Þegar þetta er skrifað er búið að greina tæplega 1.200 heysýni sem gefur mjög góða vísbendingu um stöðuna á heysýnunum yfir landið.

Baldur Örn Samúelsson

Hafa verður í huga að hér er verið að horfa á landsmeðaltal en breytileikinn á milli landshluta getur verið mjög mikill.

Fyrri sláttur

Að bera saman árin 2023 og 2024 sýnir ekki mikinn mun. Fyrri slátturinn er nokkuð blautari í ár en heyið er heldur orkuríkara með hærri meltanleika lífræns efnis (MLE). Prótein er mjög svipað milli ára en tréni (NDF) aðeins lægra í ár þó aðeins stærri partur af því sé ómeltanlegt (iNDF) en það gæti skýrst af erfiðara veðurfari í sumar. Sykur er heldur lægri í ár en þar hefur sólarleysið nokkur áhrif. Kalsíum, fosfór og magnesíum mælist ögn lægra í ár en kalíum ögn hærra. Heilt yfir virðist fyrri slátturinn vera betri í ár fóðurgildislega en spurning hvort lægra þurrefni og sykur hafi neikvæð áhrif á lystugleika fóðursins.

Annar sláttur

Það er mjög lítill munur á milli ára á öðrum slætti, þá helst meira NDF, hærra iNDF og lægri sykur. Sömuleiðis er annar slátturinn töluvert blautari í ár en í fyrra. Ef við hins vegar horfum á steinefnin þá er töluvert minna af kalsíum í seinni slættinum í ár en meira af fosfór og kalíum. Því mætti setja spurningarmerki við hvort lystugleikinn í ár í öðrum slætti sé ekki eins góður og í fyrra.

Grænfóður

Í grænfóðrinu í ár sést mesti munurinn milli ára en það er aðeins blautara og MLE töluvert lægra sem lækkar nokkuð orkuna. Prótein er líka töluvert lægra en við hjá RML höfum verið að sjá nokkuð af próteinlágum grænfóðursýnum. NDF er lægra í ár og sömuleiðis iNDF. Ef við horfum á steinefnin þá eru öll helstu steinefnin lægri í ár en í fyrra nema natríum ögn hærra. Hér sjáum við svona stærsta muninn á milli ára þar sem grænfóður er töluvert lakara í ár en í fyrra.

Rýgresi

Líkt og í hinum tegundunum þá er rýgresið í ár nokkuð blautara en í fyrra en að öðru leyti mjög svipað og hér sjáum við ekki lækkun í sykri og orkan er aðeins hærri í ár. NDF er aðeins lægra og er AAT20 og PBV20 nokkuð hærra í ár í rýgresinu.

Kalsíum, magnesíum og brennisteinn er heldur lægra.

Samantekt

Miðað við svona fyrstu niðurstöður heyefnagreininga er fóðurgildi gróffóðurs í ár svipað eða betra en í fyrra ef við horfum fram hjá grænfóðri. Þetta var krefjandi heyskaparár og greinilega hefur grænfóðrið átt erfitt uppdráttar en mönnum tekist að ná ágætum gæðum í heyinu. Svo er spurning hvort til sé nægilegt magn af þessu heyi. Sömuleiðis er fóðrið blautara í ár sem getur komið niður á lystugleika fóðursins og þar af leiðandi á fóðurinntökunni. Gripirnir þurfa þá einnig að innbyrða meira magn af fóðri til að ná sama þurrefnisáti. Heilt yfir er tréni aðeins lægra í ár nema í seinni slættinum og getur það reynt meira á vambarumhverfið. Jórturdýr þola ekki eins vel kjarnfóðurgjöf og þurfa því meiri tíma og hægari upptröppun til að venja vambarumhverfið við kjarnfóðurgjöfina. Þegar fleiri niðurstöður liggja fyrir verður gert grein fyrir þeim niðurstöðum skipt upp eftir landshlutum.

Skylt efni: heyefnagreiningar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...