Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins hefur hug á að setja í gang verkefni næsta haust sem lýtur að því að efla fóðrunarleiðbeiningar í sauðfjárrækt með áherslu á frjósemi.
Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins hefur hug á að setja í gang verkefni næsta haust sem lýtur að því að efla fóðrunarleiðbeiningar í sauðfjárrækt með áherslu á frjósemi.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 9. maí 2018

Gæti betri frjósemi ánna bætt afkomuna á þínu búi?

Höfundur: Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML og Árni Brynjar Bragason ráðunautur í sauðfjárrækt hjá RML
Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins hefur hug á að setja í gang verkefni næsta haust sem lýtur að því að efla fóðrunarleiðbeiningar í sauðfjárrækt með áherslu á frjósemi.  Megináherslan í þessu verkefni verður lögð á fóðrunartímabilið frá hausti og fram yfir fengitíð.  
 
Verkefnið felur í sér ráðgjöf til þátttakenda og gagnaöflun sem nýtt verður við þróun fóðurleiðbeininga. Túlkun og hagnýting á niðurstöðum verkefnisins  verður unnin í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands.
 
Ávinningur búsins
 
Unnin er fóðuráætlun fyrir búið út frá niðurstöðum heyefnagreininga.  Fylgst verður með framvindu fóðrunar frá hausti og fram yfir fengitíð m.a. út frá þungabreytingum ánna og breytingum á holdafari þeirra.  Þegar frjósemi ánna liggur fyrir eftir fósturtalningar næsta vetur verður unnin niðurstöðuskýrsla fyrir búið út frá þeim gögnum sem safnað hefur verið og jafnframt gerð tillaga að úrbótum.  Þátttaka í verkefninu ætti að vera áhugaverður kostur fyrir alla þá sem hafa áhuga á fóðrun sauðfjár og vilja ná betri árangri í sínum búrekstri. 
 
Skilyrði fyrir þátttöku og kostnaður
 
Kostnaður búsins liggur í grein­ingum á heysýnum en RML leggur fram vinnu við heysýnatöku, gerð fóðuráætlunar, holdastigun og skýrslugerð.
 
Öll bú sem hafa 150 ær eða fleiri geta sótt um þátttöku í verkefninu.  Hámarksfjöldi verður 21 bú.
Ef velja þarf úr þeim hópi sem sækir um verður m.a. horft til þess að ná inn búum með breytilega frjósemi, horft verður til staðsetningar búanna og að lágmarks aðstaða sé fyrir hendi til að vigta og holdastiga. 
 
Að taka þátt
 
Hægt er að fá nánari upplýsingar um verkefnið hjá:
Eyþóri Einarssyni (ee@rml.is / 862-6627/516-5014) og
Árni B. Bragasyni (ab@rml.is / 895-1372/516-500 sem jafnframt taka á móti skráningum.  
Tilkynna þarf þátttöku fyrir 10. júní nk.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...