Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heilbrigði og velferð búfjár í brennidepli
Mynd / smh
Á faglegum nótum 9. desember 2016

Heilbrigði og velferð búfjár í brennidepli

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Heilbrigði og velferð búfjár er meðal mikilvægra mála sem varða landbúnaðinn. Þetta viðfangsefni eiga bændur sameiginlegt, ekki hvað síst með kollegum sínum á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu. 
 
Margir þættir löggjafar ESB um þessi mál eru lögleiddir hér á landi í gegnum aðild að EES-samningnum auk annars sem sameinar bændur í þessum löndum. Ævinlega er það líka þannig að þegar skæðir sjúkdómar breiðast út eiga bændur í einu landi mikla hagsmuni af viðbrögðum bænda og yfirvalda í nágrannalöndum. Á fundum sem ég hef sótt í haust hefur margt áhugavert komið fram og verður hér tiplað á nokkrum punktum. 
 
Sýklalyfjaþolnar bakteríur
 
Alls staðar er umræða um vaxandi sýklalyfjaþol baktería á dagskrá en hægt gengur að draga úr notkun þeirra. Til stendur að banna íblöndun þeirra í fóður innan ESB en að áfram verði heimilt að blanda sýklalyfjum í drykkjarvatn og nota þau í forvarnarskyni, þ.e að gefa heilbrigðum dýrum sýklalyf, dýrum sem ekki hefur verið greind hjá þörf fyrir slíka meðhöndlun.
 
Notkun sýklalyfja án undan­genginnar sjúkdómsgreiningar er ekki leyfileg á Norðurlöndunum og er litið á það sem nauðsynlegan þátt í að tryggja ábyrga notkun ­sýklalyfja. Þetta skýrir margfalda notkun þeirra á við Norðurlöndin, víða annars staðar í Evrópu. Þær tillögur sem unnið er með innan ESB til breytinga á reglum um lyfja­notkun fela einnig í sér að bæta aðgengi að lyfjum. 
 
Síðastliðinn vetur sendu formenn bændasamtaka á Norðurlöndunum, Norrænu ráðherranefndinni bréf þar sem þau ítrekuðu þá afstöðu sína að banna ætti notkun sýklalyfja í forvarnarskyni innan ESB og hvöttu þau landanna sem eru aðilar að ESB til að koma þessari afstöðu á framfæri við setningu reglugerða um þessi mál. Þessi afstaða hefur vakið athygli út á við og mun fulltrúi frá dönsku bændasamtökunum fylgja þessari afstöðu eftir á málþingi sem haldið verður á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 6. desember nk.
 
Mikil umræða meðal bænda um dýravelferð 
 
Velferð búfjár var einnig til umræðu á þessum fundum. Á fundi í Brussel kom fram að aðeins 3 lönd í ESB fylgja í reynd eftir banni við halaklippingum á grísum. Mikil umræða er einnig um geldingar grísa en óvíst að takist að framfylgja þeim áformum að banna þær frá og með 2018. Afhornun á kálfum er annað vandamál af svipuðum toga. Þá má nefna að ótti er meðal bænda við vaxandi þol fyrir lyfjum gegn sníkjudýrum (ormalyfjum). 
 
Svínapest veldur áhyggjum
 
Nokkrir skæðir búfjársjúkdómar herja nú á bústofna bænda í Evrópu. Á fundi í samráðshópi bændasamtaka í Evrópu um heilbrigði og velferð dýra var farið yfir það sem þar ber hæst um þessar mundir. Miklar áhyggjur eru af útbreiðslu afrískrar svínapestar. 
 
Sjúkdómurinn hefur greinst á svínabúum í Eystrasaltslöndunum þremur og Póllandi og hefur þegar mikil áhrif á viðskipti með svín og flutninga á þeim. Hann virðist vera orðin nánast landlægur í villisvínum á þessu svæði sem og nærliggjandi héruðum í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Reynt er að sporna við útbreiðslu hans með veiðum á villisvínum, fyrst og fremst gyltum, en áhersla er lögð á að auka þekkingu veiðimanna og bænda á smitleiðum til að verjast því að smit berist í alisvín. Mikill ótti er við að sjúkdómurinn berist til nærliggjandi landa, þ.á m. hafa Finnar og Svíar miklar áhyggjur. Stór villisvínastofn er t.d. í Svíþjóð og eitt af því sem reynt er að gera til að sporna við fjölgun þeirra er að fá fólk til að bera ekki út fóður fyrir þau.
 
Húðsjúkdómar í nautgripum
 
Annar sjúkdómur sem breiðist hratt í í SA-Evrópu kallast á ensku Lump skin disease, og lýsir sér sem hnjúskar eða bólgur á húð nautgripa. Sjúkdómurinn greindist fyrst í Grikklandi 2015 og barst til fleiri landa á Balkanskaga og SA-Evrópu sl. sumar en hann berst með skordýrum. Breiðist hann mun hraðar út en búist hafði verið við. Bólusetningu er beitt til að stöðva útbreiðslu hans og var sérstaklega nefnt að vel heppnaðar aðgerðir í Króatíu hafi skipt miklu máli sl. sumar til að koma í veg fyrir að hann bærist norðar í Evrópu. Eina bóluefnið sem fáanlegt er, er framleitt í S-Afríku og ekki framleitt í samræmi við staðla ESB, evrópski iðnaðurinn hefur ekki komið með bóluefni en mikil þörf er á betra bóluefni. 
 
Blátunga útbreidd í Suður-Evrópu
 
Blátunga (bluetounge) er þriðji alvarlegi sjúkdómurinn sem herjar á búfé í Evrópu og greindist þar fyrir um 15 árum. Sjúkdómurinn er nú útbreiddur  í löndum í sunnanverðri Evrópu, þ.á m. Frakklandi, Spáni og Portúgal, og herjar fyrst og fremst á jórturdýr. Öll dýr ESB eiga á hættu að fá sjúkdóminn til sín þó reynt sé að sporna við því. 
 
Bráðsmitandi fuglaflensa
 
Bráðsmitandi fuglaflensa (H5N8) breiðist nú út um Evrópu og kom fram hjá fulltrúum frá framkvæmdastjórn ESB á fundinum í Brussel um miðjan nóvember að Evrópa stendur nú frammi fyrir upphafi bráðsmitandi fuglaflensu­faraldurs. Flensan hefur fundist í villtum fuglum í Danmörku og nú hefur verið staðfest að hún hefur borist inn á bú þar í landi. Stjórnvöld þar í landi hafa þegar bannað að hafa alifugla utan dyra og reiknað er með að slíkt bann verði sett víðar. Flensan er t.d. þegar komin inn á alifuglabú í Ungverjalandi og alifuglaafurðir þaðan, sem flytja átti til Asíu, hafa verið endursendar.
Sjúkdómurinn veldur því þegar miklu fjárhagslegu tjóni hjá bændum, auk kostnaðar við aðgerðir til að hefta útbreiðslu hans.
 
ESB ver árlega háum fjárhæðum í varnir gegn útbreiðslu sjúkdóma, bæði þessa sem hér eru nefndir og fleiri. Heilbrigðir búfjárstofnar eru því ómetanleg auðlind okkar Íslendinga. 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...