Hettumávur
Hettumávur er minnstur íslenskra máva. Hann er ekki nema 34-37 sentimetrar að lengd og vegur 300 grömm, einungis dvergmávur, sem má finna á meiginlandi Evrópu, er minni.
Hettumávar eru auðþekktir, þeir eru að mestu ljósir með dökka vængenda og brúna hettu sem nær niður á háls. Þá má finna víða um Evrópu og niður til Asíu. Hérna á Íslandi er hann að mestu farfugl en eitthvað af fuglum hafa vetursetu og halda þá til við þéttbýli. Algengt er að finna þá í votlendi en þeir sækjast líka inn í byggð og ræktað land í leit af æti. Þeir eru tækifærissinnar í fæðuleit og borða nánast hvað sem er. Þeirra helsta fæða eru alls konar skordýr og hryggleysingjar. Líkt og krían þá ver hettumávur hreiðrin sín af hörku. Það er því ekki að aðrir votlendis- og mófuglar sækist í að verpa innan um hettumáva. Nokkur hefð er fyrir því að nýta hettumávsegg og er heimilt að tína þau með leyfi landeiganda til 15. júní.