Heysýnataka og fóðuráætlanir
Nú hafa fóðurráðgjafar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins farið um víðan völl í heysýnatöku. Starfið hófst á Suðurlandi upp úr miðjum ágúst og alls er búið að fara á um 100 bæi á öllu landinu til heysýnatöku.
RML býður einnig upp á fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýrnar, en nú er mikill skortur á mjólk og því kjörið tækifæri til að nýta gróffóðuruppskeru sumarsins sem best.
Ráðgjafarpakkarnir eru tveir; Stabbi og Stæða. Stabbi nær yfir 8 tíma vinnu ráðunauts, en í honum er fóðuráætlanagerð, eftirfylgniheimsókn og vöktun verðefnainnihalds og nytja kúnna. Stæða er víðtækari ráðgjafarlausn (18 tímar) og inniheldur eina heimsókn til viðbótar, beitaráætlanagerð, úrlausnir við fóðrun, aðstoð við heilfóðurgerð, mat á fóðuröflun auk mats á holdafari og ástandi gripa. Þess að auki býður RML upp á sérsniðar pakkalausnir við fóðurráðgjöf, s.s. aðstoð við uppsetningu fóðurtaflna í mjaltaþjónum, einfalda heysýnatúlkun og almenna fóðurráðgjöf hvort sem gripirnir heita hross, sauðfé eða minkur og svo framvegis.
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Fóðrun
hjá RML jona@rml.is