Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Handhafi Sleipnisbikarsins árið 2020 var Skýr frá Skálakoti, sem stillti sér upp með afkvæmum sínum og eigendum, þeim Jakobi Svavari Sigurðssyni og Guðmundi Viðarssyni, á Landssýningu kynbótahrossa.
Handhafi Sleipnisbikarsins árið 2020 var Skýr frá Skálakoti, sem stillti sér upp með afkvæmum sínum og eigendum, þeim Jakobi Svavari Sigurðssyni og Guðmundi Viðarssyni, á Landssýningu kynbótahrossa.
Mynd / TB
Á faglegum nótum 8. júní 2022

Inntökuskilyrði kynbótahrossa

Höfundur: Elsa Albertsdóttir ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði RML - elsa@rml.is

Inntökuskilyrði kynbótahrossa verður með sama fyrirkomulagi og stefnt var að árið 2020 samkvæmt ályktun Fagráðs í hrossarækt.

Fjöldi efstu hrossa sem vinnur sér rétt til þátttöku á mótinu er 170 hross. Það er því ekki um einkunnalágmörk að ræða. Fjölda í hverjum flokki má sjá í töflu hér að neðan.

Til að auðvelda bestu klárhrossum landsins að komast á mótið verða 75% hrossa í hverjum flokki valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið (til dæmis fleiri en ein hestur í 15. sæti í flokki 7 vetra og eldri hesta) þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu.

Stöðulisti verður birtur í WorldFengur.com sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla ekki að mæta með þau eru beðnir um að láta vita fyrir 22. júní nk., þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.

Skráning hrossa á mótið lýkur á hádegi 24. júní.

Afkvæmasýndir stóðhestar

Lágmörk vegna afkvæmasýninga miðast við kynbótamat aðaleinkunnar eins og það reiknast að afloknum kynbótasýningum vorið 2022 og fjölda dæmdra afkvæma. Öll dæmd afkvæmi hestanna liggja til grundvallar kynbótamatinu. Afkvæmi sem fylgja hestunum skulu vera dæmd í kynbótadómi.

Heiðursverðlaunahestum skulu fylgja 12 afkvæmi í sýningu en fyrstu verðlaunahestum 6 afkvæmi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...