Inntökuskilyrði kynbótahrossa
Inntökuskilyrði kynbótahrossa verður með sama fyrirkomulagi og stefnt var að árið 2020 samkvæmt ályktun Fagráðs í hrossarækt.
Fjöldi efstu hrossa sem vinnur sér rétt til þátttöku á mótinu er 170 hross. Það er því ekki um einkunnalágmörk að ræða. Fjölda í hverjum flokki má sjá í töflu hér að neðan.
Til að auðvelda bestu klárhrossum landsins að komast á mótið verða 75% hrossa í hverjum flokki valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið (til dæmis fleiri en ein hestur í 15. sæti í flokki 7 vetra og eldri hesta) þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu.
Stöðulisti verður birtur í WorldFengur.com sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla ekki að mæta með þau eru beðnir um að láta vita fyrir 22. júní nk., þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.
Skráning hrossa á mótið lýkur á hádegi 24. júní.
Afkvæmasýndir stóðhestar
Lágmörk vegna afkvæmasýninga miðast við kynbótamat aðaleinkunnar eins og það reiknast að afloknum kynbótasýningum vorið 2022 og fjölda dæmdra afkvæma. Öll dæmd afkvæmi hestanna liggja til grundvallar kynbótamatinu. Afkvæmi sem fylgja hestunum skulu vera dæmd í kynbótadómi.
Heiðursverðlaunahestum skulu fylgja 12 afkvæmi í sýningu en fyrstu verðlaunahestum 6 afkvæmi.