Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Á faglegum nótum 10. febrúar 2020
Höfundur: Margrét Gísladóttir
Kolefnislosun íslenskra kúa er á pari við það sem þekkist erlendis og liggur meira að segja nær neðri mörkum. Í nýlegri skýrslu sem Landssamband kúabænda lét vinna er gerð grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda í íslenskri nautgriparækt.
Þetta er fyrsti fasinn hjá LK í þeirri vinnu að draga markvisst úr losun í greininni en það er hluti af stefnumótun samtakanna 2018-2028 að íslensk nautgriparækt verði kolefnisjöfnuð að fullu árið 2028 eða ekki síðar en en 2040, líkt og ritað var í samkomulag milli ríkis og bænda í endurskoðuðum búvörusamningi. Skýrslan sýnir ekki eiginlegt kolefnisspor greinarinnar í þeim skilningi, þar sem bindingin er ekki tekin inn á móti, en með niðurstöðum hennar sjáum við núllpunktinn okkar og hvar áherslan þarf að vera til að draga úr losuninni.
Á pari við erlendar úttektir
Heildarlosun gro´ðurhu´salofttegunda fra´ nautgriparækt a´ I´slandi a´rið 2018 nam 275.100 tonnum CO2-i´gilda. Meðalbú í mjólkurframleiðslu losar 578,2 tonn CO2-i´gilda (mjólk= 450,7 + kjöt=127,5) og meðalbú sem er einungis í kjötframleiðslu um 186,9 CO2-i´gilda.
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Losun vegna framleiðslu mjo´lkur og nautakjo¨ts fra´ dæmigerðu mjo´lkurframleiðslubu´i er 1,0 kg CO2-i´g./l mjo´lkur og 18,2 kg CO2-i´g./kg kjo¨t en losun vegna kjo¨ts fra´ kjo¨tframleiðslubu´i er 23,4 kg CO2-i´g./kg kjo¨t. Algengt er að rannso´knir sy´ni að kolefnisspor nautakjo¨ts se´ a´ bilinu 17-37 kg CO2- i´g./kg kjo¨t. Vistferilsgreining i´ Vestur-Kanada fra´ 2009 sy´ndi að losun þar var 22 kg CO2-i´g./kg nautakjo¨t. O¨nnur greining fra´ Kanada gaf losun upp a´ 17,2 kg CO2-i´g./kg nautakjo¨ts en su´ rannso´kn na´ði til alls kanadi´ska nautgripaiðnaðarins. Vistferilsgreining fra´ Svi´þjo´ð fra´ 2005 sy´ndi losun upp a´ 19,8 kg CO2-i´g./kg nautakjo¨t og 1,02 kg CO2-i´g./ kg OLM (orkuleiðre´tt mjo´lk).
Hafa ber í huga að útreikningar sem þessir eru háðir töluverðri óvissu ennþá. Þrátt fyrir að notast hafi verið við bestu aðferðir sem völ er á getur skekkjan verið allt að 45%. Rannsóknum á þessu sviði fleygir fram og samhliða því tekur aðferðafræði við útreikninga breytingum. Niðurstöðurnar gefa þó ágætis mynd á stöðunni og samanburð við það sem þekkist erlendis. Við samanburð þarf einnig að taka mið af því að forsendur, kerfismörk og aðferðafræði rannsókna geta verið mismunandi.
Losun úr meltingarvegi helmingur heildarlosunar
Þeir þrír þættir sem spila hvað stærstu hlutverkin í losuninni eru iðragerjun, meðhöndlun húsdýraáburðar og framleiðsla og flutningur tilbúins fóðurs. Stærsti losunarvaldurinn, með um 50% af losuninni, er iðragerjun kúnna sjálfra, þ.e. þær ropa og prumpa eins og aðrar dýrategundir og hafa alltaf gert í gegnum tíðina. Þar losa mjólkurkýrnar langsamlega mest eða 46,6% meira en holdakýr svo dæmi sé tekið.
Í umræðum um losun frá meltingarvegi ber þó að hafa í huga hina náttúrulega hringrás kolefnis, þ.e. að kolefnið sem frá þeim kemur í formi metans kemur úr plöntum sem þær hafa étið og hverfur svo til baka í hringrás vaxtarferils gróðurs á jörðinni. Þá er vert að minna á að metan er gróðurhúsalofttegund með stuttan líftíma og eyðist úr andrúmsloftinu á um áratug á meðan koldíoxíð (CO2) og glaðloft (N2O) eru virk í andrúmslofti okkar í margar kynslóðir. Því er metanið ekki að safnast upp í andrúmsloftinu á sama hátt og koldíoxíð og glaðloft. Það má því segja að losun metans frá 100 kúa hjörð í dag kemur einfaldlega í staðinn fyrir losun jafnstórrar hjarðar hjá fyrri kynslóðum, en er ekki viðbót.
Breytt landnotkun ekki tekin með
Við útreikninga á kolefnisspori nautgriparæktar eru framleiðsla og flutningur aðfanga tekin með í reikninginn, sem og allt sem gerist í framleiðsluferlinu allt að hliði bóndans. Það sem gerist frá því framleiðsluvaran fer af bænum, s.s. flutningur, pökkun og notkun er ekki inn í þessari úttekt enda varan þá farin frá bónda.
Ekki er tekin fyrir breytt landnotkun, þ.e. losun fra´ landi sem a´ður var votlendi en hefur verið framræst og er nu´ notað undir nautgriparækt, þar sem gögn um slíkt liggja ekki fyrir. Það er hins vegar vinna í gangi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands við að endurkortleggja skurðarþekjuna og hvernig hún hefur breyst í gegnum tíðina en það var síðast gert árið 2008. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki næsta haust og þá verður hægt að sjá hluta nautgriparæktarinnar í losun frá framræstu landi.
Um mitt ár 2019 var sagt frá því að umfang framræsts votlendis á Íslandi er töluvert minna en áður var talið. Með nýju vistkerfakorti og hæðarlíkani fengu vísindamenn við LbhÍ nákvæmari gögn sem gaf gleggri mynd af umfangi svæðanna. Þá kom í ljós að flatarmál framræsts lands var 70.000 hekturum minna (eða 15-20% minna)en gert hafði verið ráð fyrir í eldra mati.
Íblöndun þangs í fóður gæti dregið úr losun
Í verkefninu SeaCH4NGE skoðar MATÍS hvort hægt sé að draga úr losun metans frá nautgripum og auka gæði afurða með því að bæta þangi í fóðrið. Með verkefninu er verið að kanna möguleika á að nota mismunandi tegundir þangs sem fóðurbætiefnis til að draga úr metanframleiðslu hjá nautgripum. Eins er skoðað hvaða áhrif þangát hefur á velferð dýra og gæði afurða.
Rannsóknir sem framkvæmdar voru í Norður-Queensland í Ástralíu og sagt var frá árið 2016 sýndu að hægt er að draga verulega úr loftmengun í landbúnaði, ekki síst á metangasi frá nautgripum og öðrum jórturdýrum, með því einu að gefa þeim þang.
Bændur mikilvægir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum
Bændur geta lagt mikið af mörkum þegar kemur að loftslagsmálum. Í nýsamþykktum breytingum á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar er markmiðið að greinin verði kolefnisjöfnuð fyrir árið 2040. Þetta verði gert m.a. með því að byggja upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, bættri fóðrun, meðhöndlun og nýtingu búfjáráburðar, markvissri jarðrækt o.fl. Miðað er við að allt að 30 milljónir fari í slík verkefni á ári og því mikilvægt að vita hvar áherslan skuli liggja. Starfshópur skal skila útfærslum á framangreindum atriðum 1. maí nk.
Það eru því ærin verkefni fram undan hjá Landssambandi kúabænda sem og öðrum þegar kemur að loftslagsmálum og hlakka ég til að taka þátt í þeim. Tækifærin er mikil og okkur ber að grípa þau þegar þau gefast.
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Á faglegum nótum 9. janúar 2023
„Spjallað“ við kýr
Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...
Á faglegum nótum 5. janúar 2023
Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...
Á faglegum nótum 5. janúar 2023
Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...
Á faglegum nótum 3. janúar 2023
Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...
Á faglegum nótum 2. janúar 2023
Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherranefndin heldur utan ...
Á faglegum nótum 30. desember 2022
Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...
Á faglegum nótum 28. desember 2022
Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...
Á faglegum nótum 27. desember 2022
Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...
20. desember 2024
Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
20. desember 2024
Á kafi í hrossarækt
20. desember 2024
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
20. desember 2024
Særður fram úr myrkviðum aldanna
20. desember 2024