Lamborghini – settur saman úr stríðstólum
Árið 1947 hóf ítalski sveitastrákurinn og verkfræðingurinn Ferruccio Lamborghini að sanka að sér yfirgefnum stríðstólum úr Seinni heimsstyrjöldinni með það í huga að smíða úr þeim traktor. Það var svo ekki fyrr en mörgum árum seinna að fyrirtækið hóf framleiðslu á sportbílum.
Fyrsta L33-dráttarvélin kom á markað árið 1949 og ekki leið á löngu þar til fyrirtækið var farið að framleiða 1.500 traktora á ári. Fyrstu mótorarnir voru frá Morris en síðan þýskir MWM og enskir Perkins.
Árið 1960 pöntuðu stjórnvöld í Bólivíu 5.000 Lamborghini traktora og sama ár keypti SAME-dráttavélaframleiðandinn fyrirtækið af stofnanda þess. Við sameininguna hófst nýtt blómaskeið hjá Lamborghini og eru vélarnar enn í framleiðslu.