Landbúnaður stundaður neðansjávar
Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Árið 2012 fékk kafarinn og garðyrkjuáhugamaðurinn Sergio Gamberini, eigandi fyrirtækisins Ocean Reet Group, hugmynd að því að rækta kryddjurtir neðansjávar á sjálfbæran hátt. Í byrjun hugsaði hann um basilkryddjurtina, sem er mest notuð í pestó, og úr varð að hann hóf tilraunir sínar neðansjávar undir merkjunum Nemo´s Garden.
Eins og flestar kryddjurtir þarf basil verndað umhverfi í sól með vel ræstum jarðvegi og stöðugt og jafnt hitastig. Sergio hófst handa með aðstoð félaga sinna í Ocean Reet Group og sökkti gegnsæju lífríki 20 fetum fyrir neðan yfirborð sjávar, fyllti þau með lofti og síðan hófst tilraunaverkefnið með ræktun neðansjávar.
Ekkert skordýraeitur
Með kerfi sínu sá Sergio fyrir sér að það gæti komið í stað erfiðleika við notkun á skordýraeitri en hið lokaða vistkerfi sem myndast inni í lífríkinu er vel verndað gegn árás sníkjudýra. Hann notar því ekkert skordýraeitur við framleiðsluna og er hið vistfræðilega umhverfi lokað fyrir vatni sjávar sem kemur í veg fyrir truflun á vistkerfi þess síðarnefnda. Þegar kemur að gróðuráburði er náttúrulegum vökva bætt í mismunandi undirlög eða í vatnsaflskerfin til að gefa eitt eða fleiri næringarefni til plantnanna, sem er nauðsynlegt fyrir vöxt þeirra.
Sergio og teymi hans kanna nú hvernig ræktun jarðarberja kemur út neðansjávar.
Mismunandi tegundir grænmetis
Sergio kannar nú möguleikann á því að framleiða áburð úr þörungum beint úr sjónum þar sem neðansjávar-garðyrkjuræktunarstöðinni er komið fyrir. Endurbætur í stjórnun vatns fyrir landbúnað eru kjarnaefni verkefnisins Nemo´s Garden. Vegna hitastigsbreytinga á loftinu innan vistkerfisins og sjávarvatnsins umhverfis þess gufar vatnið upp á botni vistkerfisins og þéttir auðveldlega innra yfirborðið. Þar sem stöðin neðansjávar þarf vatn utan frá til að virka fyrir plönturnar óskar Sergio eftir að vera með sínar stöðvar sem lengst frá öðrum stöðvum sem þurfa ferskvatn, eins og eldisstöðvar fyrir fisk sem dæmi. Enn sem komið er eru ákveðnar takmarkanir við verkefnið og hvað sé hægt að rækta neðansjávar og því er Sergio enn á tilraunastigi með hugmynd sína en þróar sig áfram með mismunandi tegundir grænmetis og ávaxta eins og staðan er í dag.
Vistkerfið, sem sökkt er 20 fetum fyrir neðan yfirborð sjávar, fær góða loftun en áskoranir eru að koma ferskvatni inn á stöðvarnar.