Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svipmynd úr Grasagarðinum árið 2021.
Svipmynd úr Grasagarðinum árið 2021.
Mynd / Myndir / Grasagarðurinn í Reykjavík
Á faglegum nótum 31. ágúst 2021

Lifandi safn undir berum himni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Grasagarðurinn í Reykjavík fagnar sextíu ára afmæli á þessu ári. Hlutverk garðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. Í garðinum eru varðveittar um 5.000 plöntur í átta safndeildum.

Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðu­maður garðsins, segir að Grasa­garður Reykjavíkur hafi verið stofnaður árið 1961, á 175 ára afmæli Reykjavíkurborgar, og er rekinn af borginni.

Svipmynd úr Grasagarðinum árið 1985.

„Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. Í dag eru varðveittar um 5.000 plöntur í garðinum af 3.000 tegundum eða öðrum flokkunareiningum. Átta safndeildir eru í garðinum og gegnir hver safndeild ákveðnu hlutverki, eins og til dæmis að sýna og kynna íslenskar plöntur, trjágróður eða mat- og kryddjurtir. Plöntusafnið í heild sinni gefur síðan hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra.“

Fjölæringar í blóma við skrifstofu Grasagarðsins á 9. áratugnum.

Sextíu ára vöxtur

Eins og búast má við af lifandi safni hefur Grasagarðurinn tekið miklum breytingum í tímans rás. „Flatarmál garðsins hefur aukist og fjöldi plantna margfaldast frá stofnun hans. Garðurinn hefur einnig þróast eftir getu í takti við nýja strauma og stefnur í safnamálum og hvert sé hlutverk grasagarða.“

Að sögn Hjartar er fræðsla eitt af meginhlutverkum Grasagarðs­ins í dag og boðið sé upp á fjölbreytta fræðslu fyrir almenning og skólahópa árið um kring. „Markmið fræðslunnar er að nýta hin margvíslegu plöntusöfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju, grasafræði, dýralíf, garðmenningu og grasnytjar, sem og til eflingar útiveru og lýðheilsu.

Miðsvæði gamla garðsins sem var gert upp 2017-2018. Gráölurinn kom sem fræ frá grasagarði í St. Pétursborg árið 1965.

Garðurinn er opinn alla daga ársins og í garðinn kemur fólk gjarnan til að njóta umhverfisins og fræðast um safnkost garðsins.“

Garðurinn heldur áfram að þróast og segir Hjörtur að á 60 ára afmælinu horfi hann og starfsmenn garðsins björtum augum til framtíðar og hlakki til að fylgjast með safninu halda áfram að þróast og breytast.

Viðburðadagatal Grasagarðsins í Reykjavík

Grasagarðurinn í Reykjavík stendur reglulega fyrir fræðslu­göngum eða uppákomum í garðinum. Viðburðirnir eru öllum opnir og ókeypis. Starfs­menn garðsins taka einnig á móti hópum til leiðsagnar um garðinn.

16. september, klukkan 17, er dagur íslenskrar náttúru og munum við hafa fræðslugöngu í tilefni dagsins, nánar auglýst síðar.

29. september er alþjóðlegur dagur gegn matarsóun og verður opin fræðsla frá 17-19 í samstarfi við Flóruna Garden Bistro og Slow Food samtökin.

3. október, klukkan 11, verður fræðsla um vetrarskýli fyrir plöntur.

23. október er dagur kartöfl­unnar og klukkan 11 til 13 verður opin fræðsla um kartöflur og kartöfluræktun.

20. nóvember, klukkan 11-13, verður listasmiðja fyrir krakka í garðskálanum.

5. desember, klukkan 11, verður vetrarfuglaskoðun í garðinum í samstarfi við Fuglavernd.

Bókanir og nánari upp­lýsingar fást hjá Björk Þorleifsdóttur í síma 411 8650 virka daga klukkan 9 til 15 eða á botgard@reykjavik.is.

Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...