Ný reglugerð um áburðarvörur
Ný reglugerð um áburðarvörur hefur verið innleidd hér á landi. Reglugerðin er númer 2019/1009/ EB og er innleidd með reglugerð 543/2024 og hefur því tekið gildi á Íslandi.
Meginmarkmið reglugerðarinnar er að ná fram betri nýtingu á plöntunæringarefnum t.d. með endurnýtingu þeirra eða bæta upptöku þeirra með jarðvegsbætum.
Reglugerðin skilgreinir áburðarvörur með eftirfarandi hætti:
„áburðarvara“: efni, blanda,örvera eða annað efni sem er borið á eða ætlað til að bera á plöntur eða rótarhvolf þeirra eða á sveppi eða jarðveginn umhverfis sveppina (e. mycosphere) eða ætlað til að mynda rótarhvolfið eða jarðveginn umhverfis sveppina, annaðhvort ein og sér eða blönduð með öðru efni, í þeim tilgangi að veita plöntum eða sveppum næringu eða bæta næringarnýtni þeirra,
Hér eru komnar nýjar nálganir varðandi þennan vöruflokk. Það eru ekki bara plöntunæringarefni sem reglugerðin nær yfir, heldur einnig yfir næringarefni sveppa og þörunga. Einnig nær hún yfir öll þau efni sem auka næringarnýtni plantna eða bæta vaxtarskilyrði þeirra með margvíslegum hætti.
Skilgreining á áburði er aftur á móti eftirfarandi:
„áburður“: efni sem er fyrst og fremst notað sem næring fyrir plöntur. Þannig að þessi reglugerð nær yfir víðtækara svið en fyrri reglugerðir.
CE-merking
Meginbreytingin sem verður með gildistöku þessar reglugerðar er að nú skulu allar vörur sem falla undir hana vera CE-merktar ESB áburðarvörur.
Þessar vörur skulu hafa undir gengist samræmismat af vottuðum samræmismatsstofum, sem hafa fengið viðurkenningu af viðkomandi yfirvöldum og verið settar á skrá hjá Framkvæmdastjórn ESB og fengið skráningarnúmer. CEmerkið skal fest á merkingu áburðarins og því skal fylgja skráningarnúmer samræmismatsstofunnar sem vottaði áburðarvöruna.
Merkið skal vera óafmáanlegt á umbúðum eða á fylgiskjali með áburði í lausu og fest á áður en varan fer á markað.
Samræmismatsstofan skal útbúa ESBsamræmismatsyfirlýsingu sem á að fylgja vörunni á markaði og á m.a að vera aðgengileg kaupendum.
Áburðarfyrirtæki og helstu skyldur þeirra.
Áburðarfyrirtækjum má skipta í þrjá flokka:
- Framleiðendur: Þau fyrirtæki sem framleiða áburðarvörur.
- Innflytjendur: Þau fyrirtæki sem flytja áburðarvörur inn á EESsvæðið t.d. frá Bretlandi.
- Dreifingaraðilar: Þau fyrirtæki sem sjá um dreifingu áburðarvara til lokanotenda eða annarra dreifingaraðila.
Framleiðendur
Framleiðendur framleiða áburðarvörur og skulu sjá til þess að þær standist kröfur reglugerðarinnar og láta útbúa tæknigögn og samræmismat hjá samræmis matsstofu. Á grundvelli þessa er CEmerkið fest á merkingu áburðarins. Þeir eru ábyrgir fyrir öryggi vörunnar og skulu innkalla hana eða taka af markaði sé varan ekki örugg.
Framleiðendur skulu tryggja að allar merkingarupplýsingar fylgi með á áföstum merkimiða eða á fylgiskjölum sé áburðurinn í lausu. Merkingarnar eiga að vera á tungumáli sem er auðskilið lokanotanda. Þær skulu vera skýrar, skiljanlegar og auðlæsilegar.
Framleiðendur skulu afhenda lögbæru landsyfirvaldi (Matvælastofnun) allar upplýsingar og skjöl á rafrænu eða pappírsformi og vinna með yfirvöldum til að útiloka áhættu sem getur stafað af áburði sem þeir hafa markaðssett.
Innflytjendur
Innflytjendur hafa hliðstæðar skyldur og framleiðendur.
Hafa ber í huga að þeir eru að flytja vöru inn á EESsvæðið og þeim ber því að uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til framleiðenda.
Dreifingaraðilar
Dreifingaraðilar skulu gæta þess að kröfur þessarar reglugerðar séu uppfylltar. Þeir skulu tryggja að vörunni fylgi tilskilin skjöl og merkingar, sem eru á tungu máli sem er auðskilið fyrir loka notandann. Standist varan ekki kröfur reglugerðarinnar má ekki bjóða hana á markaði og verður dreifingaraðilinn í þeim tilfellum að upplýsa um hættuna og innkalla hana eða taka af markaði.
Áburðarvörur skulu geymdar við öruggar aðstæður.
Dreifingaraðilar skulu afhenda lögbæru landsyfirvaldi allar upp lýsingar um áburðarvöruna til að sýna fram á að hún sé í samræmi við reglugerðina.
Þeir skulu vinna með lögbærum yfirvöldum komi í ljós að áburðar varan stenst ekki kröfur.
Vöruvirkniflokkar áburðarvara eru sjö:
- Áburður (gefur frá sér næringarefni fyrir plöntur), skiptist í 3 flokka:
- Lífrænn áburður:
- Skal innihalda: lífrænt kolefni (C) og næringarefni eingöngu af lífrænum uppruna
- Á föstu formi
- Fljótandi formi (lífrænn áburðarvökvi)
- Blanda af lífrænum áburði og ólífrænum áburði
- Skal innihalda:
- Eina eða fleiri ólífrænar áburðartegundir (jarðefnaáburð) og
- Einn eða fleiri efniviði sem innihalda lífrænt kolefni og næringarefni af lífrænum uppruna
- Á föstu formi
- Fljótandi formi (áburðarvökvi)
- Skal innihalda:
- 1.C. Ólífrænn áburður
- Ólífrænn áburður með meginnæringarefnum skal miða að því að veita plöntum eða sveppum eitt eða fleiri eftirfarandi næringarefna:
- Aðalræningarefnin: N, P og K
- Aukanæringarefnin: Ca, Mg, Na og S
- Fastur með meginnæringarefnum
- Eingildur, með eitt næringarefni
- Fjölgildur, með tvö eða fleiri næringarefni
- Fljótandi með meginnæringarefnum
- Eingildur, með eitt næringarefni • Fjölgildur, með fleiri en eitt næringarefni.
- Snefilefnaáburður (B, Co, Cu, Fe, Mn, Mo, Zn)
- Eingildur, með einu snefilefni
- Fjölgildur, með fleiri en einu snefilefni.
- Ólífrænn áburður með meginnæringarefnum skal miða að því að veita plöntum eða sveppum eitt eða fleiri eftirfarandi næringarefna:
- Lífrænn áburður:
- Kölkunarefni
- Lagfæra sýrustig jarðvegs (oftast til hækkunar)
- Innihalda oxíð, hýdroxíð, karbónöt eða síliköt af Ca eða Mg
- Jarðvegsbætar
- Lífrænir jarðvegsbætar:
- Eingöngu af lífrænum uppruna
- Geta verið mór, leónardít (lífrænt set með moldarsýru og brúnkol)
- – ekki steingerð efni
- Ólífrænir jarðvegsbætar:
- Skulu vera aðrir en lífrænir jarðvegsbætar (ekki nánar skilgreindir enn)
- Skulu vera aðrir en lífrænir jarðvegsbætar (ekki nánar skilgreindir enn)
- Lífrænir jarðvegsbætar:
- Ræktunarefni
- Skal vera ESB-áburðarvara, önnur en jarðvegur á notkunarstað, sem hefur það hlutverk að plöntur (þ.m.t. þörungar) og sveppir vaxa í því.
- Skal vera ESB-áburðarvara, önnur en jarðvegur á notkunarstað, sem hefur það hlutverk að plöntur (þ.m.t. þörungar) og sveppir vaxa í því.
- Latar
- Letja niðurbrot N-sambanda þannig að nýting þeirra verður betri.
- Letja niðurbrot N-sambanda þannig að nýting þeirra verður betri.
- Plöntulíförvi (Biostimulant)
- Örva næringarnýtni plantna
- Auka þol gegn álagi
- Auka gæði
- Auka aðgengi að næringarefnum
- 6.A. Överur sem plöntulíförvi.
- 6.B. Annar plöntulíförvi án örvera.
- Áburðarvörublanda
- Blanda vöruvirkniflokka sem taldir eru upp hér að ofan.
- Hver efnisþáttur þarf að hafa farið í gegnum samræmismat.
- Samræmismatsyfirlýsing þarf að fylgja vörunni fyrir hvern efnisþátt.
Vikmörk næringarefna í áburði
Leyfð vikmörk eru til að gefa svigrúm fyrir frávik í framleiðslu, í dreifingarkeðju, sýnatöku og greiningu.
Vikmörkin eru jákvæð og neikvæð gildi, en voru áður einungis neikvæð gildi. Þessi breyting gefur ekki tilefni til jafnmikillar sýnatöku og verið hefur hingað til.
Vikmörk fyrir einstök efni í ólífrænum áburði:
- Köfnunarefni (N): 20%, en að hámarki 1,5 prósentustig
- Fosfórpentoxíð (P2O5): 20% að hámarki 1,5 prósentustig
- Kalíoxíð (K2O): 20% að hámarki 1,5 prósentustig.
Óæskileg efni með hámarksgildi:
Reglugerðin setur mörk á óæskileg efni í áburði, en fyrir utan kadmíum voru engin slík mörk í fyrri reglugerðum. Þessi efni eru eftirfarandi:
Kadmíum (Cd) en um það gilda ákveðnar íslenskar reglur. Sexgilt króm (Cr VI), kvikasilfur (Hg), nikkel (Ni), blý (Pb), arsen (As), bíúret, perklórat.
Einnig kopar (Cu) og sink (Zn) séu þau ekki viðbætt sem snefilefni.
Salmonella og iðragerlar verða að vera mældar í lífrænum áburðarvörum.
Salmonella má ekki greinast og iðragerlar ekki fara yfir ákveðin mörk.