Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Acenta+ 4wd CV.
Acenta+ 4wd CV.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 2. maí 2016

Nýr mikið breyttur og kraftmikill Nissan Navara

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 16. apríl frumsýndi BL nýjan mikið breyttan Nissan Navara. Bíllinn er með 2300 cc. dísilvél sem á að skila 190 hestöflum eða 160 hestöflum.
 
Helgina fyrir frumsýningu gafst mér kostur á að prófa bílinn sem er með 190 hestafla vélinni og varð ekki fyrir vonbrigðum. 
 
Óvenjulegt að pallbíll sé á gormafjöðrun að aftan
 
Flestir sambærilegir pallbílar eru á fjöðrum að aftan og frekar stífir þegar ekkert er á pallinum, en Navara er með gormafjöðrun að aftan sem gerir hann mjúkan í fjöðrun og þægilegan í akstri. Þrátt fyrir að vera með gormafjöðrun er burðargetan 1.062 kg. Stór og kraftmikil vélin gefur góða snerpu og gott tog og má Navara draga kerru með hemlabúnaði sem er allt að 3.500 kg. (sem er hámark sem má draga á 50 mm dráttarkúlu). Pallurinn er 157 cm langur og 153 á breidd. Á pallinum eru færanlegar festingar í sleðum sem gefur meira öryggi fyrir farangur sem festa þarf vel.
 
Fjórar mismunandi tegundir af Navara
 
Bíllinn sem ég prófaði var Navara Acenta+ og er næstdýrasti bíllinn í flotanum. Ódýrasti bíllinn er beinskiptur 160 hestöfl og á 16 tommu stálfelgum sem kostar 5.790.000, en Acenta+ kemur á 18 tommu álfelgum á dekkjastærðinni 255/60-18, en ber vel að dekkin séu stækkuð um þrjú númer upp í 275/65-18. Í Acenta+ er mikið af aukabúnaði s.s. dráttarkrókur, upphitaðir hliðarspeglar, þakbogar og fleira. 
 
Í prufuakstrinum kom fjöðrunin vel út á malarvegum
 
Ég byrjaði á að aka bílnum um 30 km innanbæjar, en eftir að ég fór yfir fyrstu hraðahindrunina þar sem mér fannst bíllinn óvenju þíður af pallbíl að vera, þræddi ég allar gerðir af hraðahindrunum borgarinnar og minnist ég þess ekki að hafa ekið mýkri bíl yfir þær. 
 
Á þessum innanbæjarakstri sagði aksturstölvan mér að eldsneytiseyðsla mín væri 9,2 lítrar af dísilolíu miðað við 100 km akstur. Næst var það langkeyrsla og prófun á malarvegi. Malarvegurinn sem ég nota oft í prufukeyrslum er holóttur og grófur, en þar sem ég fann nánast ekkert fyrir holunum valdi ég mér enn grófari malarslóða til að prófa á. 
 
Veghljóð var sáralítið inn í bílinn og fjöðrunin hreinlega át allt grjótið og holurnar í vondum slóðanum. Eftir aksturinn sagði aksturstölvan mér að ég hefði verið að eyða 8,5 lítrum í blönduðum akstri, en meðalhraðinn var 43 km á klukkustund. Miðað við stærð vélarinnar finnst mér þetta ekki mikil eyðsla.
 
Lokaorðin – að mestu lof
 
Ég hef sett út á ef bílar eru ekki með réttan ljósaútbúnað. Miðað við íslensk lög þá er Navara þannig útbúinn að smá tírur kvikna þegar bíllinn er settur í gang, en ef maður kveikir ljósin og hefur þau þannig er bíllinn alltaf löglegur í umferð. 
 
Varadekk er í fullri stærð undir pallinum. 
Utan á krómuðum hliðar­speglunum eru flott stefnuljós sem hæfa bílnum vel. Eins og áður sagði er ódýrasti Nissan Navara bíllinn á verði frá 5.790.000 kr. en sá dýrasti á 7.690.000 kr. Bíllinn sem ég prófaði og myndirnar eru af kostar 7.190.000. Nánar er hægt að fræðast um Nissan Navara á vefsíðunni www.bl.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd: 1.948 kg
 
Hæð: 1.840 mm
 
Breidd: 1.850 mm
 
Lengd: 5.330mm

 

5 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...