Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skaginn frá Skipaskaga, sem er í öðru sæti.
Skaginn frá Skipaskaga, sem er í öðru sæti.
Á faglegum nótum 16. nóvember 2017

Ræktunarmenn ársins 2017

Höfundur: Þorvaldur Kristjánsson
Eins og mörgum er í fersku minni tilnefndi Fagráð í hrossarækt alls 11 ræktunarbú eða aðila til sérstakrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi ræktunar­árangur á árinu 2017. Heiðurs­viðurkenninguna  ræktunarmenn ársins 2017 hlutu Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson í Efsta-Seli, á uppskeruhátíð hestamanna þann 28. október síðastliðinn.
 
Mikill fjöldi búa náði afgerandi góðum árangri á sýningaárinu 2017. Val Fagráðs er því aldrei auðvelt, s.s. hvar á að draga mörkin hverju sinni í fjölda tilnefndra búa en þar er ekki um fasta tölu að ræða milli ára enda oft lítið sem aðskilur eftirtektarverð bú og árangur þeirra. Tilnefningar Fagráðs eru fyrst og síðast hvatning og verðskuldað hrós en ekki til þess gerðar að ýta undir „keppnisvæðingu“ í hrossarækt og kynbótadómum. Kynbótadómar hrossa eru alltaf fyrst og síðast dómar búfjár og grunntilgangurinn að afla upplýsinga sem nýtast öllum ræktendum jafnt og eru grunnur að kynbótaspá/kynbótamati íslenskra hrossa hvar sem er í heiminum. Því fleiri hross sem dæmd eru því sterkari og öruggari gagnaöflun og spá um gildi gripa fyrir ræktunarstarfið.
 
Til að afmarka val ræktunarbúa og leiða að niðurstöðu eru fyrst tilgreind öll hrossaræktarbú eða aðilar sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu. Að auki verða minnst tvö að hafa náð aðaleinkunn 8,0 eða hærra. Þá eru einkunnir leiðréttar eftir aldri og kyni líkt og gert er við kynbótamatsútreikninga. Þetta gerir allar einkunnir samanburðarhæfar áður en búunum er svo raðað upp eftir leiðréttum einkunnum og fjölda sýndra hrossa. Þá reiknast afkvæmaverðlaunahross (stóðhestar og hryssur) til stiga fyrir sína ræktendur samkvæmt föstum reglum þar um.
 
Í meðfylgjandi töflu eru öll búin, 62 að tölu, sem uppfylltu kröfur um fjögur fulldæmd hross og minnst tvö yfir 8 á sýningarárinu 2017. Dálkarnir sýna meðaltal leiðréttrar aðaleinkunnar og fjölda fullsýndra hrossa, þ.e. fjölda hrossa að baki meðaltölum. Þá er sérstaklega tilgreint í síðasta dálknum ef afkvæmahross leggja til stiga fyrir búið á árinu. Efst í töflunni eru þau ellefu bú sem tilnefnd voru til viðurkenningarinnar í ár í þeim sætum sem útreiknuð stig raðaði þeim í en þar fyrir neðan eru búin sem komust auk þeirra til greina í ár í stafrófsröð. 
 
Smellið á töfluna til að stækka hana.
 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...