Risalaufblað af aspartré í Svarfaðardal
Valur Freyr Sveinsson sem býr á Melum í Svarfaðardal sendi Bændablaðinu myndir af óvenjulega stóru asparlaufblaði sem hann fann ásamt systur sinni og ömmu á dögunum.
„Ég, amma Svana og systir mín Svanbjörg vorum að hreinsa gróðrarreit fyrir neðan íbúðarhúsið heima er við sáum ungt tré, ca. 3-4 metra hátt, sem þurfti að fjarlægja. Tréð var rótarskot af asparrót. Er við komum nær sáum við þessi risalauf á stærð við haus.
Svo mikil hefur gróskan verið í sumar að rótarskot hafa vaxið 3 metra og lauf um 30 cm. Amma sagðist aldrei séð annað eins áður og þó hefur hún lifað í 65 ár. Við klipptum á stofninn og mældum nokkur lauf. Stærsta laufið var 35,5 cm á lengd og 24,5 cm á breidd, og það er laufið sem sýnt er á myndunum.”