Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Chetra T40 er stærsta jarðýtan sem framleidd er í Rússlandi og er tæp 65 tonn að þyngd.
Chetra T40 er stærsta jarðýtan sem framleidd er í Rússlandi og er tæp 65 tonn að þyngd.
Á faglegum nótum 28. maí 2019

Rússar vel gjaldgengir í framleiðslu á jarðýtum

Rússar framleiða kannski ekki stærstu jarðýtur í heimi, en samt alveg þokkalegar vélar eins og Chetra T40 sem er þeirra stærsta ýta. 
 
Rússar selja Chetra til meira en 30 landa í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum, Suðaustur-Asíu og á heimamarkaði í Rússlandi og í Úkraínu, Kasakstan, Kyrgyzstan og í Úsbekistan.
 
Chetra er einn af stærstu framleiðendunum í Rússlandi í smíði stórra vinnuvéla. Framleiðir fyrirtækið níu gerðir af jarðýtum frá 150 og upp í 590 hestöfl. Minnsta ýtan er Chetra T6, sem er 9,4 tonn að þyngd.
 
Vökvakerfið kemur frá evrópskum og amerískum framleiðendum. Vökvaskiptur gírkassi léttir mönnum líka störfin svo ekki þarf nein vöðvastælt heljarmenni til að stjórna þessum gripum. Miðað er við að vélarnar séu líka auðveldar í viðhaldi og einfalt að gera við þær. 
 
Vegur nær 65 tonn
 
Chetra T40 vegur 64.600 kg með tönn og ripper. Jarðvegsþrýstingur á hefðbundnum 71 sentímetra breiðum beltum er 1,17 kg á fersentímetra sem er heldur minna en Chetra T25 sem er 16 tonnum léttari vél, en hún er líka á 10 sentímetra mjórri beltum. 
 
Chetra T40 er með Cummins QSK19-C650 mótor sem skilar 435 kílówöttum (kW), eða 590 hestöflum. 
Lengdin á vélinni er 6.050 millimetrar (6,05 metrar) og breiddin er 3.296 mm, eða 3,2 metrar. Hæðin er 4.250 mm.
 
Pólverjar með svipaða vél
 
Mjög sambærileg jarðýta í stærð og gerð er Dressta TD-40E Extra frá fyrirtækinu Liugong Dressta Machinery, sem framleiddar eru í Stalowa Wola verksmiðjunum í Póllandi. Tæki frá þessu fyrirtæki eru seld í Mið-Evrópu undir nafninu Huta Stalowa Wola (HSW). Dressta TD-40E er einnig með Cummins mótor, en heldur kraftminni, eða 515 hestöfl.  Hún er samt örlítið stærri en sú rússneska, eða 67,7 tonn og telst vera fimmta stærsta jarðýta í heimi. 
 
Þótt Rússar framleiði þokkalega stórar jarðýtur, þá er samt ekkert sem slær út Komatsu D475D-5E0 frá Japan. Hún er meira en tvöfalt þyngri og kraftmeiri en stærsta ýta Rússa. 
 
Til samanburðar er stærsta ýta heims hin japanska Komatsu D575A-3SD, nær 152 tonn að þyngd og með 1.150 hestafla vél. Hin rússneska Chetra T40 nær því ekki að vera hálfdrættingur á við þennann risa frá Komatsu, hvorki í þyngd né afli.
 
Stærsta ýta Bandaríkjamanna er Caterpillar D11R, sem er tæp 113 tonn og með 935 hestafla mótor.
 

Skylt efni: jarðýtur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...