Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Begóníur með blönduðum litum.
Begóníur með blönduðum litum.
Á faglegum nótum 22. maí 2019

Skáblað í garðinn og stofuna

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Áhugafólk um pottaplöntur, sem hefur farið mjög fjölgandi undanfarin misseri og ár, þekkir vel til ýmissa afbrigða begónía. Þessar blómríku plöntur bjóða upp á mikið litaúrval og ekki spillir fyrir að laufblöðin eru oft mjög litrík og sérkennileg.

Þau eru ólík blöðum flestra annarra plantna því annar helmingur hvers laufblaðs er stærri en hinn og gefur það plöntunni óvenjulegt útlit. Af þessu útlitseinkenni er íslenska heitið skáblað dregið. Annað sem gerir laufblöðin ólík öðrum algengum plöntum er að hægt er að skera búta af þeim og nota sem græðlinga til fjölgunar. Begónía, eða öllu heldur skáblað, hefur stökka stöngla og blaðstilka sem geta verið nokkuð brothættir og ætti því að meðhöndla þær varlega við umpottun og gróðursetningu.

Begónía. Laufblöðin eru oft mjög litrík og sérkennileg. 

 

Blómríkt garðskrúð

Útibegóníur sem hér fást eru af harðgerðari yrkjahópum en þær sem notaðar eru sem stofublóm. Þær hafa verið í boði á vorin og sumrin í garðplöntustöðvum og blómaverslunum og njóta sífellt meiri vinsælda. Þegar frosthætta er liðin hjá er tilvalið að setja þær í blómaker á valda staði í heimilisgarðinn, til dæmis á veröndina eða hlý  blómabeð, þó ekki nauðsynlega þar sem birtan er mest því þetta eru hálfgerðar skuggaplöntur. Litaúrvalið er mikið en mest ber á rauðum, hvítum og bleikum blómum.

Tveir tegundahópar eru algengastir, annars vegar „Elatior“ og hins vegar „Semperflorens“. Sú fyrri verður hávaxnari, með uppréttum blómum og er algengari í ræktun. Hin tegundin er talin harðgerðari í görðum hér og er fremur lágvaxin og ber blómin á hangandi blómstilkum. Báðar gerðirnar fást í mörgum litum, fylltar og einfaldar og eru mikil garðaprýði yfir sumartímann.

Þessar tegundir hafa verið notaðar sem pottaplöntur en reynslan hefur sýnt að þær standa mun lengur í blóma utanhúss, þar sem er svalara en inni og þær verða hraustar og fallegar allt sumarið. Til að svo verði þurfa þær góða gróðurmold, skjól og jafna vökvun, en rætur plantnanna eru fíngerðar og ekki ýkja kröftugar.

Begóníur eru til í fjölda lita.

 

Kóngaskáblað er stofublóm

Sömu tegundir má nota sem stofublóm en þar koma einnig aðrar gerðir við sögu og er meiri áhersla lögð á blaðlögun, blaðstærð og liti þeirra. Hér er aðallega notað kóngaskáblað, sem er samheiti yfir hóp blendinga og fæst í ótal afbrigðum, sérstaklega hvað varðar lit og oft furðulega snúna lögun laufblaðanna. Þau eru líka sérkennilega loðin og hrjúf á neðra borði. Plönturnar þola vel að vera klipptar niður öðru hvoru til að þær viðhaldi fallegri lögun og þéttu vaxtarlagi.

Kóngaskáblað myndar auðveldlega nýja sprota eftir klippingu.  Það sem helst er til vandræða er að lofthiti innanhúss er yfirleitt í hærri kantinum, sérstaklega fyrir þær sem eiga að blómstra mikið. Hitastig á milli 15 og 22°C hentar henni best. Loftraki í heimahúsum er einnig í lægri kantinum fyrir þær. Kóngaskáblað ætti ekki að standa í beinni sól nema kannski á veturna. Sé plantan höfð í víðum potti getur hún náð álitlegri stærð, myndað allþykkan jarðstöngul og lifað árum saman. Kóngaskáblað þarf minni áburðargjöf en margar aðrar „grænar“ pottaplöntur og best er ef hún er vökvuð neðan frá, í pottahlífina og umframvatni hellt af henni þegar jarðvegurinn er orðinn rakur.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...