Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sportlegur, kraftmikill og lipur
Á faglegum nótum 22. júlí 2014

Sportlegur, kraftmikill og lipur

Höfundur: Hjörtur

Í undanförnum bílapistlum hef ég verið að prófa ódýra og sparneytna bíla til viðhalds og reksturs. Benz-bílar hafa hingað til ekki verið taldir fyrir hvern sem er en á seinni árum hafa framleiðendur Benz komið með bíla sem eru bæði ódýrir og hagstæðir í rekstri. Benz-bílar hafa ávallt verið taldir bílar sem hafa mikla endingu og fremur lága bilanatíðni. Á dögunum prófaði ég Benz GLA Class 200, sportlegan fjórhjóladrifin bíl sem kostar ekki mikið.

Hættulega þægilegur

Ég hafði hugsað mér stuttan rúnt austur fyrir fjall, en ég gat bara ekkert að því gert að stutti rúnturinn endaði á að vera á Flúðir og til baka af því að það var svo skemmtilegt að keyra bílinn.

Fljótlega skynjaði ég það að maður varð að keyra GLA Class í langkeyrslu með hraðastillinn á (cruise control), án þess er ökuskírteinið í hættu á góðum vegi þar sem maður finnur lítið fyrir hraðanum á þessum bíl (stóð sjálfan mig nokkrum sinnum að því að vera komin vel hægra megin við hundrað haldandi mig vera á löglegum hraða). Hins vegar er fjöðrunin svo góð að eftir því sem hraðinn eykst liggur bíllinn alltaf betur og betur á veginum, hættulegt gagnvart ökuskírteininu.

Margar útfærslur á vélum í GLA Class

Bíllinn sem ég prófaði var með smæstu vélinni (GLA 200, 136 hp.), en val er um margar stærðir véla með hestöfl frá 136 hestöflum upp í 360 hestöfl. Fyrir mína parta var þessi vélarstærð nægileg fyrir mig, en ef maður er oft með aftanívagn og fullhlaðin bíl mundi ég velja GLA 220 sem er með 170 hestafla vél. Hins vegar sá ég að samkvæmt aksturstölvunni var ég að eyða 5,4 lítrum á hundraðið í langkeyrslu og um 7,5 í innanbæjarakstri sem er töluvert minna en ég hafði haldið að svona þungur bíll ætti að eyða á mínu aksturslagi.

Mjög vel hljóðeinangraður gagnvart utanaðkomandi hljóðum

Eins og alla aðra bíla prófaði ég bílinn á möl og kom það mér á óvart hversu lítill hávaði af mölinni sem kom undir bílinn heyrðist inn í bílinn. Einnig í eitt skipti var ég staddur á rauðu ljósi og við hliðina á mér var Porsche sem gaf vel í til að sýna mér kraftinn, en halda hefði mátt að sá bíll hefði verið rafmagnsbíll því að ekkert heyrðist í honum fyrr en ég skrúfaði niður rúðuna.


Varðandi malarvegaaksturinn fannst mér fjöðrunin taka vel þessar dæmigerðu pollaholur og veggrip almennt mjög gott.

Verð og búnaður kemur á óvart

Eftir að hafa keyrt Benz GLA Class rúma tvöhundruð kílómetra verð ég að taka undir orð vinar míns sem sagði:
„Eftir að þú hefur keyrt Benz er allt annað eftirlíkingar.“

Ég get ekki neitað því að þessi prufuakstur var einhver sá þægilegasti sem ég hef tekið, þvílíkur unaður að keyra þennan bíl.

Þrátt fyrir að bíllinn hafi verið góður fannst mér hann ekki óaðfinnanlegur því að ég hefði viljað sitja hærra í bílnum, hliðarspeglarnir mættu vera stærri og farangursrýmið mætti vera það stórt að koma mætti fyrir tveim golfsettum, en ekki bara smæstu golfsettum. Einnig hefði ég viljað hafa varadekk í stað loftdælunnar og viðgerðarvökvans.

Verð er frá 6.750.000

Svo margar útfærslur á Benz GLA er hægt að fá að ekki er pláss fyrir að fara yfir það hér lið fyrir lið (mismunandi vélar, innrétting, öryggisbúnaður og fl. s.s. aukahluti), en þess í stað vil ég benda á sölumenn Öskju eða vefsíðuna hjá Benz-umboðinu sem er Askja á slóðinni www.askja.is.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...