Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Túlípanar  um jólin
Á faglegum nótum 21. desember 2021

Túlípanar um jólin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vöndur með rauðum og hvítum túlípönum, grenigreinum og jólaskrauti eru uppáhald jólasveinanna enda afskaplega falleg skreyting í vasa yfir jólahátíðina og fram á nýja árið.

Ráðlegt er fyrir jólasveina og aðra sem fá sér túlípana fyrir jól að sem stystur tími líði frá því að túlípanarnir eru keyptir og þar til þeim er komið í hreinan vasa með volgu vatni.

Ef kalt er í veðri eins og oft er í desember skal láta vefja blómunum inn í pappír til að verja þau fyrir mesta kuldanum á leiðinni á áfangastað.

Gott er að skáskera aðeins neðan af blómstilkunum með beittum hnífi áður en þeir eru settir í vasann og nota skal blómanæringu fylgi hún með í kaupunum. Einnig skal skipta um vatn annað slagið svo að það fúlni ekki.

Afskorin blóm standa best við lágt hitastig og því skal varast að láta þau standa nálægt miðstöðvarofni. Ekki er heldur ráðlegt að láta þau standa nálægt ávöxtum þar sem þeir gefa frá sér gufur sem flýta fyrir hnignun túlípananna.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...