Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Honda Civic Prestige.
Honda Civic Prestige.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 17. október 2017

Út að leika á 182 hestafla Honda Civic

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Honda Civic kom fyrst á markað 1972, þá þótti það nýjung að vera með framhjóladrifna bíla og var þessum litla Honda Civic líkt við Breska Austin Mini bílinn, en vélin var eitthvað kraftmeiri en í Mini. 
 
Nú 45 árum seinna er enn einn nýr Civic kominn og nú með 182 hestöfl. Ég tók skemmtilegan hring á bílnum fyrir stuttu.
 
Framandi útlit og hönnun
 
Að keyra bílinn frá Bernhard í Bústaðahverfið þar sem ég bý fannst mér eins og að ég sæti á götunni því svo lágt situr maður í bílnum. Eftir aðeins nokkur hundruð metra var mér farið að líða vel í bílnum, þægilegur í akstri og krafturinn var bara skemmtilegur, þessi prufuakstur lofaði góðu. Að horfa á bílinn í innkeyrslunni hjá mér út um eldhúsgluggann og virða fyrir mér framandi útlit bílsins var það fyrsta sem mér datt í hug brot úr Batman-mynd þar sem skot myndavélarinnar var yfir bílaflota Batmans og í huganum fannst mér að bæði litur og útlit Honda Civic hefði fallið vel inn í þetta faratækjasafn Batmans.
 
Prufuaksturinn miðaðist að mestu við malbik
 
Út frá hönnun bílsins er greinilegt að þessi bíll er ekki sá besti til aksturs á holóttum malarvegum, en eins og alltaf prófaði ég bílinn á möl. Á tiltölulega góðum malarvegi með lausu yfirborði kom það mér á óvart að mjög lítið malarvegahljóð kom upp undir bílinn og fjöðrunin var góð, bíllinn liggur vel á lausu yfirborði, en hæð undir framendann á bílnum gerir það að verkum að ekki mega vera miklar holur á veginum svo að steinar, sem oft myndast á miðju malarvega, nái ekki upp undir lægsta punkt. 
 
Á malbiki er Honda Civic hreint draumur, liggur vel í öllum beygjum og hreint ótrúlegt hvað bíllinn er skemmtilegur inn og út úr beygjum. Þrátt fyrir að ég hafi nánast alfarið haldið mig á malbiki náði ég að rispa undir lægsta punkt á malbikuðum veginum heim að Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd þar sem kantarnir eru svo signir undan umferð að á miðju vegarins er hryggur.
 
Kostir og gallar
 
Séu kostirnir teknir fyrst þá er akreinalesarinn og blindhornsvarinn þeir hlutir sem ég var hrifnastur af.
Þráðlaust hleðslukerfi fyrir farsíma er í bílnum (setti síma í hleðslu sem var með 75% hleðslu og um 30 mín. síðar var síminn kominn í 100%), einnig eru tenglar fyrir hleðslutæki með snúrum og hitari í aftursætum. 
 
Bakkmyndavélin sýnir vel aftur fyrir bílinn og á sama skjá er leiðsögukerfi og útvarpið og fyrir mig, tölvuheftan manninn, fannst mér þægilegt að nota þetta og breyta.  
 
Eyðslan er ekki mikil, en uppgefin eyðsla á hverja 100 km í blönduðum akstri er á bilinu 5,8–6,1 lítri. Mín eyðsla í blönduðum akstri var 7,7 lítrar, sem er að mínu mati mjög gott þar sem mér leiddist ekki að gefa bílnum vel inn út úr hverri einustu beygju. 
 
Ljósatakkinn er þannig að maður kveikir ljósin þegar maður kaupir bílinn og slekkur aldrei aftur (vegna laga um ljósaskyldu allan hringinn alltaf). Bíllinn slekkur öll ljós þegar honum er læst og því hægt að vera alltaf með ljósarofann stilltan á full ljós.
 
Ókostir eru hvað lágt er undir bílinn að framan (12,9 cm) og í honum er ekkert varadekk.
 
Verð ekki hátt miðað við gæði
 
Bíllinn sem ég prófaði heitir Honda Civic Prestige og kostar 4.390.000, en ódýrasti Civic er frá 3.920.000, en sá dýrasti á 4.790.000. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Honda-bíla á vefsíðunni www.honda.is. 
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.334 kg
Hæð 1.421 mm
Breidd 1.800 mm
Lengd 4.497 mm
 
 

 

7 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...