Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þingfulltrúar deildar landeldis á búgreinaþingi 2023. Þórarinn Ólafsson frá ILFS, Þorvaldur Arnarsson frá Landeldi, Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo, Jón Kjartan Jónsson frá Samherja og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi.
Þingfulltrúar deildar landeldis á búgreinaþingi 2023. Þórarinn Ólafsson frá ILFS, Þorvaldur Arnarsson frá Landeldi, Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo, Jón Kjartan Jónsson frá Samherja og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi.
Af vettvangi Bændasamtakana 15. mars 2023

Endurnýting eldisúrgangs til áburðargerðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands (BÍ) var þátttakandi á búgreinaþingi 2023 sem haldið 22. og 23. febrúar. Deildin var stofnuð síðasta sumar, en þá var einungis fiskeldisfyrirtækið Landeldi hf. innan deildarinnar.

Fyrir búgreinaþing varð fyrirtækið Geo Salmo aðili að deildinni og eftir þing bættist fyrirtækið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) við.

Þorvaldur Arnarsson, verkefnisstjóri hjá Landeldi, var endurkjörinn formaður deildarinnar á þinginu og verður fulltrúi hennar á Búnaðarþingi 2023. Í stjórn með honum eru Bjarki Már Jóhannsson frá Geo Salmo og Lárus Ásgeirsson frá ILFS.

Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru stofnuð síðasta sumar, á sama tíma og deild landeldis innan BÍ. Aðild að þeim eiga Samherji og Matorka auk þeirra þriggja fyrirtækja sem eru í búgreinadeild BÍ. Við stofnun ELDÍS var viljayfirlýsing undirrituð við BÍ um að vinna sameiginlega að fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu.

„Það sem er efst á baugi hjá okkur er að deildin ætlar að beita sér fyrir bættum ferlum í tengslum við úrvinnslu umsókna til hins opinbera. Þá ætlar deildin að kortleggja lög og reglur um söfnun úrgangs og leggja mat á það hvort og þá hvað gæti hamlað nýsköpun á sviði endurnýtingar eldisúrgangs til áburðargerðar,“ segir Þorvaldur formaður að afloknu búgreinaþingi. Hann verður fulltrúi deildar landeldis á Búnaðarþingi 22. og 23. mars.

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...