Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Myndin sýnir hlutfallslega skiptingu þess fjármagns sem tilheyrir samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar eftir samningsliðum og árum. Við endurskoðunina er gerð breyting á hlutföllum milli beingreiðslna, býlisstuðnings og ullarnýtingar. Hlutföll annarra liða samnings eru óbreytt frá fyrri takt samningsins.
Myndin sýnir hlutfallslega skiptingu þess fjármagns sem tilheyrir samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar eftir samningsliðum og árum. Við endurskoðunina er gerð breyting á hlutföllum milli beingreiðslna, býlisstuðnings og ullarnýtingar. Hlutföll annarra liða samnings eru óbreytt frá fyrri takt samningsins.
Af vettvangi Bændasamtakana 28. febrúar 2024

Endurskoðun sauðfjársamnings

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda.

Þann 17. janúar var skrifað undir samkomulag um endurskoðun búvörusamninga, þar á meðal samning um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar. 

Þegar samingurinn tók gildi árið 2017 var ráðgert að endurskoðun færi fram tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023. 

Fyrri endurskoðuninni var flýtt um eitt ár og tók hún gildi í upphafi árs 2019. Við þá endurskoðun voru gerðar talsverðar breytingar á samningnum, enda stóðu sauðfjárbændur, á þeim tíma, frammi fyrir afkomubresti í kjölfar hruns á afurðaverði haustið 2016 og 2017. Endurskoðunin, sem nú er lokið, er ekki eins umfangsmikil.

Breytingar á sauðfjársamningi

Gerðar voru þrjár meginbreytingar á samningnum:

Beingreiðslur: Hlutfall beingreiðslna sem greiddar eru út á greiðslumark verður 33% af heildarstuðningi til sauðfjárræktar frá og með árinu 2024 og út gildistíma samningsins.

Á móti lækkar hlutfall býlisstuðnings í 16% heildarstuðnings og ullarnýtingargreiðslna í 11,5% heildarstuðnings á sama tímabili.

Býlisstuðningur: Fjölda stærðarflokka eftir gripafjölda í greiðslu býlisstuðnings er fækkað úr sextán flokkum í átta frá og með árinu 2025.

Þá er gerð breyting á hlutföllum milli flokka með það að markmiði að jafna út býlisgreiðslurnar.

Fjárfestingarstuðningur: Ónýttar beingreiðslur í sauðfjárrækt verða frá gildistöku þessa samkomulags nýttar í fjárfestingarstuðning í sauðfjárrækt. Frá sama tíma getur fjárfestingastuðningur numið allt að 40% stofnkostnaðar í stað 20%.

Ekki kosið um samninginn

Ekki var kosið um breytingar á samningnum. Einkum vegna þess að tímarammi til þess þótti of þröngur og mikilvægt að trufla ekki greiðsluflæði til bænda. Þá voru þær breytingar sem gerðar voru í fullu samræmi við fyrri ályktanir deildar sauðfjárbænda innan BÍ sem og ályktanir frá aðalfundum LS undanfarin ár.

Horfum til framtíðar

Árangur af endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar er ásættanlegur enda er stöðugleiki tryggður næstu þrjú árin.

Í samningaferlinu þarf að finna sameiginlegan flöt þar sem allir aðilar ganga sáttir frá borði.

Á það var lögð rík áhersla, af hendi Bændasamtakanna, að hefja nú þegar samtal um starfsumhverfi landbúnaðar í heild sinni til framtíðar. Þar þurfum við sauðfjárbændur að halda áfram að byggja undir framtíð okkar, á sama grunni og verið hefur, þar sem áhersla er lögð á að tryggja sauðfjárbændum laun í samræmi við aðrar starfsstéttir.

Það þarf að skapa stöðugleika í afkomu sauðfjárbænda og byggja á þeim grunni framtíð sauðfjárræktar á öllu landinu. Áfram þarf að efla tollvernd íslenskra landbúnaðarafurða, sú vörn sem tollverndin gefur okkur skapar sóknarfæri og er í fullu samræmi við þær forsendur sem aðrar þjóðir byggja sína landbúnaðarstefnu á. Næsti búvörusamningur mun án vafa snúast í ríkara mæli um áherslur á sviðið loftslagsmála.

Á þeim vettvangi hafa sauðfjárbændur nú þegar náð miklum árangri en hafa líka vilja og getu til þess að gera betur.

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...