Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Norsk skreið.
Norsk skreið.
Af vettvangi Bændasamtakana 10. febrúar 2023

Notkun verndaðra afurðaheita á Íslandi

Höfundur: Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri á markaðssviði BÍ

Í síðustu grein um vernduð afurðaheiti snerist meginmálið um reynslu notenda kerfisins í ESB, frumframleiðenda s.s. bænda og þeirra fyrirtækja sem framleiða úr hráefnum sem landbúnaður leggur til.

Hafliði Halldórsson

Í stuttu máli er reynslan góð og vernduð afurðaheiti auka tekjur, fjölga atvinnutæki færum og hafa jákvæð áhrif á dreifbýl svæði. Notendur kerfisins segja einnig að samningsstaða þeirra hafi styrkst með notkun verndaðra afurðaheita.

Notendur á íslenskum neytendamarkaði

Hverjir nota vernduð afurðaheiti hér heima og selja vörur sem njóta verndar? Í öllum íslenskum verslunarkeðjum má finna vernduð afurðaheiti og sama má segja um heildsölur sem selja sínar vörur til smásölu og inn til veitingahúsa. Þessi fyrirtæki njóta góðs af vernduðum afurðaheitum, sem enn sem komið er má einungis finna á innfluttum matvörum og í víni og brenndum drykkjum.

Vernduð innflutt afurðaheiti rata þannig t.d. inn á matseðla veitingahúsa, sem síðan nefna ekki að þorskurinn sé sannarlega íslensk afurð og veidd úr villtum stofni. Nú eða að íslenski osturinn komi úr mjólk frá kúm úr vernduðum séríslenskum stofni. En auðvitað taka veitingahúsin þetta ekki fram þegar framleiðendur vörunnar gera það ekki sjálfir. Hér blasa augljós tækifæri við og þar sem verslanir og veitingahús nota þegar vernduð heiti má ljóst vera að íslenskar afurðir í kerfinu hljóti að eiga greiða leið í sölu í sömu fyrirtækjum sem fagni því að íslenskum vörum sé gert hærra undir höfði.

Virðisbundin eða kostnaðarbundin verðlagning?

Framleiðslukostnaður á matvöru á Íslandi er hár í alþjóðlegum samanburði, öllum ætti að vera löngu ljóst að við getum ekki keppt í verði við aðrar þjóðir. Heldur frekar í gæðum og því að gildishlaða okkar framleiðsluvörur með öllu því sem getur styrkt samningsstöðu okkar. Vernduð afurðaheiti eru eitt öflugustu verkfæranna til þess að ná slíkri samningsstöðu fyrir vörur eða afurðir sem sannarlega njóta sérstöðu. En það er ekki mögulegt með „gamla laginu“ sem má því miður sjá of mikið af hér heima sem kjarnast í takmarkaðri trú á eigin afurðir t.d. í samkeppni við innfluttar matvörur.

Hér eimir eftir af úreltu verklagi hráefnasölu, sem er unnin á forsendum kaupandans þegar framleiðendur s.s. íslenskar afurðastöðvar í eigu bænda meta sína samningsstöðu einungis út frá kostnaðarbundinni verðlagningu (e. cost based pricing). Fremur en virðisbundinni verðlagningu (e. value based pricing) þá hafa fyrirtækin þegar tapað samtalinu um hæsta mögulega söluverð. Það þarf alltaf að hafa í huga að þó mikið magn matvæla seljist á lágu, niðursettu eða afsláttarverði, þá seljast matvæli líka á háu verði. Jafnvel með áberandi hárri álagningu þar sem framboð og eftirspurn fer saman og gæði og sannarleg sérstaða eru lykilatriði.

Íslenskar umsóknir um vernduð afurðaheiti hjá MAST

Íslenskt lambakjöt er enn sem komið er fyrsta og eina matvaran til að hljóta íslenska upprunatilvísun, sem er nauðsynlegt skref til að fá vel þekkta evrópska PDO (e. Protected Designation Of Origin) en sú umsókn er nú í allra síðustu yfirferð og frétta að vænta fyrir vorið.

Matvælastofnun tekur á móti umsóknum í íslenska hluta verndaðra afurðaheita. Sannast sagna er afar lítið um ferlið að finna á vefsíðu MAST sem ég vil gagnrýna og óska þess að stjórnsýslan gyrði sig í brók því hér eru undir verulegir hagsmunir fyrir íslenska matvöruframleiðslu. Góða texta á mannamáli vantar með öllu, sem og hlekki á viðeigandi ítarefni. Þá telur undirritaður einnig að MAST hafi afgreitt umsókn fyrir vöruflokk sem ekki telst til matvæla og eigi því einfaldlega ekki heima í kerfinu? Hér vísa ég til þess að MAST gaf íslenskri lopapeysu jákvætt svar fyrir íslenskri upprunatilvísun.

Noregur og vernduð afurðaheiti

Eins og flestum er kunnugt eru Norðmenn á sama stað varðandi samstarf og viðskipti við ESB og við Íslendingar, báðar þjóðir taka þátt í EES samstarfinu og tökum upp lög og reglugerðir frá Evrópu án þess að vera í ESB. Norðmenn hafa fagnað kerfi verndaðra afurðaheita og nota kerfið mikið sem hlýtur að opna augu okkar Íslendinga fyrir tækifærunum sem þar má finna.

Í Noregi eru nú 32 vörur og/ eða afurðir sem njóta verndarinnar innanlands, 30 þeirra eru landbúnaðarvörur. Alþjóðlega vernd hafa 5 norskar vörur og/ eða afurðaflokkar fengið. Lofoten lamb, Fenalår þurrkað lambalæri, norskur vodki, norskt ákavíti, og útiþurrkuð skreið frá Lofoten þar sem 21 framleiðandi er að baki skráningunni. Norsk stjórnvöld skammast sín ekkert fyrir að hampa norskum hráefnum og vörum og nota til þess opinbert fé. Rekstur stjórnsýslu verndaðra afurðaheita er ásamt fleiri merkjum sem staðfesta norsk gæði og uppruna í ríkisstofnuninni Norsk Mat sem setur alla áherslu á norska hagsmuni. Nánar á www.beskyttedebetegnelser. no og www.stiftelsennorskmat.no

Áskorun til bænda

Greinar mínar um vernduð afurðaheiti eru ætlaðar til að kveikja á umræðu og aukinni þekkingu um þau en kerfið getur hæglega aukið virði einstakra afurða og bætt rekstrargrundvöll bænda og framleiðslufyrirtækja. Bændur mættu gjarnan velta því fyrir sér hvort þeirra samningsstaða sé nægjanlega góð, og hvort þeirra afurðum og vinnu sé sýnd tilhlýðileg virðing? Hvort nútímaaðferðir í mörkun og aðgreiningu á íslenskum landbúnaðarvörum sé ekki löngu tímabærar? Því nútíminn og fordæmin sýna okkur að gamla lagið í að hugsa eingöngu um landbúnaðarafurðir sem hráefni skilar ekki besta árangri. Okkur vantar að auka stolt fyrir þeim íslensku afurðum, hefðum og vörum sem við sannarlega eigum og eru grunnurinn í okkar matarmenningu. Matarmenningu sem líka er útflutningsvara á diskum ferðamanna. Þetta stolt eiga allar aðrar þjóðir, og engin þjóð tekur að sér að upphefja vörur annarrar þjóðar. Það þurfum við einfaldlega að gera sjálf.

Skylt efni: verndað afurðaheiti

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...