Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aflandshamingja
Skoðun 20. apríl 2016

Aflandshamingja

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það verður nú að segjast eins og er að hin pólitíska umræða á Íslandi í síðustu viku var líkari súrrealískum reyfara en einhverjum veruleika á eldfjallaeyju í miðju Atlantshafi. 
 
Umræðan var á margan hátt athyglisverð og maður spyr sig á hvaða vegferð við Íslendingar erum nú hvað varðar mannleg samskipti. Fúkyrði, heift, hatur og mannorðsmeiðingar sem einkennt hafa umræðuna á samfélagsmiðlum, kunna aldrei góðri lukku að stýra. 
 
Viðbrögð þáverandi forsætisráðherra við ásökunum um að maðkur gæti verið í mysu hans varðandi skráðar peningaeignir fjölskyldumeðlims á eyjunni Tortólu, voru vægast sagt dapurleg. Röng viðbrögð ráðherrans hafa örugglega valdið honum meiri persónuskaða en ef hann hefði einfaldlega staðið upp strax og vikið af vettvangi þegar honum mátti vera ljóst að staðan var óverjandi.
 
Þetta mál virðist ekki snúast um að lögbrot hafi verið framið, enda hefur slíkt hvorki verið sannað né afsannað með óyggjandi hætti. Þar er miklu fremur spurt um siðferði stjórnmálamanna. Varla er hægt að áfellast almenning fyrir að spyrja slíkra spurninga eftir allt sem á undan er gengið. Hins vegar verða spyrjendur þá líka að passa sig að skripla þá ekki á skötunni. Hvert erum við komin í umræðunni ef við beitum t.d. brotum á siðareglum í viðleitni við að sanna siðferðisbrot á aðra?
 
Rétt væri í öllu þessu umróti að líta aðeins um öxl. Það eru nefnilega ekki mörg ár síðan það þótti meiri háttar dyggð að kunna að spila með fjármálakerfinu á erlendum vettvangi. Það átti líka að gera alla Íslendinga að milljarðamæringum. Undir þá vitfirringu kyntu bankar og fjármálastofnanir og ef einhver man það ekki, þá endaði það með hruninu mikla haustið 2008. 
 
Ein helsta undirrót þess hversu illa fór fyrir skuldsettum almenningi í landinu við það hrun, var verðtryggingin. Þótt allir vissu að hún spólaði með veldisvexti upp hrikalegt gengisfall krónunnar og margfaldaði skuldir almennings, þá var ekkert gert í því að kippa verðtryggingunni úr sambandi. Enn sitjum við uppi með þann óskapnað og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær hún mun valda okkur öðru stóráfalli. Kosturinn er þó sá að það er enn hægt að afstýra stórtjóni, ef peningaöflin fást til að hlusta. 
Það er sorglegt að helstu baráttumennina fyrir viðhaldi verðtryggingarinnar sé að finna í röðum þeirra sem þykjast vera að berjast fyrir hagsmunum alþýðu manna. Í gegnum lífeyrissjóðina hafa þessir aðilar barist hatrammlega gegn afnámi verðtyggingar. Eðlilega berjast bankar líka hatrammlega gegn slíkum áformum, enda er verðtryggingin skjótvirkasta leiðin til að tæma vasa almennings.
 
Án þess að fatta það er almenningur svo flæktur í kóngulóarvef í gegnum alls konar aflandsviðskipti. Þar fara fremstir í flokki bankar og lífeyrissjóðirnir sem almenningur á en fær engu um ráðið hvernig er stjórnað. Ef mér skjátlast ekki eru íslenskir lífeyrissjóðir og tryggingafélög með skráðar eignir í 33 ríkjum. Þar er um að ræða verðbréf upp á 5.645 milljónir Bandaríkjadollara eða nærri 700 milljarða íslenskra króna. Fjölmörg þessara ríkja hafa verið skilgreind sem skattaskjól þar sem bankaleyndin er í hávegum höfð. Sem greiðandi í Lífeyrissjóð verslunarmanna þá er undirritaður væntanlega orðinn samsekur um glæpsamlegt athæfi samkvæmt skilgreiningum gargandi siðapostula götunnar. Ætli það þýði þá eitthvað fyrir mig að afsaka það með því að ég hafi ekki vitað hvar lífeyrissjóðurinn fjárfestir? Ég get ekki einu sinn hætt að borga inn á þessa fjandans aflandseyjareikninga þó ég vildi. Íslensk lög banna mér það. - Á nokkur egg að lána mér?
Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...