Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bullandi tækifæri
Mynd / HKr.
Skoðun 6. nóvember 2020

Bullandi tækifæri

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það þarf mikinn aga og mikinn styrk til að láta góðæri ekki hlaupa með sig í gönur. Það þarf ekki síður mikinn aga og mikinn styrk til að láta ekki mótlæti buga sig. Í öllum þessum aðstæðum felast hins vegar alltaf tækifæri, kúnstin er aðeins að koma auga á þau og nýta þau á uppbyggilegan hátt. 

Síðastliðin 15 til 20 ár hafa Íslendingar verið í mikilli rússíbanareið. Uppgangur í byrjun aldarinnar sem náði hámarki í bjartsýnisflippi fjármálasnillinga teymdi þjóðina sannarlega út í mikið gönuhlaup sem endaði með skelfingu haustið 2008. Niðurlægingin og glundroðinn sem fylgdi í kjölfarið leiddi vel meinandi fólk út margháttuð mistök sem olli þúsundum Íslendinga stórtjóni sem aldrei verður bætt að fullu. 

Smám saman náðu menn samt tökum á stöðunni, en það þurfti áhrifamátt heils eldgoss í Eyjafjallajökli 2010 til að gjörbreyta atvinnuháttum á Íslandi og breyta landinu í ferðamannaparadís. Fjölgun ferðamanna var í kjölfarið frá 15,7% og allt upp í 39% á milli ára. Það sér hver heilvita maður að svo hröð fjölgun ferðamanna í fámennu landi kallaði á mjög öguð vinnubrögð í uppbyggingu þessarar nýju þjónustugreinar. 

Á gosárinu 2010 komu 488.600 ferðamenn til Íslands. Árið 2011 voru þeir orðnir 565.600. Síðan 807.300 árið 2013 og 997.300 árið 2014. Ferðamenn fóru í fyrsta sinn yfir milljón árið 2015 og voru þá  1.289.100. Síðan tæpar 1.792.200 árið 2016 og 1.224.603 árið 2017. Síðan voru ferðamenn flestir árið 2018 eða 2.315.925. Í kjölfarið dró aðeins úr og þeir voru 2.013.190 árið 2019, en svo kom skellurinn með COVID-19. Það sem virtist ávísun á endalausa hamingju og takmarkalausa gósentíð, varð í einu vetfangi að hreinni martröð. 

Á nýliðnu sumri komu ekki „nema“ 115 þúsund ferðamenn til landsins um Keflavíkurflugvöll, eða 79,3% færri en sumarið 2019 samkvæmt tölum Ferðamálastofu. 

Í öllu þessu svartnætti er samt ljóstíra og fjölmörg tækifæri. Garðyrkjubændur hafa tekið af krafti við þeirri áskorun að stórauka framleiðslu á grænmeti, berjum og blómum. Þannig geta landsmenn þokast nær því að verða sjálfum sér nægir með heilnæmustu grænmetisafurðir sem þekkjast á jörðinni, þó enn sé langt í land. 

Tækifærin leynast víðar og ungt fólk kveður sér nú hljóðs í matvælaþróun á mörgum vígstöðvum um land allt. Jafnvel í sauðfjárræktinni, sem margir hafa litið á sem deyjandi grein, er til framsækið fólk sem sér þar mikil tækifæri. 

Mitt í þessu dapra COVID-ástandi erum við að sjá offramboð víða um lönd af landbúnaðarafurðum. Það er að leiða til samdráttar í mörgum geirum og fjöldi bænda gefst hreinlega upp. Jafnvel í þessu felast tækifæri, ekki síst fyrir íslenska bændur. Þar er spurningin miklu fremur um úthald og stuðning til að standa þetta af sér.

Eftir tiltölulega fáa mánuði eru allar líkur á að offramboðskúfurinn vegna COVID-19 verði uppurinn víða um lönd. Bændur sem gefist hafa upp verða þá ekki til staðar til að hefja framleiðslu á ný. Dýrahjarðir sem skornar hafa verið niður við trog verða heldur ekki endurvaktar á augabragði. Það tekur 18 til 24 mánuði aða ala upp naut í sláturstærð, og gott íslenskt sumar til að ala lamb. Hvað gerist á markaði sem ekki á nóg af kjöti á meðan? Líklegast er að það verði verðsprenging og verð á innfluttum landbúnaðarvörum stórhækki. – Kannski hefði verið skynsamlegt að auka ásetningu lamba í haust. Tækifærin eru vissulega enn til staðar í nautgripa-, svína- og alifuglarækt sem og garðyrkjunni.       

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...