Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eitt lið – ein stefna!
Mynd / HKr.
Skoðun 8. júlí 2021

Eitt lið – ein stefna!

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Í samræmi við samþykkt aukabúnaðarþings Bændasamtaka Íslands frá 10. júní sl. hefur nýtt skipulag samtakanna formlega tekið gildi frá og með 1. júlí. Nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við samtökin frá búgreinafélögunum.

Helstu breytingar á skipulagi skrifstofu eru að tvö ný svið hafa litið dagsins ljós, markaðssvið og fagsvið búgreina. Markaðssvið samtakanna mun hafa heildarumsjón með öllu markaðs- og kynningarstarfi landbúnaðarins í heild, ásamt því að sinna starfsemi og verkefnum sem tilheyra einstaka búgreinum sem er ætlað að styðja og efla íslenskan landbúnað. Á fagsviði búgreina er starfað í deildum sem hafa það verksvið að annast um sérhæfð málefni einstakra búgreina. Fagdeildirnar sjá m.a. um ýmis málefni í ytra umhverfi búgreina, móta áherslur í hagsmunagæslu, taka þátt í skipan fagráða o.s.frv.  

Loftslagsmálin tekin föstum tökum 

Íslensk stjórnvöld hafa sett það markmið að Ísland verði kolefnishlutlaust eigi síðar en árið 2040 og bændur landsins ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Bændasamtök Íslands tóku nýverið þátt í vinnu við gerð Loftslagsvegvísi atvinnulífsins ásamt Samorku, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu og Grænvangs.

Við hjá Bændasamtökunum og bændur áttum okkur á því að árangri verði ekki náð nema atvinnulífið leiki þar stórt hlutverk, einkum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun, hönnun og umhverfisvænum lausnum. Því höfum við fengið til liðs við okkur sérfræðing í umhverfismálum og verkefnisstjóra yfir Kolefnisbrúnni, en allar spár til framtíðar benda til virks markaðar með kolefniseiningar og leika bændur og landeigendur þar lykilhlutverki.

Kolefnisbrúin snýst um að ræktendur um land allt geti, með plöntun og umhirðu skóga, kolefnisjafnað sína eigin starfsemi og selt þá þjónustu til annarra, jafnvel til stórra og meðalstórra fyrirtækja. Áhersla er lögð á að ferlið sé vottað og stuðli að umfangsmikilli kolefnisbindingu um land allt til að mæta skuldbindingu Íslands í alþjóðasamfélaginu og stefnumörkun stjórnvalda.

Áfram veginn bændur!

Bændasamtök Íslands eru rótgróin og afar mikilvæg samtök sem þó hafa ef til vill verið föst í viðjum vanans um langa hríð. Hlutirnir hafa verið gerðir eins án þess að því sé velt upp hvernig eða hvers vegna, sem hefur síðan ef til vill leitt til þess að félagsmenn hafa talið hagsmunum sínum betur borgið með öðru fyrirkomulagi og því stofnað sérstök búgreinafélög. En núna ætla bændur að horfa áfram veginn og nú þegar sameining hefur gengið í garð nýtist mannauður og fagleg þekking starfsmanna betur, atvinnugreininni til heilla. En við þurfum á stuðningi bænda og þeirra sem starfa í frumframleiðslu matvara og búvara til þess að ganga til liðs við samtökin og tala til fólks sem er með okkur í liði. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að velja íslenskt, núna þurfum við að einblína á að sýna fram á sérstöðu íslenskrar framleiðslu með gæðavitund og umhverfismál í huga.

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...