Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, eigendur Friðheima, ásamt Ólafi Þorvalds bruggmeistara og Jóni Kb. Sigfússyni, matreiðslumeistara á Friðheimum, þegar framleiðslu á bjór Friðheima var fagnað.
Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, eigendur Friðheima, ásamt Ólafi Þorvalds bruggmeistara og Jóni Kb. Sigfússyni, matreiðslumeistara á Friðheimum, þegar framleiðslu á bjór Friðheima var fagnað.
Mynd / BBL
Skoðun 3. maí 2018

Fagmennska

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Íslenskur landbúnaður er mjög vanmetinn í umræðu um nýsköpun, hugvit og verkþekkingu. Ekki þarf að leita langt til að finna staðfestingu á því. Það kallar líka á breyttar áherslur í menntamálum Íslendinga.
 
Mikil framþróun hefur verið í nautgriparækt á liðnum áratugum og þar hafa bændur verið að upplifa byltingu í tæknimálum með innleiðingu á nýjustu mjaltatækni. Kúabú eru í dag orðin hátæknivædd og uppsetning tækninnar og viðhald  kallar á ört vaxandi framlag verkmenntaðra iðnaðarmanna. Kúabúin hafa auk þess mörg verið í fararbroddi í nýsköpun í ferðaþjónustu þar sem sett hefur verið upp gistiaðstaða, afþreying og jafnvel fínustu veitingahús mitt inni í nýtísku fjósum. Það kallar síðan á þjónustu fagmenntaðs fólks í veitingageiranum. 
 
Garðyrkjubændur eru engir eftirbátar kúabænda nema síður sé. Þar eru gerðar miklar kröfur um þekkingu. Þjónusta við ferðafólk fer þar ört vaxandi. Það nýjasta í þeim geira og gott dæmi um óþrjótandi hugvit, er framleiðsla Friðheima á tómatbjór. Í framhaldinu er rætt um framleiðslu á bjór úr íslensku hunangi, gúrkum og jafnvel fleiru góðmeti. Þá er útflutningur á íslensku grænmeti orðinn að veruleika og eru íslenskar gúrkur að hasla sér völl vegna góðrar ímyndar og heilnæmis okkar eiturefnalausu framleiðslu. 
 
Sauðfjárbændur hafa farið mikinn í að kynna gæði hins íslenska lambakjöts fyrir erlendum ferðamönnum m.a. í gegnum Iclandic Lamb og Markaðsráð kindakjöts. Þar er stuðst við þekkingu, hæfni og snilld íslenskra matreiðslumanna. Íslenska ullin er líka ein af afurðum sauðfjárbænda sem er heimsþekkt og eftirsótt fyrir sína sérstöku eiginleika. Allt er þetta byggt á reynslu og mikilli verkþekkingu. Bættur húsakostur, aukin vélvæðing og nýjasta tækni kallar þar, eins og í öðrum greinum landbúnaðar, á mikla þjónustu fagmenntaðra iðnaðarmanna.
 
Kornrækt er líka orðin fastur liður í íslenskum landbúnaði, þótt veðurfar hafi oft leikið þá grein grátt. Í kringum kornræktina hefur líka orðið til mikil þekking og nýsköpun er þar í hávegum höfð. Gott dæmi um það er framleiðsla á hágæða korni sem m.a. er nýtt í framleiðslu á íslenskum bjór. Einnig framleiðsla á matarolíum og ýmsu fleira. Allt kallar það á aðstoð fagmenntaðra iðnaðarmanna. 
 
Fleiri skapandi þætti íslensks landbúnaðar mætti telja upp, en íslenskur landbúnaður hefur verið og er enn límið í myndun samfélaga um allt land. Ef landbúnaðar nyti ekki við brystu undirstöður mannlífs í dreifðum byggðum landsins. Þar með yrði hætt við að ferðaþjónustan, sem er nýjasta grunnstoð íslensks efnahagslífs, missti slagkraft sinn og veslaðist upp á stórum svæðum landsins.
 
Eins og hér er rakið er ekki hægt að reka íslenskan landbúnað án verktæknimenntaðs fagfólks. Það á líka við um sjávarútveginn, byggingariðnaðinn, ferðaþjónustuna og fleiri greinar. Þetta hefur íslenskum ráðamönnum gengið afar erfiðlega að skilja ef marka má þá menntastefnu sem rekin hefur verið á Íslandi áratugum saman. Þar hefur allri orku hins opinbera verið beint að uppbyggingu bóknáms á kostnað verknámsgreina. Þetta hefur leitt til þess að nú er mikill skortur á fagmenntuðu fólki á Íslandi. Slíkt fólk er nú flutt inn í stórum stíl og um leið glatast mikilvæg verkþekking meðal Íslendinga sjálfra. Í þessum efnum dugar ekki lengur endalaus og innihaldslítill pólitískur kjaftavaðall. Þarna verður að fara að taka til hendi og láta verkin tala ef við viljum á annað borð halda haus á meðal sjálfstæðra þjóða. 
Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...