Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
HM-skyrið í Rússlandi
Skoðun 21. júní 2018

HM-skyrið í Rússlandi

Höfundur: Sindri Sigurgeirsson
Fulltrúar bænda, MS, KS og fleiri voru í síðustu viku viðstaddir vígslu nýrrar verksmiðju í Novgorod í Rússlandi sem framleiðir Íseyjar skyr þar í landi eftir íslenskri uppskrift. Vissulega er þar ekki verið að flytja út tilbúna vöru héðan frá Íslandi, heldur er verið að framleiða matvöru sem þróuð er á Íslandi eftir íslenskri aðferð en er úr rússnesku hráefni.  
 
Sambærilegur samningur var gerður stuttu áður í Japan.  Framleiðslan fer vel af stað á báðum stöðum og eftirspurn virðist ætla að verða veruleg. Það var jafnframt gaman að koma til Rússlands á sama tíma og karlalandsliðið okkar í knattspyrnu og þjóðin öll er að upplifa sitt fyrsta HM ævintýri, verandi langminnsta þjóðin sem nokkurn tíma hefur komist í lokakeppni HM.  Landsliðið fékk líka sendingu af skyri frá Novgorod fyrir leikinn gegn Argentínu og öll þekkjum við hve glæsileg frammistaðan var.  Nú er búið að biðja um nýja sendingu.
 
 
Samningar á gríðarstórum mörkuðum
 
Þessir nýju samningar eru báðir á gríðarstórum mörkuðum.  Í Rússlandi búa um 140 milljónir manna og í Japan tæpar 130. Jafnvel þó að við vildum sinna þeim með útflutningi héðan erum við ekki nægilega stór til þess ef fram fer sem horfir.  Horfurnar þarna eru í samræmi við reynsluna af samningum sem MS hefur gert á Norðurlöndum á undanförnum árum.  Skyr er orðin verulega þekkt vara í Evrópu og Bandaríkjunum og reyndar margir farnir að framleiða það í eigin nafni auk þeirra samninga sem við höfum gert. Þar á meðal er til dæmis danska risafyrirtækið Arla sem veltir talsvert meiru árlega en allt íslenska ríkið. Þeir hafa reyndar auglýst sitt skyr með sterkri skírskotun til Íslands, m.a. með auglýsingum sem teknar eru upp hérlendis með íslenskum leikurum.  
 
Fyrirtækið Siggi‘s Skyr hefur jafnframt náð mjög góðum árangri í Bandaríkjunum. Það fyrirtæki var byggt upp nánast í eldhúsinu heima hjá stofnandanum, Sigurði Kjartani Hilmarssyni, og framleiddi hann sínar vörur úr bandarískri mjólk. Það var selt til franska mjólkurrisans Lactalis fyrr á þessu ári fyrir 300 milljónir dollara að sögn. Lactalis er enn þá stærra en Arla og veltir yfir 2.000 milljörðum íslenskra króna á ári. Skyrið er því í sókn og allar líkur á að hún haldi áfram, enda eftirspurn mikil eftir prótínríkum en jafnframt fitulitlum mjólkurafurðum eins og skyrið er sannarlega.
 
Getum því miður ekki staðið á einkarétti á orðinu skyr
 
Það er því miður orðið þannig að við getum ekki staðið á því að hafa einkarétt á orðinu skyr en það hefur samt sem áður sterka tengingu við Ísland og það sem íslenskt er. Velgegni skyrsins vekur því um leið athygli á Íslandi og því sem við höfum upp á að bjóða. Við ættum samt sem áður að huga að því að styrkja í sessi þá framleiðslu sem fer fram hér heima, úr íslensku hráefni og við íslenskar aðstæður.  Bændur hafa lengi bent á sérstöðuna sem felst í íslenskum landbúnaði, framleiðsluháttum, búfjárstofnum og öðru því sem við byggjum á og teljum sjálfsagt.  Fyllsta ástæða er til að draga fram þá sérstöðu til dæmis með því að skrá sérstaklega innlent skyr með vísan til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu með sama hætti og íslenskt lambakjöt hefur nú verið skráð.
 
Íslenskur landbúnaður byggir fyrst og fremst á því að sinna þörfum heimamarkaðarins, en þó hefur í sumum tilvikum verið hægt að byggja upp markaði fyrir takmarkað magn af gæðavörum, byggt á þeirri sérstöðu, gæðum og sögu sem okkar afurðir hafa upp á að bjóða. Af því eru íslenskir bændur stoltir en við verðum seint stórveldi í útflutningi. Samningar um framleiðslu á skyri eftir íslenskum aðferðum og uppskriftum styrkja okkar eigin framleiðslu í sessi og vekur athygli á Íslandi um leið og af því getum við öll verið stolt. Áfram Ísland!

Skylt efni: Skyr | Ísey skyr | Mjólkursamsalan | MS

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...