Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Í fríi allt árið
Skoðun 25. janúar 2016

Í fríi allt árið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Trúarhátíðir eru helstu frídagarnir ársins og hægt að fjölga þeim með því að vera fjöltrúar og nýta sér alla frídaga sem hin mismunandi trúarbrögð bjóða.

Rétttrúnaðarkirkjan, armenska kirkjan og rastafarar halda jól snemma í janúar og upplagt að halda aftur jól. Um miðjan mánuðinn er gott að rifja upp nokkrar möntrur því þá vegsama búddistar Shinran.

Skömmu eftir miðjan janúar halda tré upp á áramótin og upplagður frídagur fyrir áhugamenn um trjárækt.Kínverjar halda upp á áramótin á fyrsta fulla tungli í janúar eða febrúar.

Í Japan er sérstæð hátíð í febrúar sem kennd er við sáningu bauna. Hindúar halda fórnarhátíð í febrúar þar sem brennt er reykelsi og borðaðar hnetur. Bollu-, sprengi- og öskudagur, allt góðir og gildir frídagar. Ekki gleyma þorrablótunum.

Írar fagna heilögum Patreki í mars og í kaþólsku er í mars dagur kenndur við Jósep stjúpföður Krists og sjálfsagt að votta honum virðingu fyrir uppeldið á stráknum.

Vorjafndægur eru í mars. Fylgjendur Saraþústra líta á daginn sem upphaf nýs árs. Boðunardagur Maríu er 25. mars og sjálfsagt að taka sér frí.

Í apríl er afmælisdagur Rama, sjöttu líkamsmyndar Vishnu samkvæmt trú hindúa. Trúarleiðtogar sveifla sér í rólu fyrir framan mynd af Rama.Páskar eru fyrsta sunnudag eftir fullt tungl að loknum vorjafndægrum.

Fyrsti maí er frídagur af trúar­legum ástæðum hjá mörgum, upphaflega tengist hann fornri frjósemishátíð og reðurdýrkun.

Hvítasunnudagur er sjöunda sunnudag eftir páska. Þrenningarhátíð er sunnudagurinn eftir hvítasunnu. Austurkirkjan heldur sinn uppstigningardag í júní.

Í júní er upplagt að halda upp á lýðveldisdaginn, borgaralegan frídag, sumarsólstöður, Eldríðarmessu og dýradag.

Sumarfríin bjarga júlí og án þeirra væru skammarlega fáir frídagar í mánuðinum og helst að kroppa í daga eins og Margrétar-, Svitúns- og Ólafsmessu.

Íslendingar halda frídag verslunarmanna fyrstu helgina í ágúst. Hindúar fagna Raksha Bandham snemma í mánuðinum, 6. ágúst er helgidagur hjá grísku kirkjunni.

Fáir helgidagar eru í byrjun september og því upplagt að halda töðugjöld snemma.

Japanir gera mikið úr sólstöðum , 21. til 24. september. Egidíus-, Lamberts- og Maritíusmessa og engladagur eru í september.

Díónysíusmessa er snemma í október. 17. til  26. október halda hindúar stórhátíð og sjálfsagt að  fagna með þeim.

Kaþólikkar halda allraheilagra messu snemma í nóvember. Rastafarar minnast krýninga Haile. Leonardus-, Briktíus- og Cecílíumessa eru í nóvember.

Desember er mesti hátíðar­mánuðurinn hér á landi og því ótal afsakanir til að vera í fríi, jólaglögg, jólahlaðborð og verslunarferðir til útlanda.

Sé haldið upp á allar ofangreindar trúarhátíðirnar ætti að vera hægt að vera í fríi stóran hluta ársins. Einnig má halda upp á þjóðhátíðardag fjölmargra landa, afmælisdaga eða bara búa sér til sína eigin frídaga. Möguleikarnir eru óþrjótandi.

Skylt efni: Stekkur

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...