Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
I Kina Spiser De Hunde
Skoðun 19. janúar 2015

I Kina Spiser De Hunde

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undirrituðum þykir fátt skemmtilegra en að upplýsa lesendur um áhættuna sem fylgir því að borða mat í útlöndum. Fólk getur hreinlega breyst í vampírur af því að borða innfluttar kjúklingabringur.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Evrópusambandið og Smitvarnar­miðstöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Þrátt fyrir það eru sýklalyf víða notuð sem vaxtarhvati í landbúnaði og fram eru komnar ofurbakteríur sem geta borist í menn og eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum sem eru á markaði í dag.

Nánast í hverjum mánuði koma upp tilbrigði af fuglaflensu í alifuglabúum víðs vegar um heim. Í það minnsta 14 einstaklingar í borgunum í Belgíu greindust með svínaorm eða tríkínu í síðasta mánuði. Veiktist fólkið eftir neyslu á kjöti af villisvínum á þrem veitingastöðum. Svo ekki sé minnst á hættuna sem fylgir því að smitast af bogfrymli.

Í Austurlöndum eru matarvenjur ólíkar og ófáir ferðamenn lent í hræðilegum hremmingum á matsölustöðum í þeim heimshluta. Ekki alls fyrir löngu var í fréttum greint frá svissneskum hjónum sem voru á ferðalagi, ásamt smáhundinum sínum, í Kína. Hjónin fóru inn á matsölustað í suðurhluta landsins og pöntuðu sér forrétt af matseðlinum og reyndu að koma þjóninum í skilning um það með handapati að hundurinn ætti líka að fá að borða. Þjónninn var kurteis, brosti út að eyrum og þóttist skilja þau fullkomlega. Hann beygði sig því næst niður, tók upp hvutta og fór með hann fram í eldhús til að gefa honum að borða, eða svo héldu hjónin að minnsta kosti.

Eftir nokkra bið kom þjónninn með aðalréttinn sem var bæði vel útilátinn og bragðgóður. Hjónin gáfu sér því góðan tíma til að borða og höfðu á orði hvað þjónustan væri góð og þau heppin að finna svo góðan stað. Að máltíðinni lokinni var reikningurinn gerður upp og hjónin biðu þess að hundinum yrði skilað en þjónninn horfði bara á þau, brosti og hló. Þegar gestunum tókst að lokum að gera sig skiljanlega rann brosið af andliti þjónsins og yfir hann kom skelfingarsvipur. Hann hafði skilið handapat þeirra á þann veg að þau vildu borða hundinn og fengið kokkinn til að matreiða hann.

Þrátt fyrir að finna megi hundakjöt á matseðli fínni veitingahúsa í Kína og að undirritaður hafi smakkað slíkt góðgæti á ferðalagi um landið er ólíklegt að sagan hér að framan sé sönn. Í fyrsta lagi hleypa Kínverjar ekki ferðamönnum inn í landið með gæludýr og í öðru lagi matreiða þeir eingöngu sérræktaða hunda sem eru mjög dýrir þegar búið er að kokka þá eftir kúnstarinnar reglum. 

Skylt efni: Stekkur

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...