Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stjórn Bændasamtaka Íslands. Fulltrúafjöldinn á Búnaðarþingi er sem betur fer ekki lengur bara bundinn við annað kynið, en jöfnuði er þó fjarri því náð, því að á síðasta þingi voru konur 14 af 48 fulltrúum eða um 30%. Hins vegar gerðist það í fyrsta sinn
Stjórn Bændasamtaka Íslands. Fulltrúafjöldinn á Búnaðarþingi er sem betur fer ekki lengur bara bundinn við annað kynið, en jöfnuði er þó fjarri því náð, því að á síðasta þingi voru konur 14 af 48 fulltrúum eða um 30%. Hins vegar gerðist það í fyrsta sinn
Leiðari 25. júní 2015

Aldarafmæli kosningaréttar kvenna

Höfundur: Sindri Sigurgeirsson
Þann 19. júní síðastliðinn var haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna með myndarlegum hætti. Full ástæða var til þess að minnast þess enda var það stór áfangi í jafnréttisbaráttu þess tíma og rétt að óska öllum konum landsins til hamingju með þessi tímamót. 
 
Það vakti minni athygli að á sama tíma var einnig rýmkaður talsvert kosningaréttur eignalausra eða eignalítilla karlmanna, t.d.bænda, en áður höfðu þeir einir kosningarétt sem greiddu að lágmarki ákveðna skatta, gegndu ákveðnum embættum eða áttu eignir. Takmarkanirnar voru þó ekki liðnar undir lok því að eftir breytingarnar hafði tæpur þriðjungur þjóðarinnar kosningarétt (nú er hlutfallið 74%), en takmörkunum vegna stéttar eða stöðu var ekki að fullu aflétt fyrr en 1934.
 
Þá voru engar konur á Búnaðarþingi
 
Daginn fyrir hátíðahöldin var sýndur á RÚV þátturinn „Undarleg ósköp að vera kona“ sem byggður var upp á gömlum fréttabútum um jafnréttisbaráttuna á fyrri árum. Þátturinn hófst á viðtali við Jónas Jónsson sem þá var búnaðarmálastjóri og var hann inntur eftir stöðu kvenna á búnaðarþingi. Þá voru engar konur fulltrúar á þinginu, en ein hafði setið þingið sem varafulltrúi. Það var og er óásættanlegur árangur því að raddir kynjanna eiga auðvitað að heyrast að jöfnu í félagskerfi landbúnaðarins eins og annars staðar í samfélaginu.
 
Þessi staða varð enda mörgum umhugsunarefni og er því miður enn. Samtök bænda gengust fyrir átaki í jafnréttismálum í kringum síðustu aldamót. Í kjölfar stefnumótunar Búnaðarþings 2001 var stofnsett sérstök jafnréttisnefnd Bændasamtakanna sem beitti sér fyrir ýmsum aðgerðum til að bæta jafnrétti innan félagskerfis landbúnaðarins. Það skilaði sér m.a. í stofnun samtaka kvenna í landbúnaði undir nafninu „Lifandi landbúnaður“ árið 2002. Því miður eru þau ekki starfandi um þessar mundir sem er miður því fyllsta ástæða er til að halda þessum málum vakandi. Það er enn mikið verk að vinna. 
 
Hlutfall kynjanna meðal félagsmanna er reyndar líka mjög skakkt, en karlmenn eru mikill meirihluti félagsmanna. Ástæða er til að hvetja konur sérstaklega til að ganga til liðs við samtökin. Það er öllum ljóst að hlutur kvenna er ekki minni en karla þegar kemur að búrekstrinum, en þess gætir því miður ekki nægilega vel á félagatalinu.
 
Konur skipuðu meirihluta stjórnar BÍ 2013
 
Fulltrúafjöldinn á Búnaðarþingi er sem betur fer ekki lengur bara bundinn við annað kynið, en jöfnuði er þó fjarri því náð, því að á síðasta þingi voru konur 14 af 48 fulltrúum eða um 30%. Hins vegar gerðist það í fyrsta sinn við stjórnarkjör fyrir kjörtímabilið 2013–2016 að kjörnir stjórnarmenn voru að meirihluta konur. 
 
Það er vissulega alltaf misjafnt hverjir gefa kost á sér til starfa fyrir hagsmunasamtök stéttar sinnar, hvort sem þar er um að ræða samtök bænda, eða samtök á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Hagsmunasamtök eins og Bændasamtökin geta ekki náð árangri á sínu sviði nema að hæfileikafólk í stéttinni af báðum kynjum vilji starfa í trúnaðarstöðum á vegum þeirra og að þau geti ráðið til sín gott starfsfólk. 
 
Félagsmálastörf fyrir hagsmunasamtök geta oft verið annasöm og taka óneitanlega tíma frá öðrum verkefnum, jafnvel þegar verst stendur á í búskapnum. Þá ganga þau á tíma fólks með fjölskyldum sínum og útheimta oft á tíðum mikinn skilning heima fyrir. Auðvitað er það svo að engin/n er neydd/ur til að taka þessi verkefni að sér. Það er val hvers og eins, en það er alger forsenda árangurs að okkar besta fólk hafi áhuga á að sinna þeim. Landbúnaðurinn þarf á öllum vinnufúsum höndum að halda. Saman sækjum við fram.
Skín við sólu Skagafjörður
Leiðari 11. júlí 2024

Skín við sólu Skagafjörður

Eftirfarandi línur úr fyrsta erindi hins tilkomumikla ljóðs Matthíasar Jochumsso...

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkv...

Stuðningskerfi framtíðar
Leiðari 30. maí 2024

Stuðningskerfi framtíðar

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Að fletta blaðinu
Leiðari 16. maí 2024

Að fletta blaðinu

Nýlega bárust okkur gleðifregnir um magnaða ljósmynd. Forsíðumynd Sigurðar Más H...

Sérmerktar svínavörur
Leiðari 24. apríl 2024

Sérmerktar svínavörur

Neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri og ábyrgari við vöruval. Þó að verðmiði...

Orð eru til alls fyrst
Leiðari 12. apríl 2024

Orð eru til alls fyrst

Góður fjölmiðill dregur saman upplýsingar, kemur á framfæri ólíkum sjónarmiðum, ...