Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikilvægi nýliðunar
Leiðari 9. september 2022

Mikilvægi nýliðunar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Þessa dagana er gósentíð í landbúnaði, sjónrænt að minnsta kosti.

Sauðfjár- og stóðréttir fara fram um allt land og uppskera grænmetis í hámarki. Þetta er hin blómlega sýn landbúnaðar, fersk hamingja og fimmundarsöngur. Á þessum dögum fáum við hin, sem ekki störfum í greininni og sitjum föl við lyklaborðið, nasasjón af fjörinu og jafnvel stjörnur í augun. – En hvað það væri nú gaman að vera hraustur bóndi, vera endalaust að fást við náttúruna á einn eða annan hátt, alltaf á hreyfingu og með fjölbreytt verkefni.

Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, orðar það einmitt svo skemmtilega í blaðinu. Bændastarfið sé besti lífsstíll sem nokkur geti valið sér. „Það er stór partur af lífi manns hvað maður velur sér að starfa við og ef einhver hefur minnstan grun um að það geti veitt honum lífsfyllingu að stunda landbúnað, þá er það sennilega rétt hjá honum.“

En það er ekki beint aðgengilegt að gerast bóndi og vera bóndi. Ekki er nóg með að þú þurfir að tryggja þér jarðnæði og framleiðslutæki með einum eða öðrum hætti og massívum kostnaði. Þú þarft líka að vinna myrkranna á milli, vera vakinn og sofinn yfir þínum búskap. Svo þarftu að búast við að fá lítil laun fyrir og engan orlofsrétt eða lífeyrissjóð.

Þjóðin þarf hins vegar á því að halda að fleira fólk sinni fæðuframleiðslu í landinu. Það er grundvallaratriði. Því ræðum við í þaula um nýliðun í landbúnaði í blaðinu.

Meðalaldur bænda almennt er kringum 60 árin en samkvæmt grófum athugunum er yfir 70% þeirra yfir fimmtugt. Athygli vekur að yfir 20% sauðfjárbænda eru yfir sjötugt að aldri á meðan 11% eru undir fertugt.

Í fréttaskýringu kemur skýrt fram að greiða þurfi götur þeirra sem vilja leggja fyrir sig landbúnaðarstörf. Í því felst fyrst og fremst ákveðið afkomuöryggi. Ungir bændur benda á að til þess að eðlileg nýliðun geti átt sér stað í greininni þurfi eldri kynslóðin að geta stigið til hliðar með reisn. Á því þarf að taka til að jarðir haldist í rekstri og notkun.

Stórsýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöll daganna 14.–16. október. Mörgum er enn í fersku minni þegar slík sýning var haldin árið 2018 með miklum glæsibrag og munu sömu rekstraraðilar, sýningarfyrirtækið Ritsýn sf., standa að viðburðinum. Tugir fyrirtækja sem tengjast landbúnaði á einn eða annan hátt munu þar kynna starfsemi sína og vörur. Það er enginn svikinn að því að kíkja á sýningu sem þessa, hvort sem viðkomandi er úr sveit eða borg og það er ekki úr vegi að mæla með henni.

Í tilefni af Íslenskum landbúnaði 2022 munum við hjá Bændablaðinu gefa út blaðauka með útgáfu blaðsins þann 6. október næstkomandi. Blaðaukinn mun þjóna sem sýningarskrá, þar sem hægt er að afla sér allra helstu upplýsinga um sýninguna, svæðið og viðburði innan hennar. Blaðaukinn verður dreifður um allt land og á sýningunni sjálfri. Í honum gefst fyrirtækjum sem taka þátt í stórsýningunni að kynna sig enn frekar og auka þar með sýnileika sinn.

Hafi sýnendur áhuga á að vera með í blaðaukanum er bent á að hafa samband við Þórdísi Unu auglýsingastjóra í gegnum netfangið thordis@bondi.is/g

Skylt efni: nýliðun

Kjöt og kosningar
Leiðari 22. nóvember 2024

Kjöt og kosningar

Eftir nokkra daga mun þjóðin velja þá sem sitja á Alþingi næstu fjögur ár. Kosni...

Lágmarkskröfurnar
Leiðari 11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Tíunda grein laga um velferð dýra fjallar um getu, hæfni og ábyrgð umsjónarmanna...

Að vernda landbúnaðarland
Leiðari 1. október 2024

Að vernda landbúnaðarland

Margir tengja Hornafjörð við kartöflur enda eru þar mikil og góð ræktarsvæði sem...

Áhrifavaldið
Leiðari 30. ágúst 2024

Áhrifavaldið

Svo bar til tíðinda í síðustu viku að gúrkuskortur í matvöruverslunum á Íslandi ...

Slök frammistaða
Leiðari 16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Í þessu tölublaði Bændablaðsins er fjallað um stóran rekstrarþátt ylræktarframle...

Skín við sólu Skagafjörður
Leiðari 11. júlí 2024

Skín við sólu Skagafjörður

Eftirfarandi línur úr fyrsta erindi hins tilkomumikla ljóðs Matthíasar Jochumsso...

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...