Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mjólk er góð og líka ódýr
Leiðari 16. júní 2015

Mjólk er góð og líka ódýr

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skýrslunni „Mjólkurframleiðsla á Íslandi – Staða og horfur“. Í skýrslunni er reynt að greina uppbyggingu mjólkurframleiðslu hér á landi og þróun hennar á síðustu árum. Í skýrslunni kemur skýrt fram að opinberir styrkir til landbúnaðarframleiðslu hér á landi hafa lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta hefur náðst árangur í að ná niður verði á helstu mjólkurvörum og auka framleiðslu.
 
Í skýrslunni segir að raunverð á nýmjólk, rjóma, skyri, jógúrt, smjöri og osti hafi verið lægra árið 2013 en 2003. Fram kemur að þó svo verð á mjólkurvörum fari hækkandi hafi það ekki haldið í við þróun almenns verðlags, það er vísitölu neysluverðs. Þá er greint frá því að 70% matvara á þessu tímabili, 2003 til 2013, hækkuðu meira en sú mjólkurafurð sem hækkaði mest. Aðeins 10% matvara hækkuðu minna í verði en mjólkurvörurnar. Athygli vekur að þrátt fyrir þennan árangur er í skýrslunni gerðar tillögur að breytingum sem kollvarpa núverandi fyrirkomulagi mjólkurframleiðslu. Þessi verðlækkun hefur meðal annars verið sótt með umfangsmikilli hagræðingu innan mjólkuriðnaðarins. Sú hagræðing byggðist á því að iðnaðurinn gæti unnið sameiginlega að því að ná henni fram, í krafti undanþágu frá samkeppnislögum. Á móti hefur hann ekki frelsi til að verðleggja afurðirnar að vild. Í skýrslunni er ekki sýnt fram á að annað fyrirkomulag myndi skila meiri ávinningi. Bændur hafa einnig hagrætt heima á búunum.  Í skýrslunni segir meðal annars: „Hagkvæmni hefur aukist mikið í rekstri íslenskra kúabúa undanfarin ár. Meðalnyt á hverja íslenska kú jókst um nálægt 45% frá 1994–2012, en áður hafði hún lítið aukist í áratugi.“ Þessi hagræðing í mjólkurframleiðslu, bæði á framleiðslu- og vinnslustigi hefur skilað sér í lægra verði til neytenda. Á móti kemur fram í skýrslunni að auka þurfi möguleika til nýliðunar í greininni og auka skilvirkni greiðslna úr ríkissjóði þannig að þær skili sér betur til bænda. Þessi atriði þarf að taka til nánari skoðunar sem og ýmis önnur atriði skýrslunnar í komandi búvöru­samningum.  Bændasamtökin gagnrýna að skýrsluhöfundar gefi sér að eftirgjöf í tollum á landbúnaðar­afurðum skili sér í lægra verði til neytenda. Nýleg dæmi þar sem hið opinbera hefur lækkað álögur á vöruflokkum sýna að það er ekki hægt að fullyrða að verð á þeim út úr búð lækki samsvarandi. Þvert á móti kemur fram í nýlegum verðlags­könnunum ASÍ að verð á þessum vöruflokkum hækkaði eða stóð í stað eftir að dregið var úr álögum. Aukin skilvirkni í framleiðslu mjólkurafurða hefur aftur á móti skilað sér í lækkuðu verði til neytenda eins og skýrsla Hagfræðistofnunar rekur ágætlega. 
 
Í skýrslunni kemur skýrt fram að opinberir styrkir til landbúnaðarframleiðslu hér á landi hafa lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta hefur náðst mikill árangur í að ná niður verði á helstu mjólkurvörum og auka framleiðslu, eins og skýrslan dregur ágætlega fram. Í skýrslunni er meginþemað sú hagfræðilega nálgun að einhvers konar skorður við óheftri markaðshyggju leiði undantekningalítið til sóunar, þar með talið landbúnaðarstefna. Markaðurinn finnur alltaf bestu lausnina að mati þessarar kenningar.  Ekkert er litið til samfélagslegra áhrifa, mjög lítið til byggðamála og ekkert til umhverfisáhrifa.  Það verður að teljast afar þröngt sjónarhorn.  Nútímasamfélag hefur einfaldlega fleiri viðmið en bara hagfræðina eina. 
 
Bændur fagna allri umræðu um starfsumhverfi sitt
 
Að því sögðu þá er starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar eða landbúnaðarins í heild fjarri því hafið yfir gagnrýni, en mestu skiptir að ná sátt um hvert skal stefna. Bændur fagna allri umræðu um starfsumhverfi sitt en gera kröfu um að hún sé byggð á staðreyndum og horft sé til allra hliða mála, ekki bara sumra. Taka má undir það sem fram kemur í skýrslunni að markmiðin þurfi að vera skýr, greina þurfi bestu leiðirnar til að ná þeim og ákvarða hversu mikið fé landsmenn eru tilbúnir til að veita til þess. Þau atriði munu einmitt koma til skoðunar í komandi viðræðum bænda og stjórnvalda um nýja búvörusamninga auk annarra þeirra tillagna sem fram koma í skýrslunni, til dæmis ábendingar um að auka þurfi möguleika til nýliðunar í greininni og auka skilvirkni greiðslna úr ríkissjóði þannig að þær skili sér betur til bænda. Þessi atriði þarf að taka til nánari skoðunar sem og ýmis önnur atriði skýrslunnar í komandi búvörusamningum. Bændur hafa nú þegar skipað fulltrúa sína í samninganefnd en stjórnvöld ekki. 
Ástæða er til að hvetja þau til að ljúka því verki nú þegar, svo hægt sé að hefja viðræður. Bændur vilja hefja starfið sem fyrst.
Skín við sólu Skagafjörður
Leiðari 11. júlí 2024

Skín við sólu Skagafjörður

Eftirfarandi línur úr fyrsta erindi hins tilkomumikla ljóðs Matthíasar Jochumsso...

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkv...

Stuðningskerfi framtíðar
Leiðari 30. maí 2024

Stuðningskerfi framtíðar

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Að fletta blaðinu
Leiðari 16. maí 2024

Að fletta blaðinu

Nýlega bárust okkur gleðifregnir um magnaða ljósmynd. Forsíðumynd Sigurðar Más H...

Sérmerktar svínavörur
Leiðari 24. apríl 2024

Sérmerktar svínavörur

Neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri og ábyrgari við vöruval. Þó að verðmiði...

Orð eru til alls fyrst
Leiðari 12. apríl 2024

Orð eru til alls fyrst

Góður fjölmiðill dregur saman upplýsingar, kemur á framfæri ólíkum sjónarmiðum, ...