Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Megnið af stuðningsgreiðslum á grundvelli búvörusamninga tilheyra tilteknum framleiðslugreinum, um 48 prósent nautgriparækt, um 36 prósent fara til sauðfjárbænda og um sex prósent í garðyrkjuframleiðslu.
Megnið af stuðningsgreiðslum á grundvelli búvörusamninga tilheyra tilteknum framleiðslugreinum, um 48 prósent nautgriparækt, um 36 prósent fara til sauðfjárbænda og um sex prósent í garðyrkjuframleiðslu.
Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir
Leiðari 30. maí 2024

Stuðningskerfi framtíðar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuðningskerfi í landbúnaði að taka við frá og með 1. janúar 2027.

Í bókun við endurskoðun búvörusamninga í byrjun árs kemur fram að samningsaðilar séu sammála um að hefja þegar samtal um starfsumhverfi landbúnaðar í heild sinni til framtíðar.

Núverandi stuðningskerfi landbúnaðarins byggir á þremur meginstoðum; framleiðslustuðningi, markaðsaðgerðum og tollvernd. Megnið af framleiðslustuðningnum og markaðsaðgerðum er skilgreint í búvörusamningunum sem skipt er í fjóra hluta: Samning um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar, samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar, samning um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða og rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins.

Margt áhugavert er dregið fram í skýrslu um stuðningskerfi íslensks landbúnaðar sem Landbúnaðarháskólinn vann að beiðni matvælaráðuneytisins og kom út í mars. Þar er nefnt að búgreinatenging í stuðningskerfinu hér á landi sé mjög mikil.

Þannig er megnið af stuðningsgreiðslum á grundvelli búvörusamninga eyrnamerkt tilteknum framleiðslugreinum, um 48 prósent nautgriparækt, um 36 prósent fara til sauðfjárbænda og um sex prósent í garðyrkjuframleiðslu. Eftir standa tíu prósent af ýmsum stuðningi sem aðrir, auk sauðfjár- og nautgripabænda og garðyrkjuframleiðenda, hafa aðgang að, svo sem landgreiðslur, leiðbeiningarþjónusta og þróunarfé.

Fjárfestingastuðningur, sem er 2,7 prósent af heildinni, er bundinn við nautgripa- og sauðfjárrækt og stuðningur til nýliða reiknast sem minna en eitt prósent af heildarstuðningskerfi landbúnaðar. Skýrsluhöfundar leggja til að meirihluti landbúnaðarstuðnings framtíðarinnar verði ekki bundinn við framleiðslu á einstökum landbúnaðarafurðum, heldur frekar tengdur skilgreindum aðgerðum sem stuðla að uppfyllingu stefnumörkunar stjórnvalda. Þá vilja höfundar að framlög í fjárfestinga- og nýliðunarstuðning verði stóraukin, en um þessa tvo þætti í stuðningskerfinu er fjallað í þessu tölublaði.

Þar sem framleiðslustuðningur er ekki fyrir hendi treysta búgreinar alfarið á markaðsaðgerðir, sem eru í formi tollverndar. Sá stuðningur hefur rýrnað verulega, er orðinn vanburða með öllu og í skýrslunni er sagt að fyrirkomulag tollverndar sé ekki beint tengt við aðra hluta stuðningskerfisins. Lagt er til að mótuð verði skýr stefna um hvernig tollvernd tengist öðrum landbúnaðarstuðningi, bæði hvað varðar umfang og upphæðir.

Á meðan sú stefna er mótuð þurfa þær búgreinar sem njóta eingöngu stuðnings með tollvernd að búa við bitlaust kerfi og skakka samkeppnisstöðu. Við það lækkar hlutfall innlendrar matvælaframleiðslu og sjálfsaflahlutdeild þjóðarinnar minnkar. Það sýnir sig einna helst í tölum um framleiðslu og sölu þessara vara. Sala á alifugla- og svínakjöti hefur aukist ár frá ári en framleiðslan staðið í stað. Þó eru hér góðar aðstæður fyrir slíka framleiðslu og framleiðsluvilji bænda fyrir hendi.

En fjármagn skortir og núverandi stuðningskerfi í landbúnaði gerir ekki ráð fyrir að svína-, alifugla-, eggja-, hrossa- eða garðyrkjubændur þurfi á opinberum fjárfestingastyrkjum að halda. Því vantar hvata í kerfið

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkv...

Stuðningskerfi framtíðar
Leiðari 30. maí 2024

Stuðningskerfi framtíðar

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Að fletta blaðinu
Leiðari 16. maí 2024

Að fletta blaðinu

Nýlega bárust okkur gleðifregnir um magnaða ljósmynd. Forsíðumynd Sigurðar Más H...

Sérmerktar svínavörur
Leiðari 24. apríl 2024

Sérmerktar svínavörur

Neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri og ábyrgari við vöruval. Þó að verðmiði...

Orð eru til alls fyrst
Leiðari 12. apríl 2024

Orð eru til alls fyrst

Góður fjölmiðill dregur saman upplýsingar, kemur á framfæri ólíkum sjónarmiðum, ...

Pylsan og merkið
Leiðari 21. mars 2024

Pylsan og merkið

Upprunamerkið Íslenskt staðfest var mikið rætt á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Við se...