Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Ylrækt
Ylrækt
Leiðari 16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri

Í þessu tölublaði Bændablaðsins er fjallað um stóran rekstrarþátt ylræktarframleiðenda, koltvísýring, og þá markaðsráðandi stöðu sem eitt fyrirtæki í aðfangakeðjunni býr að.

Fyrir hefðbundið garðyrkjubú í ylrækt má varlega áætla að 12–15 prósent af föstum kostnaði fari í þennan þátt framleiðslunnar. Hann er þriðji stærsti kostnaðarliðurinn á eftir launum starfsmanna og raforku. Koltvísýringur er grundvallarþáttur þegar rækta á heilbirgða og afkastamikla plöntu. Framleiðslan stendur og fellur með því að koltvísýringur sé til staðar. Aðeins eitt fyrirtæki, Linde Gas, útvegar bændum þessi aðföng. Markaðsráðandi staða þess hér á landi gerir það að verkum að garðyrkjuframleiðsla á Íslandi er háð því að fyrirtækið standi undir hlutverki sínu og skyldum. Linde Gas leigir út gastanka með þeim skilyrðum að koltvísýringurinn sé keyptur frá þeim. Þrátt fyrir að bændur lúti þessum kröfum, og gangist undir sífelldar verðhækkanir á bæði leigu og listaverði á koltvísýringi, hafa þeir samt þurft að þola viðvarandi takmarkanir og gloppótta afhendingu á vörunni. Þetta hefur haft bein áhrif á afköst og rekstur garðyrkjustöðva og þar með framboð grænmetis í verslunum.

Þessi einokun nær út fyrir framleiðslu matvæla hér á landi. Sjúkrahús landsins eru víst einnig háð fyrirtækinu um súrefni. Þannig hefur ríkið engan möguleika á að bjóða út innkaup á súrefni því Linde Gas á tankana og aðrir aðilar eiga því ansi erfitt um vik að komast inn á markaðinn.

Linde Gas er í markaðsráðandi stöðu hér á landi, samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2013, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa efnahagslega styrkleika til að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og getur það starfað án þess að taka tillit til viðskiptavina og neytenda samkvæmt samkeppnislögum.

Misnotkun á markaðsráðandi stöðu er bönnuð. Orðrétt segir í lögunum að misnotkun geti falist í því að: a) beint eða óbeint sé krafist ósanngjarns kaup- eða söluverðs eða aðrir ósanngjarnir viðskiptaskilmálar settir, b) settar séu takmarkanir á framleiðslu, markaði eða tækniþróun, neytendum til tjóns, c) viðskiptaaðilum sé mismunað með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og samkeppnisstaða þeirra þannig veikt, d) sett sé það skilyrði fyrir samningagerð að hinir viðsemjendurnir taki á sig viðbótarskuldbindingar sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né samkvæmt viðskiptavenju.

Linde Gas er í fullri eigu alþjóðlegrar risasamsteypu og hefur fyrirtækið verið rekið hér á landi með gasalegum hagnaði undanfarin ár. Lætur nærri að hagnaður sé um þrjátíu prósent af veltu og hafa arðgreiðslur til eigenda verið afar ríflegar, eða þrír milljarðar króna á síðustu fimm árum.

Fyrirtækið hefur yfir að ráða einu virku kolsýruauðlind landsins. Á Hæðarenda í Grímsnesi er hægt að vinna nær hreina kolsýru úr heitu vatni sem nóg er af. Slíkum auðlindum þarf að sinna af myndarskap og heilindum en einhver hörgull virðist vera á vilja eða getu fyrirtækisins til að halda vel utan um innviðina. Samkvæmt bóndanum á Hæðarenda gætu náttúrugæðin með góðu móti framleitt ríflega landsþörf af koltvísýringi. Fyrirtækið hefur hins vegar réttlætt aukinn innflutning, og tilheyrandi verðhækkanir sem þeim fylgja, með erfiðleikum við framleiðsluna í Hæðarenda.

Ekki gagnrýndu allir viðmælendur blaðsins verðskrá fyrirtækisins. En auðheyrt er að garðyrkjubændur eru langþreyttir á gloppóttri afhendingu vöru, sem þeir eru nú þegar búnir að samþykkja að greiða fyrir og þeirri staðreynd að hegðun eins fyrirtækis gagnvart þeim geti haft bein áhrif á framboð og gæði íslenskra garðyrkjuafurða.

Kjöt og kosningar
Leiðari 22. nóvember 2024

Kjöt og kosningar

Eftir nokkra daga mun þjóðin velja þá sem sitja á Alþingi næstu fjögur ár. Kosni...

Lágmarkskröfurnar
Leiðari 11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Tíunda grein laga um velferð dýra fjallar um getu, hæfni og ábyrgð umsjónarmanna...

Að vernda landbúnaðarland
Leiðari 1. október 2024

Að vernda landbúnaðarland

Margir tengja Hornafjörð við kartöflur enda eru þar mikil og góð ræktarsvæði sem...

Áhrifavaldið
Leiðari 30. ágúst 2024

Áhrifavaldið

Svo bar til tíðinda í síðustu viku að gúrkuskortur í matvöruverslunum á Íslandi ...

Slök frammistaða
Leiðari 16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Í þessu tölublaði Bændablaðsins er fjallað um stóran rekstrarþátt ylræktarframle...

Skín við sólu Skagafjörður
Leiðari 11. júlí 2024

Skín við sólu Skagafjörður

Eftirfarandi línur úr fyrsta erindi hins tilkomumikla ljóðs Matthíasar Jochumsso...

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...