Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Siðleg opinber innkaup
Lesendarýni 9. október 2017

Siðleg opinber innkaup

Höfundur: Svavar Halldórsson
Þótt nú gefi á bátinn í útflutningi á lambakjöti er víða að finna ljós í myrkrinu. Útlit er fyrir að sala til Whole Foods nái nýjum hæðum í  ár og nýtt verkefni í Japan gengur vonum framar. Eins er í undirbúningi sókn inn á Þýskalandsmarkað. Öll þessi verkefni eiga það sameiginlegt að byggt er á hreinleika, gæðum og sögu íslenska lambakjötsins. 
 
Þau eiga það líka sameiginlegt að geta skilað viðunandi verði þrátt fyrir hátt gengi íslensku krónunnar. Markaðir þar sem ekki er lögð áhersla á upprunann hafa hins vegar gefið verulega eftir og sú eftirgjöf birtist bændum nú í lækkuðu afurðaverði.
 
Hrein náttúra skilar sér í budduna
 
Velgengni íslensks atvinnulífs á undanförnum árum og áratugum byggir að stórum hluta á því að okkur hefur lánast að gera hreinleika lands og sjávar að verðmætum sem neytendur eru tilbúnir að borga fyrir. Hluti af því verði sem við fáum fyrir fisk eða aðrar matvörur í útflutningi er tilkominn vegna þess að þetta eru vörur frá einu hreinasta landi heims. Að sama skapi skiptir náttúran sköpum við markaðssetningu á landinu til erlendra ferðamanna. 
 
Svavar Halldórsson.
Þessi rök eiga líka við um íslenskar matvörur sem seldar eru innanlands. Íslenskir neytendur vita að sýklalyfjanotkun í landbúnaði hér er ein sú allra minnsta í heimi. Hér er bannað að nota erfðabreytt fóður í sauðfjárrækt, hormóna eða vaxtarhvetjandi lyf. Áburðarnotkun er lítil og eiturefnanotkun hverfandi. Við notum að mestu græna orku, dýravelferð er á háu stigi og umgengni um náttúruauðlindir með ábyrgum hætti bæði til sjávar og sveita.
 
Íslensk náttúra, hreinleiki og sérstaða skila þannig beinum tekjum fyrir fjölmörg fyrirtæki og eru grundvöllur verðmætasköpunar og starfa um allt land. Það njóta því allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum. Það er óháð því hvort þeir leggja eitthvað af mörkum eða ekki. Því er eðlilegt að ríkið taki að sér ákveðið forystuhlutverk, setji reglur og gangi á undan með góðu fordæmi til að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinu umhverfi og ímynd Íslands. 
 
Hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi
 
Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í vor var samþykkt stefna þar sem greinin gerir að eigin frumkvæði stórauknar kröfur varðandi rekjanleika, umhverfisfótspor og fleiri þætti.  Bændur vilja að hið opinbera taki þátt í þessari vegferð. Gerð verði skýlaus krafa um að fyrir liggi upplýsingar um uppruna, dýravelferð, umhverfisfótspor, hormóna-, lyfja- og eiturefna­innihald við öll opinber innkaup.
 
Hið opinbera er stærsti kaupandi matvöru á Íslandi. Áætlað er að ríki og sveitarfélög fæði um 100 þúsund manns á dag í mötuneytum skóla, vinnustaða, sjúkrastofnana og víðar. Þar þarf hið opinbera að ganga á undan með góðu fordæmi. Eðlilegt er að gerð sé krafa um lágmarks umhverfisfótspor við opinber innkaup. Þetta er einfalt að gera með því að setja í lög um opinber innkaup að ávallt skuli velja þá vöru sem er með minnsta umhverfisfótsporið. 
 
Með slíkri breytingu má draga verulega úr umhverfisfótspori Íslands á stuttum tíma. Almenn regla af þessu tagi mismunar ekki og stenst þær alþjóðlegu skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Siðleg innkaupastefna fyrir ríkið, sveitarfélög, sjúkrastofnanir, skóla og opinber fyrirtæki vegur þungt í þeirri viðleitni að standa vörð um hreinleika íslenskrar náttúru og ímynd landsins. Með þessu getur hið opinbera lagt bændum, sjómönnum, ferðaþjónustunni og fleirum lið við að verja og efla þau verðmæti sem landið og miðin eru. 
 
Svavar Halldórsson
framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts 
Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...