Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eiturlofttegundir í innilofti fjósa og fjárhúsa
Lesendarýni 28. ágúst 2015

Eiturlofttegundir í innilofti fjósa og fjárhúsa

Höfundur: Friðrik Daníelsson
Inniloftsmengun getur orðið hættuleg í fjósum og haughúsum eins og bændur hafa fengið að reyna í aldir. Er það fyrst og fremst hin eitraða lofttegund brennisteinsvetni sem veldur mestri hættu. 
 
Image caption goes here
Sem betur fer er sterk (skíta-) lykt af brennisteinsvetninu svo menn fá viðvörun. En ef styrkur er mikill, yfir 100 ppm (milljónustu), lamast lyktarskynið og hættan stóreykst. Við niðurbrot í húsdýraskít myndast nokkrar fleiri eitraðar lofttegundir, áberandi úr kúamykju en líka getur orðið talsvert af þeim í fjárhúsum. Auk brennisteinsvetnis myndast ammoníak og jafnvel köfnunarefnissýrlingar. Einnig myndast óeitraðar gastegundir, s.s. metan. Það er líka varasamt þó að það eitt og sér sé ekki eitrað, það þynnir loftið og lækkar súrefnisinnihaldið, eins og reyndar fleiri gastegundir úr húsdýraskítnum, og getur valdið súrefnisskorti og jafnvel sprengihættu. Koltvísýringur myndast líka og ryður burt súrefninu, sé hann í miklu magni veldur hann örari öndun og súrefnisskorti. 
 
Mengun í útihúsum getur farið yfir viðmiðunarmörk
 
Í reglugerðum 1066/2014 og 438/2002 eru mörk á styrk brennisteinsvetnis (0,5 ppm) og ammoníaks (20 ppm) fyrir kindur og kýr í fjárhúsa- og fjósalofti.  Svo virðist sem stofnanir hérlendis hafi ekki gert kerfisbundnar mælingar á mengunninni, helst hafa áhugamenn verið að mæla. Til eru mælingar sem Vinnueftirlitið hefur gert af sérstökum tilefnum í fjósalofti. Af þeim má draga þá ályktun að mengunin fari stundum yfir mörkin. 
 
Gastegundirnar skaða heilsu bæði dýra og manna og gera fólk og fé veikari fyrir öðrum heilsubrestum og er því ástæða til að fylgjast vel með menguninni. Ammoníak (stingandi lykt) veldur ertingu og í framhaldi ætingu, bólgum og veiklun öndunarfæra, brennisteinsvetni (skítalykt) gerir það einnig og veldur höfuðverk og svimakennd, og það sem er alvarlegra, veldur líka bráðalömun öndunarstöðva í heila og meðvitundarleysi við lágan styrk (0,05% af inniloftinu) og köfnun og skjótum dauða ef styrkur verður nógu hár. 
 
Köfnunarefnissýrlingarnir (þung hráalykt,veikur sætur keimur gæti fundist með) geta valdið vökva í lungum og köfnun. Fyrir bændur og aðra þá sem vinna við fjós og fjárhús gilda mengunarmörk sem eru í reglugerð 390/2009. Bæði eru þar gildin sem mega vera í inniloftinu við vinnu í 8 klst. í einu (brennisteinsvetni 5 ppm, ammoníak 20 ppm, köfnunarefnistvíildi 3 ppm) og í 15 mínútur en þau gildi eru oftast tvöfalt hærri en gildin fyrir 8 tímana. Fari mengunin í hærra gildið (kallast þakgildi) þarf að rýma svæðið innan stundarfjórðungs. 
 
Eiturgasið er frekar auðvelt að mæla
 
Allar þessar eiturgastegundir er frekar auðvelt að mæla. Þó að brennisteinsvetnið í kúamykjunni sé þekktasta eiturlofttegundin þurfa bændur líka að vera á varðbergi gagnvart öðrum gastegundum, súrefniseyðingu og súrefnisskorti í bæði fjósum og fjárhúsum og hafa næga loftræstingu. Sín vegna en hraustar kindur og kýr eru gleði bóndans!
Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...