Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurreisum sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki
Mynd / HKr.
Lesendarýni 12. nóvember 2019

Endurreisum sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson
Fyrir nokkrum árum voru 3 sútunarverksmiðjur, sem sútuðu gærur, starfræktar hér á landi.  Það var Skinnaverksmiðjan Iðunn á Akureyri,  sem starfrækt var af SÍS, Sútunarverksmiðja Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík og Loðskinn hf. á Sauðárkróki.
 
Gærur voru uppistaðan í hráefni þessara verksmiðja. Allar bjuggu þessar verksmiðjur yfir mikilli þekkingu og voru búnar góðum tækjum. Þekking á þessu sviði var mikil hér á landi; aðeins er eftir hluti af þessari þekkingu. Sú þekking er í verksmiðjunni á Sauðárkróki. Þeirri þekkingu megum við ekki glata. Það verður því að endurreisa sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki. Það er auk þess besta leiðin til að verðmætin glatist ekki. Það mun auk þess gagnast íslenskri sauðfjárrækt, þegar til lengri tíma er litið.
 
Íslenska gæran er ein allra besta gæra til framleiðslu ákveðinna vara úr skinnum, þar sem hún er létt og að mestu leyti laus við skemmdir á hárramnum, t.d. af völdum skordýra og annara sníkjudýra, sem veldur skemmdum af ýmsu tagi og verðmætarýrnun gærunnar.
 
Á það má einnig benda að gærur og skinn eru ,,græn“, koma í stað plastefna, eru náttúruvænar afurðir.  Þetta eru efni sem  koma alls staðar að notum.
 
Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...