Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Lesendarýni 28. desember 2023

Komið er að skuldadögum

Höfundur: Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Það er komið að skuldadögum í orkumálum. Það er fyrirsjáanlegur orkuskortur í landinu og fyrir Alþingi liggur fyrir neyðarfrumvarp sem snýst um að bjarga vetrinum.

Frumvarpið felur í sér skammtímalausn til þess að tryggja orku til heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja en allir eru sammála um að slík trygging sé nauðsynleg. Staðan sem við horfumst í augu við í orkumálum er heimagerður vandi. Við höfum ekkert gert sem heitið getur í grænorkumálum í 15 til 20 ár, bæði hvað varðar rafmagn og heitt vatn.

Ég hef verið að benda á þetta í tvö ár og það er kannski það eina jákvæða í stöðunni að nú sé fólk farið að hlusta.

Ég er gjarnan spurður hvenær og hvort ég ætli ekki að virkja meira. Ég mun ekkert virkja, það eru orkufyrirtækin sem reisa og reka virkjanir. Það má öllum vera ljóst að við höfum stigið stór skref í því sem snýr að okkur. Við rufum níu ára pólitíska kyrrstöðu með samþykkt Rammaáætlunar.

Stærsta einföldunarmál sögunnar í orkumálum var samþykkt með aflaukningarfrumvarpinu sem feluríséraðhægteraðfaraí tæknibreytingar á þeim virkjunum sem þegar eru til staðar með það að markmiði að ná út úr þeim meira afli, án þess að þær breytingar þurfi að fara í gegnum Rammaáætlun. Við samþykktum orkusparnaðarfrumvarp, gjarnan kennt við varmadælur sem tryggir betri orkunýtni. Við höfum sett af stað stærsta jarðhitaleitarátak aldarinnar og það fyrsta í einn og hálfan áratug, sem er löngu tímabært. Þrjú frumvörp um sameiningu átta stofnana í þrjár, á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, hafa verið samþykkt í ríkisstjórn. Við höfum unnið að einföldun leyfisveitingaferla varðandi græna orkuöflun. Í vikunni verða kynntar hugmyndir um nýtt einfaldað fyrirkomulag um vindorku.

Niðurstaða starfshóps um skattalegt umhverfi orkuvinnslu mun væntanlega liggja fyrir á næstu dögum en hópnum er m.a. ætlað að kanna leiðir til að ávinningur vegna auðlindanýtingar skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga.

Neyðarfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi tekur á skammtímavandanum. Við erum löngu byrjuð að taka stór skref til þess að finna lausnir til lengri tíma. Nú skiptir máli að orkufyrirtækin, þingið og þjóðin standi saman um öflun grænnar orku í landinu.

Skylt efni: orkumál

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...