Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Helleborus orientalis – Fösturós.
Helleborus orientalis – Fösturós.
Lesendarýni 2. júní 2023

Plöntuleit Félags garðplöntuframleiðenda uppfærð

Höfundur: Stjórn Félags garðplöntuframleiðenda.

Félag garðplöntuframleiðenda fékk styrk til að endurgera gagnagrunn um garðplöntur sem framleiddar eru og seldar á Íslandi. Þessi gagnagrunnur hefur verið hluti af heimasíðu félagsins og hefur komið öllum sem hyggja á ræktun að góðum notum.

Ligularia sibirica - Dísarskjöldur.

Í Samkomulagi um breytingar á samningi um starfsskilyrði garðyrkjuafurða er gert ráð fyrir fjármunum til loftslagsverkefna. Félag garðplöntuframleiðenda hefur verið með ýmis átaksverkefni í gangi til að vekja athygli á hlut garðræktar í kolefnisbindingu.

Fólk verður sífellt meðvitaðra um jákvæð áhrif gróðurs og grænna svæða á líkamlega og andlega heilsu. Gróður gegnir lykilhlutverki við kolefnisbindingu, því er ræktun almennings eitt af því sem hver og einn getur lagt af mörkum við að hafa jákvæð áhrif í loftslagsmálum. Félagið sótti um og fékk styrk frá þessu verkefni til að vinna að því að koma upplýsingum um ræktun á framfæri við almenning.

Á heimasíðu félagsins www.gardplontur.is er safn af fróðleiksgreinum sem hver og einn getur nýtt sér við sína ræktun. Hluti af heimasíðunni er gagnagrunnurinn Plöntuleit. Þar er að finna kynningu á fjölbreyttum tegundum garðplantna sem ræktaðar eru á Íslandi, sjá af þeim myndir og fræðast um við hvaða skilyrði þær henta. Þarna á fólk að geta fundið hvaða tré og runnar eru í boði, sem og skrautplöntur í garða eða mat og kryddjurtir. Plöntuleitargrunnurinn er hugsaður til að nýtast jafnt kaupendum sem seljendum við að fræðast og fræða um hvað best er gera á hverjum stað.

Vinna við nýja og uppfærða útgáfu af plöntuleitargrunninum hófst árið 2021. Gögnin voru sett upp í nýtt umhverfi til að gera þau aðgengilegri og að myndir af plöntunum nytu sín betur. Pétur Pétursson, starfsmaður TRS, sá um tæknivinnuna, Guðrún Þórðardóttir og Drífa Björk Jónsdóttir sáu um að yfirfæra gögnin og leiðrétta þau, flestar myndirnar eru úr söfnum Guðríðar Helgadóttur og Hólmfríðar A. Sigurðardóttur. Það hefur verið stórkostlegt að fá að nota myndir frá þessum heiðurskonum því góð mynd segir meira en 1000 orð. Yfirstjórn verkefnisins hefur verið á höndum stjórnarmanna í félaginu, þeirra Guðmundar Vernharðssonar og Helgu Rögnu Pálsdóttur.

Aðstandendur verkefnisins eru mjög stoltir af afurðinni og vonast til að sem flestir nýti sér Plöntuleitina.

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...