Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Helleborus orientalis – Fösturós.
Helleborus orientalis – Fösturós.
Lesendarýni 2. júní 2023

Plöntuleit Félags garðplöntuframleiðenda uppfærð

Höfundur: Stjórn Félags garðplöntuframleiðenda.

Félag garðplöntuframleiðenda fékk styrk til að endurgera gagnagrunn um garðplöntur sem framleiddar eru og seldar á Íslandi. Þessi gagnagrunnur hefur verið hluti af heimasíðu félagsins og hefur komið öllum sem hyggja á ræktun að góðum notum.

Ligularia sibirica - Dísarskjöldur.

Í Samkomulagi um breytingar á samningi um starfsskilyrði garðyrkjuafurða er gert ráð fyrir fjármunum til loftslagsverkefna. Félag garðplöntuframleiðenda hefur verið með ýmis átaksverkefni í gangi til að vekja athygli á hlut garðræktar í kolefnisbindingu.

Fólk verður sífellt meðvitaðra um jákvæð áhrif gróðurs og grænna svæða á líkamlega og andlega heilsu. Gróður gegnir lykilhlutverki við kolefnisbindingu, því er ræktun almennings eitt af því sem hver og einn getur lagt af mörkum við að hafa jákvæð áhrif í loftslagsmálum. Félagið sótti um og fékk styrk frá þessu verkefni til að vinna að því að koma upplýsingum um ræktun á framfæri við almenning.

Á heimasíðu félagsins www.gardplontur.is er safn af fróðleiksgreinum sem hver og einn getur nýtt sér við sína ræktun. Hluti af heimasíðunni er gagnagrunnurinn Plöntuleit. Þar er að finna kynningu á fjölbreyttum tegundum garðplantna sem ræktaðar eru á Íslandi, sjá af þeim myndir og fræðast um við hvaða skilyrði þær henta. Þarna á fólk að geta fundið hvaða tré og runnar eru í boði, sem og skrautplöntur í garða eða mat og kryddjurtir. Plöntuleitargrunnurinn er hugsaður til að nýtast jafnt kaupendum sem seljendum við að fræðast og fræða um hvað best er gera á hverjum stað.

Vinna við nýja og uppfærða útgáfu af plöntuleitargrunninum hófst árið 2021. Gögnin voru sett upp í nýtt umhverfi til að gera þau aðgengilegri og að myndir af plöntunum nytu sín betur. Pétur Pétursson, starfsmaður TRS, sá um tæknivinnuna, Guðrún Þórðardóttir og Drífa Björk Jónsdóttir sáu um að yfirfæra gögnin og leiðrétta þau, flestar myndirnar eru úr söfnum Guðríðar Helgadóttur og Hólmfríðar A. Sigurðardóttur. Það hefur verið stórkostlegt að fá að nota myndir frá þessum heiðurskonum því góð mynd segir meira en 1000 orð. Yfirstjórn verkefnisins hefur verið á höndum stjórnarmanna í félaginu, þeirra Guðmundar Vernharðssonar og Helgu Rögnu Pálsdóttur.

Aðstandendur verkefnisins eru mjög stoltir af afurðinni og vonast til að sem flestir nýti sér Plöntuleitina.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...