Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Helleborus orientalis – Fösturós.
Helleborus orientalis – Fösturós.
Lesendarýni 2. júní 2023

Plöntuleit Félags garðplöntuframleiðenda uppfærð

Höfundur: Stjórn Félags garðplöntuframleiðenda.

Félag garðplöntuframleiðenda fékk styrk til að endurgera gagnagrunn um garðplöntur sem framleiddar eru og seldar á Íslandi. Þessi gagnagrunnur hefur verið hluti af heimasíðu félagsins og hefur komið öllum sem hyggja á ræktun að góðum notum.

Ligularia sibirica - Dísarskjöldur.

Í Samkomulagi um breytingar á samningi um starfsskilyrði garðyrkjuafurða er gert ráð fyrir fjármunum til loftslagsverkefna. Félag garðplöntuframleiðenda hefur verið með ýmis átaksverkefni í gangi til að vekja athygli á hlut garðræktar í kolefnisbindingu.

Fólk verður sífellt meðvitaðra um jákvæð áhrif gróðurs og grænna svæða á líkamlega og andlega heilsu. Gróður gegnir lykilhlutverki við kolefnisbindingu, því er ræktun almennings eitt af því sem hver og einn getur lagt af mörkum við að hafa jákvæð áhrif í loftslagsmálum. Félagið sótti um og fékk styrk frá þessu verkefni til að vinna að því að koma upplýsingum um ræktun á framfæri við almenning.

Á heimasíðu félagsins www.gardplontur.is er safn af fróðleiksgreinum sem hver og einn getur nýtt sér við sína ræktun. Hluti af heimasíðunni er gagnagrunnurinn Plöntuleit. Þar er að finna kynningu á fjölbreyttum tegundum garðplantna sem ræktaðar eru á Íslandi, sjá af þeim myndir og fræðast um við hvaða skilyrði þær henta. Þarna á fólk að geta fundið hvaða tré og runnar eru í boði, sem og skrautplöntur í garða eða mat og kryddjurtir. Plöntuleitargrunnurinn er hugsaður til að nýtast jafnt kaupendum sem seljendum við að fræðast og fræða um hvað best er gera á hverjum stað.

Vinna við nýja og uppfærða útgáfu af plöntuleitargrunninum hófst árið 2021. Gögnin voru sett upp í nýtt umhverfi til að gera þau aðgengilegri og að myndir af plöntunum nytu sín betur. Pétur Pétursson, starfsmaður TRS, sá um tæknivinnuna, Guðrún Þórðardóttir og Drífa Björk Jónsdóttir sáu um að yfirfæra gögnin og leiðrétta þau, flestar myndirnar eru úr söfnum Guðríðar Helgadóttur og Hólmfríðar A. Sigurðardóttur. Það hefur verið stórkostlegt að fá að nota myndir frá þessum heiðurskonum því góð mynd segir meira en 1000 orð. Yfirstjórn verkefnisins hefur verið á höndum stjórnarmanna í félaginu, þeirra Guðmundar Vernharðssonar og Helgu Rögnu Pálsdóttur.

Aðstandendur verkefnisins eru mjög stoltir af afurðinni og vonast til að sem flestir nýti sér Plöntuleitina.

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...