Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
R4158A rennur út
Lesendarýni 16. maí 2023

R4158A rennur út

Höfundur: Stefán Skafti Hrefnu- og Steinólfsson Ytri-Fagradal, Skarðsströnd, Dalabyggð. Ættaður frá Hamri í Hamarsfirði.

Góðir lesendur í Djúpavogshreppi, Múlaþingi og aðrir landsmenn.

Stefán Skafti Hrefnu- og Steinólfsson

Þann 8. maí sl. rann út rannsóknarleyfi nr. R4158A, fyrirhuguð virkjun í Hamarsá í Hamarsdal.

Ég skora á íbúa í fyrrum Djúpavogshreppi, kjörna fulltrúa Múlaþings, viðkomandi stofnanir sem og landeigendur að hafna öllum virkjunaráformum í Hamarsdal. Taka höndum saman og friða dalinn fyrir spjöllum.

Á Austurlandi er raforkuframleiðsla með því mesta sem þekkist, um 135 MW st/íbúa. Ekkert réttlætir það að níða landið til frekari raforkuframleiðslu.

Mikilvægara er að dreifa raforkunni af skynsemi og ljúka þrífösun landsbyggðar strax. Rarik á heiður skilinn við lagningu jarðstrengja og þrífösun landsins en það er fjárskorti að kenna um að lagning jarðstrengja er stopp í Berufirði. Pólitísk ákvörðun. Allir landsmenn ættu að sitja við sama borð með þriggja fasa rafmagn og jöfnun kostnaðar til húshitunar. Fyrr geta engin orkuskipti hafist.

Eftir stórkostlegt inngrip Kárahnjúkavirkjunar og þau sár sem aldrei gróa,var náttúru Austurlands heitið griðum.

Lauslega má áætla, án ábyrgðar að glatvarminn frá álverinu á Reyðarfirði sé u.þ.b. 30-50 MW. Að mörgu er að hyggja og hví skyldi náttúran ekki njóta vafans?

Óbyggð víðerni njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Fyrirhuguð virkjun myndi raska votlendi, stöðuvötnum og tjörnum samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga.

Sviðinhornahraun er einstakt víðerni sem ber að vernda. Ísland býr yfir einstökum víðernum í Evrópu. Að eyðileggja ósnortna náttúru, ásamt því að reisa 50 metra háar stíflur er hryðjuverk í fallegum dal.

Í september 2022 varð mikill skaði í skógrækt samfélagsins í Djúpavogshreppi. Skaðinn varð í Hálsaskógi í miklu óveðri og mikið af trjám brotnaði og eyðilagðist. Þessi skaði snerti samfélagið djúpt, en er þó ekki óbætanlegur, þ.e.a.s. hægt er að planta trjám og þau vaxa aftur.

Tíminn læknar þar sárin. En vill samfélagið og landsmenn valda óbætanlegum skaða á náttúru Hamarsdals? Ég held ekki. Þyrmum Hamarsdal fyrir komandi kynslóðir.

Hamarsá dynji heil til óss
hlykkist um dalinn fríða
henni skal vægja, heimsins góss
hana má aldrei níða

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...