Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML, og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ.
Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML, og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ.
Lesendarýni 1. september 2022

Ráðunautafundur 2022

Höfundur: Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML, og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) héldu ráðunautafund 18.-19. ágúst sl. á Hvanneyri.

Fundurinn var vel sóttur af sérfræðingum beggja stofnana, en um 40 manns tóku þátt. Haldin voru erindi um áherslur stofnananna og um nokkur verkefni sem eru í gangi. Líflegar umræður sköpuðust um framtíðartækifæri í íslenskum landbúnaði og verður hér stiklað á stóru um helstu niðurstöður fundarins.

Umræðurnar sneru að mestu leyti að fimm áhersluatriðum sem undirbúningsnefndin lagði fyrir fundarmenn: 1) Bútækni framtíðarinnar – 4. iðnbyltinguna; 2) Sjálfbærni – loftslagsmál; 3) Þýðingu jarðræktar fyrir fæðuöryggi; 4) Búfjárrækt; og 5) Afkomu bænda.

Bútækni framtíðarinnar – 4. iðnbyltingin

Fyrirséð er að miklar breytingar verða í bútækni á næstu árum með aukinni tækni- og sjálfvirknivæðingu, notkun gervigreindar og nákvæmari og markvissari skráningum. Hér getur bústærð í sumum tilfellum torveldað innleiðingu, en í öðrum tilfellum getur tæknin auðveldað rekstur smærri búa.

Girðingalaus beitarstýring og drónanotkun er þegar farin að ryðja sér til rúms, sem og betri nýting ýmissa mælinga. Bútækni framtíðar mun tengjast loftslagsmálum með beinum hætti og hér þarf að huga að fjárhagslegum hvötum. Orkuskipti verður stór þáttur og brýnt er að við finnum leiðir til orkusparnaðar og aukum notkun innlendra orkugjafa.

Sjálfbærni - loftslagsmál

Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á framtíð landbúnaðar, sjálfbærni og loftslagsmál. Íslenskur landbúnaður á að vera kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Það eru flestir sammála um að Ísland á hér gríðarleg tækifæri, en til að ná tilætluðum árangri þarf að vinna eftir skýrri aðgerðaáætlun og tryggja fjármuni. Stóru þættirnir hér liggja í landnýtingu, orkuskiptum, bættri nýtingu næringarefna, bættri fóðrun, en einnig nýjum framleiðsluaðferðum og jafnvel framleiðslu nýrra afurða.

Mótvægisaðgerðir, s.s. skógrækt, landgræðsla og endurheimt, spila einnig stórt hlutverk og þar þarf að styðja við rannsóknir og tilraunir í auknum mæli.

Þýðing jarðræktar fyrir fæðuöryggi

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um þýðingu jarðræktar og möguleika til stóraukinnar framleiðslu hérlendis. Hér þarf að auka rannsóknir og ráðgjöf og tryggja fjármuni til að bæta kynbótastarf. Áhugi er á því að koma upp kornsamlagi til að einfalda bændum að auka framleiðsluna. Í þessu samhengi þarf einnig að huga að aukinni útiræktun og ylrækt þar sem innlend orka er nýtt og í öllum tilfellum er um að ræða vaxandi möguleika á fullvinnslu afurða eftir því sem innlend framleiðsla eykst.

Búfjárrækt

Góður árangur í búfjárrækt byggir á öflugu kynbótastarfi, góðum búskaparháttum og að fylgst sé með hjörðinni. Sífellt þarf að fylgjast með nýsköpun og tækninýjungum sem geta skapað ný tækifæri í síbreytilegum heimi. Markaðssetning, gæði og verð á íslenskum afurðum er ein af lykilforsendum þess að ná árangri til framtíðar.

Afkoma bænda

Á sama tíma og lögð er áhersla á landbúnað, matvælaframleiðslu og fæðuöryggi í stefnu stjórnvalda og umræðan sjaldan verið meiri um að Íslendingar geti og eigi að framleiða meira af hágæðamatvörum, eru margir bændur að hætta framleiðslu víða um land.

Ástæðan er oft vegna slæmrar afkomu. Hér þarf að bregðast við. Íslendingar þurfa að eiga stefnu um þetta mikilvæga málefni til langs tíma, þ.e. til nokkurra áratuga og tryggja þarf aukna samvinnu aðila og að hvatar í kerfinu tryggi góðan árangur.

Aukin samvinna

RML og LbhÍ munu standa saman í því að efla samvinnu aðila og leggja áherslu á aukna eftirfylgni með stefnu stjórnvalda og að sett verði stefna til lengri tíma. Tryggja þarf skýra aðgerðaáætlun og fjárfestingar sem varðar leiðina að settu marki. Hraða þarf enn frekar orkuskiptum í greininni samhliða aukinni tækni- og sjálfvirknivæðingu. Tryggja þarf umbun til bænda sem gera vel í loftslagsmálum. Huga þarf að breytingum í neysluvenjum, hækkun verðs á aðföngum, nýsköpun og nýjum tækifærum, þróa áfram kennslu í landbúnaðarfræðum miðað við nýjar áskoranir, efla alþjóðlegt samstarf og aðlagast þeim breytingum sem eru að verða.

Landbúnaður varðar umhverfi, samfélag og efnahag okkar, skilvirk og trygg matvælaframleiðsla er þjóðaröryggismál og greinin þarf að hafa stöðu sem slík. Fundarmenn voru allir sammála um að íslenskur landbúnaður hefur gríðarleg tækifæri til framtíðar og nú þyrfti hugrekki og nýja hugsun til að skapa og grípa þau.

Að loknum fundi var Spildudagur RML og LbhÍ haldinn í Jarðræktarmiðstöðinni á Hvanneyri og tilraunareitir skoðaðir.

Sérlega ánægjulegt var hversu góð þátttakan var og komu bændur og sérfræðingar víða að. Þökkum við kærlega fyrir góðar viðtökur og hlökkum til þess að auka enn frekar samstarf aðila.

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...