Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sauðkindin er varnarlaus í rigningar­slagviðrum og slyddu!
Lesendarýni 22. júlí 2015

Sauðkindin er varnarlaus í rigningar­slagviðrum og slyddu!

Höfundur: Hallgrímur Sveinsson
Sannleikurinn er sá að það gerir hret á flestum vorum hér fyrir vestan. Þetta vor er engin undan­tekning. Auk þess hefur það verið mjög kalt eins og oft er raunin.
 
Sigurjón á Lokinhömrum með ánni Svöl sem hrapaði úr Fuglberginu forðum, fleiri hundruð metra. Og lifði það af. Aldrei hvarflaði að þeim mikla fjárræktarmanni að svipta ærnar sínar þeirri einu nátt­úrulegu vörn sem þær höfðu á köldu vestfirsku vori. 
Mannskepnan er búin að ræna sauðkindinni þeirri einu vörn sem hún hefur í slíkum vorum: Ullinni. Hún hélt lífinu í henni í gegnum aldirnar og þar með hinni íslensku þjóð. Nú eru blessaðar ærnar settar varnarlausar út í vorharðindin og verra en það. Er nema von að illa fari sagði gamall og lífsreyndur smali um daginn. En oft er það gott er gamlir kveða eins og þar stendur. 
 
Spekingarnir í Heita pottinum  á Þingeyri láta ekki að sér hæða. Um daginn var verið að ræða um sauðkindina og hvernig henni reiðir af án hinnar einu varnar sem náttúran hefur gefið henni. Semsagt ullarlausri með tvö og þrjú lömb.
 
Þá sagði ein frúin: „Hvernig ætli hefði farið fyrir léttadrengnum á Brekku ef honum hefði nú verið sleppt út úr fjárhúsinu allsberum í því ógnarlega vatns- og slydduveðri sem var í vikunni?“ Ekki stóð á svari: „Hann hefði króknað úr kulda, nákvæmlega eins og ullarlausar ærnar í tuga- eða hundraðatali um daginn hér fyrir vestan.“
 
Menn voru algjörlega sammála um að það sé nákvæmlega sama lögmálið, hvort sem um mannskepnuna er að ræða eða sauðkindina. Nema hvað sauðkindin er harðgerðari. Og nú þurfa sauðfjárbændur að athuga sinn gang. Þó fyrr hefði verið. 
 
 
Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...