Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sauðkindin er varnarlaus í rigningar­slagviðrum og slyddu!
Lesendarýni 22. júlí 2015

Sauðkindin er varnarlaus í rigningar­slagviðrum og slyddu!

Höfundur: Hallgrímur Sveinsson
Sannleikurinn er sá að það gerir hret á flestum vorum hér fyrir vestan. Þetta vor er engin undan­tekning. Auk þess hefur það verið mjög kalt eins og oft er raunin.
 
Sigurjón á Lokinhömrum með ánni Svöl sem hrapaði úr Fuglberginu forðum, fleiri hundruð metra. Og lifði það af. Aldrei hvarflaði að þeim mikla fjárræktarmanni að svipta ærnar sínar þeirri einu nátt­úrulegu vörn sem þær höfðu á köldu vestfirsku vori. 
Mannskepnan er búin að ræna sauðkindinni þeirri einu vörn sem hún hefur í slíkum vorum: Ullinni. Hún hélt lífinu í henni í gegnum aldirnar og þar með hinni íslensku þjóð. Nú eru blessaðar ærnar settar varnarlausar út í vorharðindin og verra en það. Er nema von að illa fari sagði gamall og lífsreyndur smali um daginn. En oft er það gott er gamlir kveða eins og þar stendur. 
 
Spekingarnir í Heita pottinum  á Þingeyri láta ekki að sér hæða. Um daginn var verið að ræða um sauðkindina og hvernig henni reiðir af án hinnar einu varnar sem náttúran hefur gefið henni. Semsagt ullarlausri með tvö og þrjú lömb.
 
Þá sagði ein frúin: „Hvernig ætli hefði farið fyrir léttadrengnum á Brekku ef honum hefði nú verið sleppt út úr fjárhúsinu allsberum í því ógnarlega vatns- og slydduveðri sem var í vikunni?“ Ekki stóð á svari: „Hann hefði króknað úr kulda, nákvæmlega eins og ullarlausar ærnar í tuga- eða hundraðatali um daginn hér fyrir vestan.“
 
Menn voru algjörlega sammála um að það sé nákvæmlega sama lögmálið, hvort sem um mannskepnuna er að ræða eða sauðkindina. Nema hvað sauðkindin er harðgerðari. Og nú þurfa sauðfjárbændur að athuga sinn gang. Þó fyrr hefði verið. 
 
 
Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...