Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Verkin sýna merkin
Mynd / Odd Stefan
Lesendarýni 30. maí 2024

Verkin sýna merkin

Höfundur: Tjörvi Bjarnason, eigandi Matlands.

Um leið og Katrín Jakobsdóttir bauð fram krafta sína til embættis forseta Íslands ákvað ég að styðja hana með ráðum og dáð.

Tjörvi Bjarnason.

Ástæðan er einkum sú að með fyrri verkum, framkomu og gjörðum hefur hún fyrir löngu sannað sig sem framúrskarandi manneskja. Katrín kann að koma fyrir sig orði, er heiðarleg og röggsöm, fróð, skemmtileg og dugleg.

Við fjölbreyttar aðstæður hefur Katrín sýnt styrk sinn áreynslulaust, laus við allan rembing, væmni eða tilgerð. Hún er sjóuð og kann þá list að vinna með ólíku fólki, taka erfiðar ákvarðanir og sýna forystu.

Öflugur bandamaður

Undirritaður starfaði um árabil fyrir hagsmunasamtök bænda og getur rakið samskipti við Katrínu aftur fyrir bankahrun. Alltaf hefur hún sýnt landbúnaði, íslenskri matvælaframleiðslu og bændum mikinn áhuga og virðingu. Ég furðaði mig stundum á hversu vel hún var inni í málum þótt hún væri ekki með landbúnaðinn beinlínis á sinni könnu.

Sjálfbær og gróskumikill landbúnaður

Katrínu er umhugað um náttúru landsins og hefur fyrir löngu sýnt að sjálfbær auðlindanýting og umhverfismál eru henni hugleikin. Fjölmörg dæmi af hennar þing- og ráðherraferli sanna það. Það var t.d. Katrín sem talaði fyrir lagabreytingum um takmarkanir á erlendu eignarhaldi lands og það var í hennar tíð sem metnaðarfullri matvælastefnu var hrint í framkvæmd. Þar er leiðarljósið að efla fæðuöryggi þjóðarinnar, gæta auðlindanna og að styrkja stoðir innlendrar matvælaframleiðslu. Þar eru ekki bara orðin tóm því nú þegar hefur auknum fjármunum verið varið í kornrækt, beina aðstoð við bændur til að mæta hækkandi aðfangaverði og rekstrarvanda, stofnun Matvælasjóðs, eflingu lífrænnar ræktunar og gerð upprunamerkinga fyrir íslenskar búvörur. Margt fleira var gert á hennar vakt í stjórnarráðinu sem of langt væri að telja upp hér. En vert er að minnast forystu Katrínar á erfiðum kórónutímum og þegar náttúruhamfarir hafa dunið á þjóðinni.

Þegar horft er yfir sviðið og þeirra verka sem forseti Íslands þarf að gegna í framtíðinni er valið einfalt í mínum huga. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur best til að sinna búi á Bessastöðum.

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...