Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Verkin sýna merkin
Mynd / Odd Stefan
Lesendarýni 30. maí 2024

Verkin sýna merkin

Höfundur: Tjörvi Bjarnason, eigandi Matlands.

Um leið og Katrín Jakobsdóttir bauð fram krafta sína til embættis forseta Íslands ákvað ég að styðja hana með ráðum og dáð.

Tjörvi Bjarnason.

Ástæðan er einkum sú að með fyrri verkum, framkomu og gjörðum hefur hún fyrir löngu sannað sig sem framúrskarandi manneskja. Katrín kann að koma fyrir sig orði, er heiðarleg og röggsöm, fróð, skemmtileg og dugleg.

Við fjölbreyttar aðstæður hefur Katrín sýnt styrk sinn áreynslulaust, laus við allan rembing, væmni eða tilgerð. Hún er sjóuð og kann þá list að vinna með ólíku fólki, taka erfiðar ákvarðanir og sýna forystu.

Öflugur bandamaður

Undirritaður starfaði um árabil fyrir hagsmunasamtök bænda og getur rakið samskipti við Katrínu aftur fyrir bankahrun. Alltaf hefur hún sýnt landbúnaði, íslenskri matvælaframleiðslu og bændum mikinn áhuga og virðingu. Ég furðaði mig stundum á hversu vel hún var inni í málum þótt hún væri ekki með landbúnaðinn beinlínis á sinni könnu.

Sjálfbær og gróskumikill landbúnaður

Katrínu er umhugað um náttúru landsins og hefur fyrir löngu sýnt að sjálfbær auðlindanýting og umhverfismál eru henni hugleikin. Fjölmörg dæmi af hennar þing- og ráðherraferli sanna það. Það var t.d. Katrín sem talaði fyrir lagabreytingum um takmarkanir á erlendu eignarhaldi lands og það var í hennar tíð sem metnaðarfullri matvælastefnu var hrint í framkvæmd. Þar er leiðarljósið að efla fæðuöryggi þjóðarinnar, gæta auðlindanna og að styrkja stoðir innlendrar matvælaframleiðslu. Þar eru ekki bara orðin tóm því nú þegar hefur auknum fjármunum verið varið í kornrækt, beina aðstoð við bændur til að mæta hækkandi aðfangaverði og rekstrarvanda, stofnun Matvælasjóðs, eflingu lífrænnar ræktunar og gerð upprunamerkinga fyrir íslenskar búvörur. Margt fleira var gert á hennar vakt í stjórnarráðinu sem of langt væri að telja upp hér. En vert er að minnast forystu Katrínar á erfiðum kórónutímum og þegar náttúruhamfarir hafa dunið á þjóðinni.

Þegar horft er yfir sviðið og þeirra verka sem forseti Íslands þarf að gegna í framtíðinni er valið einfalt í mínum huga. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur best til að sinna búi á Bessastöðum.

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...

Gróska eða stöðnun?
Lesendarýni 7. nóvember 2024

Gróska eða stöðnun?

Árið 2018 vann KPMG skýrslu fyrir þáverandi landbúnaðar­ráðherra þar sem sviðsmy...

Þjóðarátak í samgöngumálum
Lesendarýni 6. nóvember 2024

Þjóðarátak í samgöngumálum

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þegar kemur að samgöngumálum. Vegakerfi la...

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar
Lesendarýni 5. nóvember 2024

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar

Íslendingar eru og hafa ætíð verið landbúnaðarþjóð. Ræktun lands og nytjar hafa ...

Kvenfélagið Freyja 90 ára
Lesendarýni 1. nóvember 2024

Kvenfélagið Freyja 90 ára

Það var í júní árið 1934 sem nokkrar konur komu saman að Krossi í Austur-Landeyj...

Leitum samstarfsaðila fyrir landsbyggðarverkefni
Lesendarýni 31. október 2024

Leitum samstarfsaðila fyrir landsbyggðarverkefni

Landsbyggðin lifi leitar eftir samstarfi við framfarafélög, þorp, bæjarfélög eða...