Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrossagaukur í votlendi.
Hrossagaukur í votlendi.
Mynd / Sigurjón Einarsson
Lesendarýni 28. nóvember 2022

Votlendissjóður í alþjóðlegu samhengi

Höfundur: Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í Helsinki við hátíðlega athöfn í byrjun mánaðar.

Einar Bárðarson.

Norðurlandaráð veitir fimm bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Votlendissjóðurinn var einn af fimm aðilum sem hlaut tilnefningu til umhverfisverðlaunanna í ár.

Allar tilnefningar tengdar votlendi nema ein

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða.

Þema verðlaunanna er mismunandi frá ári til árs. Þema ársins er „Náttúrumiðaðar lausnir – alhliða svar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins“.

Votlendissjóðurinn samfagnar innilega vinningshöfum Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Það var sambærilegt verkefni á Álandseyjum sem vann en í bænum Mariehamn á Álandseyjum hefur endurheimt votlendi nálægt þéttbýli veirð gert að votlendisgarði sem gagnast í eflingu vatnsgæða, eykur líffræðilegan fjölbreytileika og er notað sem afþreyingarsvæði af íbúum Mariehamn. Þá má geta þess að öll tilnefndu verkefnin eru tengd endurheimt og viðhalda votlendi nema eitt sem kom frá Grænlandi.

Þakklæti

Við sem komum að rekstri Votlendissjóðs erum stolt af því að hafa hlotið þessa tilnefningu og vera sett í sama flokk og allir sem hana hlutu í ár og allra þeirra sem hlotið hafa tilnefningar ráðsins í gegnum árin. Þessi tilnefning er mikil viðurkenning fyrir sjóðinn og ekki síst fyrir frumkvöðulinn Eyþór Eðvarðsson og þá einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök sem tóku þátt í því að gera þessa hugmynd að veruleika. Þess má geta að bæði Landgræðslan og Landbúnaðarháskólinn eru meðal stofnaðila sjóðsins.

Það er víst aldrei of oft sagt að Votlendissjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem er rekin á framlögum frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum, félaga- samtökum og einstaklingum. Sjóðurinn er ekki á neinn hátt fjármagnaður af ríkinu. Hjá sjóðnum starfar einn eintaklingur og stjórn sjóðsins er skipuð þverfaglegri og þversamfélagslegri stjórn og fulltrúar í henni þiggja ekki greiðslur né hlunnindi fyrir sín störf.

Þátttaka í þverfaglegu samstarfi hér heima

Votlendissjóðurinn hefur frá því í byrjun árs tekið þátt í þverfaglegri vinnu Loftslagsráðs og Staðlaráðs um ábyrga kolefnisjöfnun.

Tilgangurinn er að stuðla að sammæli um aðferðir við mælingar og útgáfu kolefniseininga, miðlæga skráningu á útgáfu þeirra og sammæli um ábyrgar yfirlýsingar um kolefnisjöfnun á samkeppnismarkaði. Fulltrúar framleiðenda og kaupenda kolefniseininga ásamt fulltrúum frá stjórnvöldum og sérfræðingum í loftslagsmálum hafa tekið þátt í vinnunni.

Ábyrg kolefnisjöfnun er grundvallarþáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi. Vottun kolefniseininga er talin ein helsta forsenda þess að hægt sé að nota þær á ábyrgan hátt til kolefnisjöfnunar; vottunarkerfið í heild þarf að vera óháð bæði seljendum og kaupendum og viðmiðin sem vottað er eftir þurfa að samræmast alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði.

Unnið eftir viðurkenndum aðferðum

Frá upphafi hefur Votlendissjóðurinn unnið með Landgræðslunni í sínum framkvæmdum. Landgræðslan mælir og metur allar fyrirhugaðar framkvæmdir. Að framkvæmdum loknum metur Landgræðslan árangurinn og færir í landsbókhald um stöðvun losunar. Sú vinna er unnin í samræmi við viðurkenndar aðferðir IPCC. (Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál)

Stjórn Votlendissjóðs hefur frá áramótum unnið að því að skoða og meta stöðu sjóðsins gagnvart alþjóðlegri vottun á kolefniseiningum sem verða til við endurheimt votlendis á vegum Votlendissjóðs. Verkfræðistofan Efla hefur tekið þátt í þessari vinnu með sjóðnum og niðurstöður vinnunnar liggja núna fyrir og vinnan þannig komin á næsta stig hjá sjóðnum.

Alþjóðleg vottun á næsta ári

Ferlið er bæði dýrt fyrir einkarekinn sjóð og tekur tíma þrátt fyrir að undirbúningur sé þegar hafinn. Markmið vinnunnar er að innan fárra missera geti Votlendissjóður boðið íslenskum fyrirtækjum og fyrirtækjum á alþjóðamarkaði vottaðar einingar sem nota má til kolefnisjöfnunar eða til að minnka kolefnisspor viðkomandi.

Fyrst og fremst vill sjóðurinn að kolefniseiningar hans séu virtar í alþjóðlegu umhverfi og fyllilega samkeppnishæfar á þeim markaði sem nú þróast hratt í aðgerðum þjóða heims til að stemma stigu við hlýnun loftslags. Jafnframt er sjóðurinn að svara kalli íslenskra fyrirtækja sem starfa á alþjóðamarkaði að geta fengið alþjóðlega vottaðar einingar.

Kynntu þér starfsemi Votlendissjóðsins á www.votlendi.is.

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...