Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sannleikurinn er sár
Skoðun 4. desember 2015

Sannleikurinn er sár

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Miklar vonir hafa verið bundnar við að samstaða náist meðal þjóða heims á loftslagsráðstefnunni í París. Það snýst þó ekki bara um loftmengunina sem slíka, heldur ekki síður afleiðingar hlýnunar lofthjúpsins eins og fæðuskort.

Málið er grafalvarlegt og á ráðstefnunni í París hefur það komið berlega í ljós að það er einmitt vatns- og fæðuskortur sem er nú talin meginorsök uppgangs hryðjuverkahópa á borð við Boko Haram í Afríku, ISIL í Írak og Sýrlandi ásamt al-Qaeda. Þeir hafa allir komið fram opinberlega undir merkjum súnní-múslima en tilheyra þó grein bókstafstrúar Vahabíta. Þess má geta að Vahabítismi er opinber trú í Sádi-Arabíu. Hryðjuverkasveitir af þessum stofni hafa hrakið milljónir manna á flótta, ekki síst sjía-múslima og kristna íbúa.

World Food Programme (WFP) og  Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telja að um 8,2 milljónir manna þarfnist aðstoðar í Írak, þar af eru 4,4 milljónir sem þurfa mikla matvælaaðstoð. Í þeim hópi eru um 250 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi.

Orsökin fyrir vandanum í Írak  og Sýrlandi er ekki bara vopnaskak, heldur uppþurrkun stórra svæða í kringum Tigris-vatnasvæðið í gömlu Mesópótamíu, vegna raforkuframleiðslu og áveituframkvæmda. Er grunnvatnsstaða á þessum svæðum nú orðin hættulega lág. Það þýðir að öll ræktun, landbúnaður og þar með matvælaframleiðsla dregst gríðarlega saman og íbúarnir fara á vergang. Hlýnun jarðar hefur hraðað þessari þróun verulega. Sama má segja um þau svæði í Afríku þar sem hryðjuverkasveitir ganga á lagið hjá sveltandi fólki sem liggur vel við höggi.

Á liðnum árum hafa fjölmargir erlendir fyrirlesarar með mikla reynslu komið hingað til lands til að fjalla um fæðuöryggi. Allir hafa sagt það sama; standið vörð um fæðuöryggi ykkar. Án þess getur illa farið. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (World Health Organization) leggur líka mikla áherslu á þetta.
Samkvæmt pólitískum trúarskoðunum harðlífisskríbenta á samfélagsmiðlunum að undanförnu mætti ætla að  áhyggjur erlendra sérfræðinga, stjórnmálamanna og alþjóðastofnana  séu allar ættaðar úr smiðju „ríkisstyrkts“ Bændablaðs. Einnig hefur verið fullyrt að hundr­uð milljóna af opinberu fé renni í þann rekstur. Hvernig væri að þetta ágæta fólk kíkti í heimsókn og aflaði sér betri upplýsinga um starfsemi Bændablaðsins, áður en það kokgleypir „sannleikann“ sem kokkaður hefur verið upp af örgum prófessor í hagfræði á liðnum árum?

Skylt efni: Lokaorðin

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...