Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Siðferðisbrestur
Skoðun 6. desember 2019

Siðferðisbrestur

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Íslenska þjóðin glímir nú við alvarlegan siðferðisvanda gagnvart um­heiminum sem allur almenningur á samt enga sök á. Það er eigi að síður vandi sem getur haft alvarlegar afleiðingar til mjög langs tíma. 
 
Ef marka má fréttir fjölmiðla hér á landi og víðar um heim að undanförnu, eru tvær meginorsakir fyrir þessum vanda. Í fyrsta lagi er það siðferðisbrestur vegna þess að sumir töldu allt í lagi að nota Ísland og Noreg sem þvottastöðvar fyrir misjafnlega fengið fé. Í öðru lagi stafar vandinn af því að sumum virðist hafa fundist eðlilegt að taka þátt í að múta fólki úti í heimi til að ná fram sínum markmiðum við að auka eigin hagnað og sinna fyrirtækja. 
 
Af fréttum að dæma virðast ansi alvarlegar vísbendingar gefa sterkt til kynna sekt fjölmargra einstaklinga í mútumálinu sem kennt er við Samherja. Við verðum svo bara að vona að lögformlegir dómstólar landsins séu þess megnugir að komast að sannleikanum í málinu og kveða síðan upp úr um sekt eða sakleysi. 
 
Peningaþvottur blandast líka inn í þetta mútumál, þannig að það hriktir í norska bankanum DNB þar sem Samherji var með hluta af sínum viðskiptum. Peningaþvottur var þó ekki fundinn upp af Samherjamönnum, heldur hefur beinlínis verið kynt undir slíkum hreingerningum af íslenskum stjórnvöldum með aðstoð Seðlabanka Íslands. Dæmi um það er svonefnd fyrningarleið sem búin var til í kjölfar efnahagshrunsins 2008 til að laða gjaldeyri til landsins og keyra upp hagkerfið. Þetta var greinilega örþrifaráð þar sem siðferðisleg hugsun virðist hafa verið læst ofan í skúffu. Þar var innlendum og erlendum peningamönnum boðið að koma með gjaldeyri úr aflandshirslum sínum og í staðinn skyldu þeir fá íslenskar krónur á útsöluverði til að fjárfesta á Íslandi. Ekkert virðist hafa verið spurt um uppruna peninganna, né hvort þar væri mögulega á ferðinni illa fengið fé frá Íslandi eða öðrum löndum. 
 
Alls komu um 1.100 milljónir evra, eða um 206 milljarðar króna á þávirði, til landsins í gegnum fjárfestingarleiðina á meðan að hún var í boði á árunum 2012 til 2015. Þeir sem nýttu sér leiðina gátu skipt evrum í íslenskar krónur á hagstæðara gengi en almennt var í boði gegn því að þeir nýttu krónurnar til að fjárfesta á Íslandi. Seðlabankinn var milligönguaðili í viðskiptunum og sá um alla hönnun á þessu kerfi.
 
Beinn gróði af þessum hreingerningum færði eigendum gjaldeyrisins 31 milljarð króna í aðra hönd. Það var þó sett það skilyrði að þeir yrðu að binda féð sem fært var inn í landið með þessum hætti í fasteignum, verðbréfum, fyrirtækjum eða öðrum fjárfestingakostum. Þannig fengu þessir lánsömu gjaldeyriseigendur í raun um 15 prósent afslátt af öllum þeim eignum sem þeir keyptu. Þetta ofan á lágt gengi krónunnar skapaði þeim óheyrilegan gróða. 
 
Í þessu fólst líka grófleg mismunun gagnvart öðrum þegnum landsins. Aldrei var samt spurt um siðferðið á bak við þessi viðskipti. Svo eru menn hissa á að Ísland sé nú á gráum lista hvað peningaþvætti  varðar. Nær væri að þakka fyrir að hafa ekki lent á kolsvörtum lista í þeim efnum sem við áttum þó sannarlega skilið. 
 
Hvaða siðferðislega glóra er svo í því að stærsta orkufyrirtæki landsins, sem er í eigu ríkissjóðs, taki nú þátt í að blekkja neytendur í öðrum löndum í gegnum sölu á upprunavottorðum sem svo eru nefnd? Hvert í veröldinni erum við Íslendingar komnir sem þjóð þegar siðferðinu er þannig sturtað niður í skólpræsið?
Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...