Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skrítnir tímar
Mynd / Fusion Medical Animation
Skoðun 14. janúar 2022

Skrítnir tímar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Við upplifum skrítna tíma þessi miss­erin í skugga kórónuveiru sem stöðugt er að koma okkur á óvart með stökk­breytingum og leiðindum sem þær orsaka. Þetta er þó ekkert nýtt þótt jarðarbúar hafi verið orðnir ansi værukærir verandi blessunarlega lausir við svo víðtæka árás slíkra örkvikinda í nær heila öld.

Sífellt hafa ný stökkafbrigði veirunnar, sem eru sífellt meira smitandi, verið að ná sér á strik. Íslendingar finna vel fyrir því núna þar sem útbreiðsla smita er orðin ógnvænlega hröð. Góðu tíðindin í þessu öllu saman er að þrátt fyrir mörg andlát að undanförnu telja vísindamenn að nýjustu afbrigði veirunnar valdi minni skaða, allavega hjá þeim sem sem hafa verið bólusettir, og minnstum skaða hjá þeim sem hafa verið bólusettir í þrígang. Þótt undirritaður vilji trúa því að áhrifa veirunnar verði að mestu hætt að gæta fyrir maílok á þessu ári, og vera þannig jafnvel bjartsýnni en tölvugúrúinn Bill Gates, þá skulum við samt fara varlega.

Kórónuveiran sem nú plagar okkur með faraldri, sem gjarnan er nefndur Covid-19, hafði síðastliðinn mánudag sýkt tæplega 314 milljónir manna í 222 löndum eða landsvæðum og dregið ríflega 5,5 milljónir jarðarbúa til dauða. Þá lágu á sama tíma ríflega 95.000 manns víða um lönd í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsum.

Af þessum fjölda smitaðra höfðu rétt tæplega 100 milljónir smitast í Evrópu og ríflega 63 milljónir í Bandaríkjunum. Í einstökum ríkjum eða ríkjasamsteypum höfðu þá flestir látið lífið í Bandaríkjunum eða nærri 862 þúsund manns, en næstflestir í Brasilíu, eða um 620 þúsund manns. Bara í þessum tveim ríkjum hafa nær 1,5 milljónir manna látið lífið af völdum Covid-19. Það er meira en fjórum sinnum íslenska þjóðin. Ef allt þetta fólk hefði ætlað að fara fljúgandi í ferðalag til Íslands næsta sumar, sem það gerir augljóslega ekki, þá hefði þurft í það minnsta 7.100 Boeing 737 MAX flugvélar til að flytja hópinn.

Flugvélaframleiðandinn Boeing varð fyrir því skelfilega áfalli að tvær þotur af gerðinni Boeing 737 MAX fórust vegna tæknigalla með nokkurra mánaða millibili á árunum 2018 og 2019. Önnur fórst með 157 manns um borð og hin með 189 einstaklingum. Mánuðum saman voru allar slíkar vélar kyrrsettar á meðan reynt var að finna gallann sem orsakaði slysin og gera lagfæringar á vélunum. Allt var lagt í sölurnar því orðspor framleiðanda og öryggissjónarmið alls flugheimsins var í húfi. Þarna fórust 346 einstaklingar. Nú erum við aftur á móti að horfa upp á að milljónir manna hafa látið lífið vegna kórónuveirufaraldurs sem upphófst ári eftir að fyrri flugvélin af tveim fyrrnefndu fórst og daglega bætist í þann hóp. Samt finnast fjölmargir sem enn telja óskynsamlegt að bregðast við þeirri vá með bólusetningu.

Fullyrða má að ekki einn einasti flug­farþegi hefði viljað taka áhættuna af því að halda áfram flugi með MAX vélunum án þess að gera ýtrustu ráðstafanir til að koma í veg fyrir slys. Sem betur fer var farið að ráðum sérfræðinga og vísindamanna og gerðar allar þær ráðstafanir sem flugmálayfirvöld töldu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að slíkt gæti gerst aftur. Það hefði aldrei verið hægt að réttlæta það að gera ekki neitt. Nú fljúga þessar vélar um háloftin áfallalaust, m.a. á vegum íslensks flugfélags.

Það er rökrétt og nauðsynlegt að vera gagnrýnin á alla mögulega hluti. Verðum við hins vegar ekki líka að forðast að taka óþarfa áhættu þegar mannslíf eru í húfi og velja frekar úrræði sem sannanlega geta dregið úr áhættunni? 

Skylt efni: COVID-19

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...